bimmi wrote:
Ég er að selja bílinn en ekki auglýsinguna, og þeir sem hafa áhuga á svona bíl af þessari árgerð og annað sem kemur fram, þeir hafa samband en hinir sem ekki vilja svona bíl geta annaðhvort sleppt því að spá í auglýsinguna eða lesið hana og sent inn tilgangslaus komment eins og þú varst að gera.
Ég sé ekkert tilgangslaust við þennan texta, með vandaðari auglýsingu fylgir yfirleitt betur farinn bíll.
Ég er ekki að segja að þetta eintak sé slæmt, en með myndum má sjá hvernig bíllinn hugsanlega lítur út og hvernig felgum hann er á osfrv.
Ég veit að ég yrði frekar heillaður af auglýsingu þar sem að kæmi fram með hverju bíllinn var pantaður (auðvelt að fá það info frá B&L með einu símtali og þú færð það sent í tölvupósti) ásamt öllu öðru specs um bílinn.
Þessi auglýsing kaupir mig ekki en mögulega hefði auglýsing þar sem að allt info kemur fram um bílinn gert það. Þá þyrftiru t.d. ekki að svara óþarfa kommentum einsog;
"Er hann með rafdrifinni gardínu, eða handvirkri, eða er gardína í honum?"
"Er hann með spoiler og fínar felgur?"
Þú ert að versla hérna með bíl sem að er í þeim kaupendahópi að kaupandinn gerir yfirleitt kröfur. Þú ert ekki með einhverja Hondu Civic sem að allar koma strípaðar aukabúnaði
