bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 316i '92 e36 60þús
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=22241
Page 1 of 2

Author:  gretsky [ Tue 22. May 2007 20:23 ]
Post subject:  BMW 316i '92 e36 60þús

Þá er gamli fákurinn til sölu... fer ódýrt ef hann fer í dag!

Gerð: BMW 316i
Árgerð: 1992 (e36) 4 dyra
Ekinn um 180þús
Vél: M40 1.6L (99 hestafla kvikindi)
Skipting: Beinskiptur
Litur: Dökkblár

Bíllinn hefur sína kosti og galla sem hér eru teknir saman:

Það góða:
Vélinn í bílnum var tekinn í gegn og skipt um fullt af hlutum, þar á meðal Heddpakkningu,
tímareim(strekkjara líka), vatnsdælu, knastás, viftukúplingu, ventlalokspakkning og fullt af öðrum
pakkningum sem fylgdu þessi öllu. Einnig eru nýjir demparar að framan og nýjir gormar að aftan.
Bílinn er á 15" stálfelgum með ónegldum vetrardekkjum(sprakk hjá mér í gær svo hann er á varadekki að
aftan, dekkið líklegast ónýtt) og 16"álfelgur með slæmum sumardekkjum fylgja með. Nýjar spyrnufóðringar
að framan og dempara gúmmí að aftan. Nýjir gormar að aftan.

Það slæma: Boddýið er ekki gott, rið hingað og þangað en ekkert alvarlegt. Bíllinn er ekki búinn
að fara í skoðun en hann átti að fara í skoðun í febrúar. Það er vegna þessa að bílinn er meira og minna búinn
að standa á hólmavík síðan í maí. Samlæsingir er óvirk á einni hurð, bílstjóramegin að aftan. Hurðaspjaldið
er laust farþegamegin að framan.. ekkert sem má ekki laga með lítilli fyrihöfn. Viðbót... held að kúplingin sé að fara:S ískrar eitthvað skrýtið í honum.

Ég var að hugsa um setja á hann 60þús en endilega bara bjóða :)
Best er að ná í mig í síma 848-9556 eða með e-mail á gretarmatt / hjá / gmail.com.

Ekkert mál að fá að skoða og prufa.. bara bjalla í mig

Grétar

Author:  RagnarH [ Sat 02. Jun 2007 15:13 ]
Post subject: 

áttu eingar myndir eda

Author:  gretsky [ Sat 02. Jun 2007 17:26 ]
Post subject: 

Bíllinn er núna staðsettur á Hólmavík. Ég ætla að skipta um
spyrnufóðrignar og gorm og þá ætti fjöðurin að vera komin í lag.
Ef ég hef rétt fyrir mér þá lekur stýrisdælunni og eftir nánari athugun
gæti verið að það læki olía.

Ég ætla að reyna að henda honum út á morgun og taka nokkrar myndir.

Author:  skaripuki [ Sun 03. Jun 2007 13:05 ]
Post subject: 

skal taka hann á 40 þús hjá þér

Author:  Benzari [ Sun 03. Jun 2007 13:19 ]
Post subject: 

45k :twisted:

Author:  IceDev [ Sun 03. Jun 2007 18:09 ]
Post subject: 

50

Author:  Benzari [ Sun 03. Jun 2007 19:46 ]
Post subject: 

fold

Author:  HippieKiller3000 [ Thu 06. Sep 2007 23:05 ]
Post subject: 

60K

Author:  gretsky [ Fri 02. Nov 2007 14:18 ]
Post subject: 

Búinn að uppfæra auglýsinguna. Veriði óhræddir við að hringja ef þið hafið einhverjar spurningar...

Author:  drözömzerexxs [ Sat 03. Nov 2007 14:11 ]
Post subject: 

65þús?

Author:  gretsky [ Thu 08. Nov 2007 03:48 ]
Post subject: 

Jæja.. þarf að fara að losna við hann.. endilega skjótið á mig tilboðum. Raunhæf tilboð væru ekki verri

Author:  gulli [ Sun 11. Nov 2007 03:37 ]
Post subject: 

-15þús

Author:  gretsky [ Tue 18. Dec 2007 03:47 ]
Post subject: 

enn til sölu... Eins og ég bætti við þá skoða ég skipti á góðum vetrardekjum. 15" eða 17" endilega hafiði samband....

Author:  omar e30 [ Tue 18. Dec 2007 13:47 ]
Post subject: 

myndir selja

Author:  ValliFudd [ Tue 18. Dec 2007 19:40 ]
Post subject: 

Seldu mér hinn bílinn þinn :argh:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/