bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

520 E34 89'árg - 60.000 kr - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=21439
Page 1 of 2

Author:  Mace [ Thu 12. Apr 2007 11:21 ]
Post subject:  520 E34 89'árg - 60.000 kr - SELDUR

jæja nú ætla ég að selja kvikindið. Þetta er 520 bíll, 89 árgerð með M20B20 mótór í honum, mótorinn var settur í hann fyrir rúmum 2 árum og var hann nýupptekinn þá. Bíllinn er ekinn rétt um 300.000 og mótorinn eitthvað svipað, búið að skitpa um vél í tvígang í honum (bensín, dísel og aftur bensín mótórar :P ) . Bíllinn er sjálfskiptur.

Bíllinn er á endurskoðun (4) en ég er búinn að gera allt fyrir skoðun nema ljósastilla hann og umskrá úr dísel í bensín (þarf að vigta hann og eitthvað smotterí). Bíllinn er dökkgrár á litinn.

Body er svona þokkalegt, aðeins byrjað að taka ryð á sumum stöðum en samt alls ekkert hræðilegt. Ljótasti bletturinn er á sílsinum hjá bílstjóra og er komið gat þar.

Það eru mjög góð sumardekk á honum og felgurnar eru helvíti þéttar, eflaust það verðmesta í bílnum :lol: . Minnir að stærðin hafi verið 225/65 R16

Það sem er að bílnum er að startarinn fór um daginn (Ég er með startara til sem virkar fínt og læt hann fylgja með), hann er oft leiðinlegur í gang þegar hann er búinn að standa í smá tíma, hann á það til að víbra á milli 80-100 km og hann virðist leka aðeins þegar maður setur meir en 50 lítra á tankinn.

Ég er búinn að stússast helvíti mikið í bílnum og meðal annars sem ég er búinn að gera er

- Skipta um púst (Var kraftpúst í honum og er það í fínu lagi, læt það fylgja með) - 25.000 kr
- Glæný kerti í honum (Bosch Super 4) - 5000 kr
- Skipti um allt gúmmi frá loftsíuboxi - 4000 kr
- Skipti um spyrnur og fóðringar að framan - 4000 kr
- Skipti um rúðupissrofa - 13.000 kr
- Tók handbremsuna í gegn
- Lagaði forðabúrið fyrir Vökvastýrið
- Lagaði sambandsleysi í nokkrum ljósum
- skipti um kertaþræði
- Nýlega búinn að taka hann í gegn í smurningu, skipti um loftsíu, olíu, olíusíu, bensínsíu og setti militec og fl bætiefni á vélina og bensíntankinn - 14.000 kr
- Þeir stilltu blönduna á honum í Nicolai og löguðu hana eitthvað - 13.000
- Lét balansera dekkin - 4000 kr

Og fl sem ég man ekki í augnablikinu, Þannig að þetta er einhver rétt rúmlega 80-100 þúsund kall sem ég er búinn að henda í bílinn og auk þess eru felgurnar og dekkinn virði alveg 30-40 þús þannig mér finnst 60.000 fyrir bílinn sanngjarnt verð og sel ég hann í því standi sem hann er.
Þetta er mjög góður bíll í parta eða þá bara til að dútla í.

Ég reyni að redda myndum fljótlega.

Sími- 661-0735

Author:  srr [ Thu 12. Apr 2007 19:07 ]
Post subject: 

Ég verð hissa ef þessi bíll verður lengi til sölu á þessu verði. :shock:

Author:  Dóri- [ Fri 13. Apr 2007 00:03 ]
Post subject: 

er þetta sedan eða touring ?

Author:  Angelic0- [ Fri 13. Apr 2007 00:30 ]
Post subject: 

Sedan..

Author:  maxel [ Sun 15. Apr 2007 20:43 ]
Post subject:  dfdfd

er bíllin seldur? :?: :?

Author:  Mace [ Mon 16. Apr 2007 14:33 ]
Post subject: 

já þetta er sedan, og nei hann er ekki seldur. Myndir eru væntanlegar á morgunn :wink: .

PS, afsakið ef fólk hefur verið að ná í mig síðustu daga og hef ekkisvarað hvorki í síma né hér á kraftinum, er bara búinn að vera busy :P

Author:  Hannsi [ Mon 16. Apr 2007 15:02 ]
Post subject: 

hmmm Ef þetta er KR-504 þá er þetta gamli mótorinn úr mínum og hann var ekinn 299 þús eða svo þegar ég seldi hann ;)

Keyftiru bílinn af Gísla?

Author:  Mace [ Mon 16. Apr 2007 16:29 ]
Post subject: 

já þetta er KR-504. Nei ég keypti hann ekki af gísla, var strákur sem keypti hann af honum og ég fékk hann frá þeim gæja 8) . Og já þá vitum við það :P.. þá er mótorinn keyrður eitthvað svipað og bíllinn. Biðst velvirðingar á að hafa sagt 220-230 (fyrri eigandinn sagði að það hefði verið eitthvað í kringum það)

Author:  Bandit79 [ Mon 16. Apr 2007 18:28 ]
Post subject: 

Redda myndum drengur :D innan og að utan :!:

Author:  Mace [ Tue 17. Apr 2007 14:01 ]
Post subject: 

myndir koma í kvöld 8) :lol:

Author:  Mazi! [ Wed 18. Apr 2007 23:41 ]
Post subject: 

Engar myndir enþá?

Author:  GunniT [ Thu 19. Apr 2007 01:29 ]
Post subject: 

þessi er seldur

Author:  maxel [ Thu 19. Apr 2007 18:04 ]
Post subject:  sss

er hann seldur ??? hvernig veistu það?

Author:  GunniT [ Thu 19. Apr 2007 20:56 ]
Post subject: 

Já hann er seldur.. Vinur minn keypti hann..

Author:  maxel [ Thu 19. Apr 2007 22:15 ]
Post subject:  asdas

fokkin andskotinn

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/