bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 730 E38 '95 - Seldur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=23770
Page 1 of 1

Author:  valdiþ [ Sat 18. Aug 2007 23:09 ]
Post subject:  BMW 730 E38 '95 - Seldur

Til Sölu BMW 730I E38

Bíllinn er skráður úti 01.09.1995
Kemur til landsins 02.11.1999
Ég er búinn að eiga hann síðan 21.03.2006

3l V8 vél, sjálfskiptur.
Bílinn er keyrður 202 þús km.
Orientalblau
17" M-kontour felgur á nýlegum Toyo Proxes T1R dekkjum (keypt í vor)
235/45 að framan og 255/40 að aftan.
Einnig fylgja ónelgd vetrardekk á orginal felgunum, held að það séu styling 15.
Xenon aðalljós, líklegast sett í bílinn eftirá.

Það helsta sem ég hef gert fyrir bílinn er endurnýjun á slithlutum.
Nýjir gormar að framan, ný millibilsstöng, nýjir stýrisendar, nýjir bremsudiskar að aftan, bremsuklossar allann hringinn og handbremsuborðar.


Það er ekki leður en bíllinn er mjög snyrtilegur að innan, áklæðið á sætunum er nánast óslitið.

Bíllinn selst skoðaður 08

Ásett verð er 900.000 en ég geri mér grein fyrir að menn vilja prútta :lol:
Ekkert áhvílandi.
Skipti má athuga, ég gæti verið til í eitthvað dýrara en þá þyrfti að vera lán með <50 þús í afb að fylgja þeim bíl.

Myndir:

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Það er hægt að ná í mig með ep, tölvupósti á vthg@hi.is eða í s. 868-5449

Ég fylgist líka með þessum þræði þannig að það koma einhverjar spurningar þá reyni ég að svara þeim eftir bestu getu.

Author:  Angelic0- [ Sun 19. Aug 2007 00:10 ]
Post subject: 

Flott græja....

Á einn svona og er verulega sáttur...

0-100 er ekkert spes.. en hröðunin eftir það kemur alveg á óvart...

Nóg afl.... allavega fyrir "konuna" mína :!:

Ég er rosalega sáttur með minn allavega.... eru rafdrifin Comfort sæti í þessum :?:

Author:  valdiþ [ Sun 19. Aug 2007 11:16 ]
Post subject: 

Það er mjög gott að keyra bílinn, enginn sportbíll en skilar sér nokkuð vel áfram. Frá 60-70 er hann mjög fljótur upp.
Þetta er krúser sem lætur manni líða vel 8)


Það eru ekki rafdrifin sæti í honum, en þau eru mjög þægileg.
Veit ekki hvort það séu Comfort sæti.

Ég er mjög sáttur með bílinn og eina ástæðan fyrir sölunni er að mig langar að prófa eitthvað annað núna (BMW samt áfram :) )

Author:  valdiþ [ Mon 20. Aug 2007 11:03 ]
Post subject: 

TTT

Author:  Djofullinn [ Wed 22. Aug 2007 13:18 ]
Post subject: 

Þessi er víst seldur og ég á hann núna 8) Helnettur bíll.

En hann er reyndar áfram til sölu hjá mér ef menn hafa áhuga á honum.

Author:  valdiþ [ Wed 22. Aug 2007 15:58 ]
Post subject: 

Það passar.

Þessi er seldur :D

Author:  Einarsss [ Thu 23. Aug 2007 21:18 ]
Post subject: 

TTT

Er búinn að vera með þennan í láni á meðan ég er bmw laus, eðalbíll sannkallað dópræd þar sem ég hef verið spurður í gríni af samstarfsfólki og vinum hvort ég sé búinn að breyta um atvinnu :lol:


En flottur krúser.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/