Um er að ræða árgerð 2004 af 192 hestafla stationbíl! Og hægt að segja að hann sé Custom made fyrir kjellinn, fyrir utan það að hann er beinskiptur kannski. Það þarf auðvitað ekkert að segja ykkur kraftamönnum hvernig það er að keyra svona bíla og því ætla ég ekkert að fara útí þá sálma.
Ég er því miður ekki með bílinn fyrir utan húsið hjá mér og ekki heldur í sama "landi" og ég, þar sem að ég kem frá Vestmannaeyjum og bíllinn staðsettur í Reykjavík.
Bíllinn er nú samt staðsettur hjá Höfðahöllinni og öllum guðvelkomið að fara þangað að skoða. Ég fer til Reykjavíkur um næstu helgi og ef að einhverjir hafa áhuga að þá er hægt að klára skipti þá. Eða, bara í dag?
Jú, það er hægt að gera þetta allt saman á netinu segja þeir í einhverri auglýsingunni.
Ég læt fylgja hérna með link á bílasölur.is fyrir myndir og meiri upplýsingar.
Hér eru nokkrar myndir!
Sendið mér bara PM hérna, ég mun fylgjast með þessu í vinnunni þangað til að eitthvað skeður!
Með von um góða sölu og heilsu!