bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 525i M50 BSK SHADOWLINE [SELDUR]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=22510
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Tue 05. Jun 2007 00:11 ]
Post subject:  E34 525i M50 BSK SHADOWLINE [SELDUR]

Sælt veri fólkið.

Ég keypti mér þennan glæsivagn nýverið til að ferja dömuna og ungviðið en þar sem ég er að fara að flytja erlendis þarf hann að fara.

Skilst að bíllinn hafi verið fluttur inn fyrir nokkrum árum af "gildum" meðlimi hér á spjallinu.

Bíllinn:

BMW 525i
Árgerð 1991
M50B25 (192hö)
Ek: 224.000km
Beinskiptur 8)

Helsti búnaður:

Shadowline
Hiti í sætum
Mjóbaksstuðningur
Skíðapoki
CD
(Gæti verið eitthvað fleira)

Bíllinn er skoðaður '08 og er í nokkuð góðu standi. Hann þarfnast þó smá viðhalds á nokkrum þáttum og fæst því á þessu líka góða verði (sjá neðar).

Helstu þættir sem þarf að kíkja á eru:

Vantar mottur
Sprunga í framrúðu
Kemur "bremsuljós" í tölvu vegna þess að notaðir voru skynjaralausir klossar þegar fyrri eigandi skipti nýleg. (Bremsur í góðu lagi)
Kominn tími á smurningu
Læti úr miðstöð (en hún virkar á öllum stillingum). Líklega ekki mótor. Hugsanlega spaðar sem rekast í skv. E34 forumi sem ég las mig til á.
Búið að skera úr miðjustokk fyrir e-h tæki. (undir útvarpinu, hægt að horfa fram hjá því ef vill)
Vantar einn kastara
Yfirborðsryð skellur á 3 stöðum sem þyrfti að fjarlægja.
Er á 390mm TRX felgum (rúmlega 15") og ágætum dekkjum. Mætti skipta þeim út. Samt búinn að kanna með dekk og þau eiga að fást.

Ath. ekki láta þetta fæla ykkur frá. Ég er að telja upp allt sem mér dettur í hug

Vegna þessa og þar sem ég er að flytja úr landi fæst bíllinn á góðu verði:

295.000 stgr
Lækkað verð fæst á 265.000 stgr!


Ekki besta myndin en hún hjálpar eflaust:
Image

Upplýsingar í síma 820-2467 eða PM

Author:  JOGA [ Thu 07. Jun 2007 10:35 ]
Post subject: 

Nokkrir sýnt áhuga en bíllinn enn á stæðinu. Þarf að fara að losna við gripinn...

Verulega gott efni í sérlega laglegt tæki :)

Author:  arnibjorn [ Thu 07. Jun 2007 11:19 ]
Post subject: 

Ooooo mig langar svo í þenan handa kærustunni! :P

Author:  JOGA [ Thu 07. Jun 2007 11:33 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Ooooo mig langar svo í þenan handa kærustunni! :P


Þá er það bara að kaupa. Ferð nú ekki að neita konunni um bílinn! :lol:

Author:  torri [ Thu 07. Jun 2007 11:39 ]
Post subject: 

þarf ekki að sprauta hann þarna á húddinu?

Author:  JOGA [ Thu 07. Jun 2007 11:46 ]
Post subject: 

torri wrote:
þarf ekki að sprauta hann þarna á húddinu?


Jú það þyrfti. Þetta er einn af 3-4 smá skellum sem sést í. Þyrfti að loka þessu sem fyrst. Minnist á þetta í auglýsingunni. Hún er einna ljótust þarna á húddinu, svo er eitthvað í kring um bensínlokið og við lista þar fyrir neðan.

Ef þetta yrði tekið í gegn og bíllinn kannski massaður í leiðinni yrði bíllinn nokkuð laglegur :wink:

Get sent myndir af þessu í PM ef þið viljið. Vill ekki vera að setja þetta hér inn en þeir sem hafa áhuga er auðvitað velkomið að fá þetta/sjá þetta.

Author:  Helgi M [ Thu 07. Jun 2007 18:35 ]
Post subject: 

Flottur og þéttur bíll,, gleymir að nefna gardínuna í afturglugganum :)

Author:  JOGA [ Mon 11. Jun 2007 14:10 ]
Post subject: 

Jæja,

Lækkað verð. Klárlega besta verðið í bænum.
Fyrstur kemur fyrstur fær.

Author:  JOGA [ Wed 13. Jun 2007 21:56 ]
Post subject: 

Einhverjir að hugsa málið en bíllinn óseldur....

Author:  siggik1 [ Wed 13. Jun 2007 23:44 ]
Post subject: 

mættir kannski taka betri myndir, að innan og svona :D

því miður er ég ekki að segja þetta því ég er að spá í honum heldur er ég bara forvitinn og kannski er það bara söluvænlegra

Author:  Tommi Camaro [ Thu 14. Jun 2007 01:14 ]
Post subject: 

190kall ?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/