bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW X3 3.0i 2004 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=22968 |
Page 1 of 1 |
Author: | xdriver [ Mon 02. Jul 2007 00:35 ] |
Post subject: | BMW X3 3.0i 2004 |
Nú er þessi eiginlega orðinn of lítill fyrir fjölskylduna, svo ég ætla að endurlífga þessa eldgömlu söluauglýsingu og gera alvöru úr því að selja hann í þetta skiptið. BMW X3 3.0i Framleiddur 08/2004 og kom á götuna 09/2004 í USA Ekinn aðeins 68þ km Blár á litinn (Mystic Blue Metallic) Mótor er M54B30 231hö (170kW) og 300Nm Sjálfskiptur, 5 gíra Steptronic xDrive sítengt aldrif. Stórmagnað kerfi, bíllinn er frábær í snjó og á möl. ![]() Annar helsti búnaður: ABS hemlar Aksturstölva (útihiti, meðaleyðsla, meðalhraði, km eftir á tank) Armpúði með geymsluhólfi 17" Álfelgur, styling 113 með 4 heilsársdekkjum Prófílbeisli, ekki skráð sem löglegt dráttarbeisli þar sem rafmagnstengillinn er USA týpan. Fjarstýrðar samlæsingar, tveir lyklar BMW Business CD, Premium sound system með DSP magnara og 8 hátölurum, tveir subwooferar undir framsætum. Panoramic Moon Roof, tvöföld tvívirk glertopplúga Gólfmottur, bæði teppi og gúmmí, sem og gúmmímotta og net í skotti Hiti í framsætum Hill descent control Viðvörunarbúnaður fyrir lofþrýsting í dekkjum Cruise control Þokuljós að framan Ljóst leðuráklæði Privacy glass, litað gler 6 loftpúðar Sjálfvirk loftkæling Rafdrifin framsæti, bílstjórasæti með mjóbaksstuðningi minni Rafdrifnar rúður Rafdrifnir speglar Reyklaust ökutæki DSC Spólvörn og stöðugleikakerfi Velti- og vökvastýri Þakbogar Þjófavörn (immobilizer, clown nose í baksýnisspegli) Þjónustubók Þvottakerfi á aðalljósum Aurhlífar allan hringinn. Auðvelt að fjarlægja ef menn setja form over function. Ég keypti bílinn og flutti inn sjálfur frá New Jersey í USA. Þar var hann upphaflega í eigu BMW of North America og notaður sem demo car í 5706 mílur eða þar til BMW dílerinn sem ég keypti hann af eignaðist hann í júlí 2005. Hann kom á götuna hér á Íslandi í október 2005 þá ekinn 10þ km. Ég á Carfax report um bílinn frá því ég keypti hann. Hér heima hefur hann verið þjónustaður samkvæmt aksturstölvu af B&L og svo Eðalbílum frá tilkomu þeirra. Hann fór síðast í Inspection II nú í sumar og það eru ca. 20þ km í næsta Service skv. aksturstölvunni. Ástand bílsins er heilt yfir gott. Það eina sem ég veit að er að honum er að annar hluti skyggnisins undir topplúgunni er að hluta ekki inni á réttu spori, en þrátt fyrir það opnast það og lokast, sem og glerlúgan sjálf. Þá er eitthvað um hurðaför og rispur í lakkinu á hliðum bílsins og tæring er farin að sjást í álinu í þakbogunum. Áhvílandi eru 2.05m til 34 mánaða í verðtryggðri krónu frá SP með 62þ í mánaðargreiðslu. Ég veit ekki betur en þetta lán megi yfirtaka. Ásett verð er í skiptum er 3,0m Staðgreiðsluverð er 2,5m Ég er tilbúinn að skoða skipti á ódýrari, stærri og fjölskylduvænni bíl sem eyðir ekki meira en þessi, t.d. einhverjum strumpastrætó. Hugsanlega einhverju öðru ef auðvelt er að selja það aftur. Áhugasamir geta haft samband hér í PM eða í síma 821 2029. Kjartan |
Author: | zx [ Mon 02. Jul 2007 00:47 ] |
Post subject: | |
Þetta er fallegur bíll, má ég spyrja hvað innanbæjareyðsla er á svona bíl ? |
Author: | xdriver [ Mon 02. Jul 2007 01:07 ] |
Post subject: | |
zx wrote: Þetta er fallegur bíll, má ég spyrja hvað innanbæjareyðsla er á svona bíl ?
Takk fyrir. Í hreinum innanbæjarakstri er hann í svona 16-18 lítrum hjá mér, fer auðvitað mjög eftir þyngd hægri fótarins. |
Author: | xdriver [ Thu 19. Jul 2007 15:52 ] |
Post subject: | |
Bíllinn stendur nú á Höfðahöllinni. Breytti einnig láninu yfir í krónur. |
Author: | xdriver [ Tue 05. Feb 2008 01:11 ] |
Post subject: | |
Þessi elska er enn til sölu þó ekki sé ég beinlínis að rembast við að selja hann. Hann elskar snjóinn! |
Author: | xdriver [ Wed 07. Sep 2011 15:47 ] |
Post subject: | Re: BMW X3 3.0i 2004 |
Auglýsing uppfærð. Get ekki hummað það fram af mér lengur að selja þennan og fá mér stærri. |
Author: | rhg [ Wed 05. Oct 2011 15:23 ] |
Post subject: | Re: BMW X3 3.0i 2004 |
er þessi seldur? |
Author: | xdriver [ Wed 05. Oct 2011 15:59 ] |
Post subject: | Re: BMW X3 3.0i 2004 |
rhg wrote: er þessi seldur? Nei. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |