Loksins til sölu er Bimminn minn, hinn alræmdi 335.
hér kemur smá saga um hann og myndir inná milli.
Bmw e30 335im (320im tech orginal). Sparkling grafit
Árg 1987, vél m30b35, kassi úr 735 86, m5-kúpling,mótorpúðar.
Stillanleg koni fjöðrun,lækkunargormar(55/40),stillanlegur camber að framan og aftan,stillanlegar ballanstangir(25/22mm),strutbrace að framan og aftan) polyfoðringar í öllu.
Boraðir og rákaðir diskar framan og aftan,greenstuff klossar,vírofnar bremsuslöngur,
2*2” púst, shortshifter ofl, það er eflaust eitthvað sem ég er að gleyma en hér fyrir neðan er það helsta sem ég man, þetta er svo gígantíst mikið sem ég er búinn að gera
Ég er búinn að eiga bílinn síðan í janúar 2005, og er búinn að vera að gera hann upp síðan, það sem er búið að gera og það sem er nýtt í bílnum.
Vél .m30b35 árg,89. kasinn er úr 86, 735, það er ný e34 m5 kúpling,nýr þræll,nýjir m5 mótorpúðar,drifskaftsupphengja,nýr vatnskassi ofl,ofl
Boddý, bíllinn var rifinn í frumeindir og málaður í pörtum, botninn var tekinn í gegn og ryðvarinn, bíllinn er málaður í e90 lit sem heitir sparkling grafit, og er dökkgrár með brúnfjólubláum effect í ákeðnu ljósi, öll vinna við boddýið var unnin af fagmönnum og var mikil vinna lögð í öll smáatriði. Meðal annars voru cylendrarnir í hurðunum teknir úr og lokað fyrir götin. e46 M3 clone húdd úr trefjaplasti er á bílnum sérsmíðað hérlendis þannig að það er það eina í heiminum. Á bílnum eru ný frambretti,nýjir stuðara, ný topplúga,allir listar og gummíkantar eru nýjir, þá meina ég allir, ljosin eru ný, allt í topplúgunni er nýtt,nýjir kastarar og svo mætti lengi telja, það er semsagt nánast allt utan á bílnum nýtt,
t.d, ný innrabretti,hlífin undir mótornum,ný framrúða,nýtt grill framan á bílnum,allt shadowlineið er nýtt,allar skrufur og annað sem tengist boddýinu er nýtt og kemur frá bmw,nýjir hurðastafir,nýjir upphalarar, nýtt miðstöðvarelement,motor,mótstaða og hitastýringin svo mætti lengi telja.
Að innan er búið að breyta miklu, bíllinn er með sérsmíðuð hurðaspjöld sem eru klædd með rúskinni,ásamt hillunni á afturglugganum sem er einnig glædd með rúskinni, toppurinn er líka klæddur með rúskinni,pokinn hjá handbremsunni ,gírhnúðnum og mælahatturinn er einnig klæddur með rúskinni, það er nýr M gírhnúður með ljósi og nýtt Mtech 2 stýri,nýr miðjustokkur og öskubakki afturí, það er 2sæta afturbekkur úr m3 afturí og frammí eru fk körfustólar og 4punkta belti ásamt örginal beltunum, þetta er svo mikið að ég gæti skrifað endalaust.
Í bílnum er nýr bensintankur og áfillingarör og allt sem tengist því, það eru nýjar spyrnur að framan,nýjar hjólalegur að framan og aftan,allt í stýrisganginum er nýtt,(ný upptekin stýrismaskina), stillanlegir koni dempara og lækkunargormar(55/40),stillanlegur camber að framan og aftan, stillanlegar ierland engineering ballanstangir(25/22mm),poly fóðringar í öllu að aftan, vírofnar bremsuslöngur,greenstuff raceing bremsuklossar,boraðir og rákaðir diskar allan hringinn,allt í handbremsunni nýtt(barkarnir líka),strutbrace að framan og aftan, þetta er einnig endalaust, það er allt nýtt í undirvagninum.
það fylgir með bílnum alpine spilari sem er ipod reddy,það er 12” dls 500rmsW keila í skottinu, dls hátalarar á framhurðunum og á afturhillunni,man ekki alveg wöttin,
þetta er svona það sem ég man í augnablikinu,annars er nánast allt nýtt. Ég er búinn að eyða tæplega 3milljónum í bílinn, það er með góðum afslætti sem ég er með á ýmsum stöðun, hugsa að allt sem er búið að fara í hann á fullu verði slagi langt á 4 millur, eg er búinn að panta í gegnum bogl fyrir tæpa milljón og það er með 15% afslætti(Ingi getur staðfest það). Þetta er auðvitað fyrir utan alla vinnu og vinnuskifti sem er búið að eiða í hann, hugsa að þetta seú um 2000timar ef ekki meira.
1.590.000 er ásett verð, en er ekki heilagt öll skipti skoðuð og endilega koma með tilboð, góður staðgreiðslu afsláttur er í boði. bara bjóða
Allar frekar upplýsingar er að finna á síma 899-7924. ekki í pm Kiddi....
