bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e32 730 V8 ´93
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=2111
Page 1 of 2

Author:  Dinan [ Thu 24. Jul 2003 21:42 ]
Post subject:  e32 730 V8 ´93

Bíllinn er bsk. og með öllu þessu venjulega drasli s.s. leður, Cruise control, rafm. í sætum, speglum og rúðum. Keyrður 190þ.
Hann er á orginal 15" felgum og einnig fylgja honum góð vetrardekk á felgum.
Ég er nýkominn með hann úr tjekki úr TB og var skipt um spyrnu fóðringar að framan og ventlalokspakkning annað var það ekki. Húddið er nýsprautað og einnig nýrun og dæmið kringum ljósin. Bíllinn er afar heillegur og lítur vel út.

Planið er að fá sér einhvern ódýrari (BMW að sjálfsögðu) í vetur og síðan strax næsta sumar að flytja inn 740 e38 eða 540.

Athuga öll skipti, langar jafnvel í einhvern vélsleða og/eða ódýran jeppa.

Ásett verð 990þ.

Author:  Schulii [ Thu 24. Jul 2003 21:48 ]
Post subject: 

settu mynd drengur!!!

Author:  Dinan [ Thu 24. Jul 2003 22:33 ]
Post subject: 

Nokkrar svona í fljótu bragði...

Image

Image

Author:  Decimuz [ Thu 24. Jul 2003 22:46 ]
Post subject: 

Hann er flottur :wink:

Author:  arnib [ Fri 25. Jul 2003 09:00 ]
Post subject: 

Þetta finnst mér vera virkilega smekklegur bíll!

Þetta er bíllinn sem var á samkomunni uppí húsgagnahöll, er það ekki?

Amk tók ég mikið eftir bílnum þar, kannski sérstaklega út af beinskiptingunni,
en hann virðist vera svo vel með farinn :)

Author:  benzboy [ Fri 25. Jul 2003 09:35 ]
Post subject: 

Laglegur bíll

Author:  bebecar [ Fri 25. Jul 2003 10:23 ]
Post subject: 

Ég tók eftir honum líka, ótrúlega vel með farin bíll og mjög heillandi að hafa þetta beinskipt...

Þetta væri perfect daily driver fyrir mig- ef aðeins ég ætti pening!

Author:  Schulii [ Fri 25. Jul 2003 20:52 ]
Post subject: 

ég var alveg sjúkur þegar ég prófaði þennan bíl... er virkilega kraftmikill og með geggjaða innréttingu.. kannski bara eins og sjöurnar almennt !!
en ég get staðfest það að þessi bíll er MJÖG VEL með farinn

Author:  bebecar [ Fri 25. Jul 2003 23:02 ]
Post subject: 

Ég vildi að ég væri í stöðu til að kaupa hann.

Author:  Bjarki [ Fri 25. Jul 2003 23:48 ]
Post subject: 

Ásett verð er ásett verð!!!! Hvað villtu fá fyrir hann staðgreitt??? Þessi bíll er beinskiptur það er ekki gott fyrir 7ur þær eiga að vera sjálfskiptar.
Bmw kveðja,

Author:  bjahja [ Sat 26. Jul 2003 01:03 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Ásett verð er ásett verð!!!! Hvað villtu fá fyrir hann staðgreitt??? Þessi bíll er beinskiptur það er ekki gott fyrir 7ur þær eiga að vera sjálfskiptar.
Bmw kveðja,

Af hverju EIGA þær að vera sjálfsk. ég veit að það hentar svona drekum vel. En ég myndi frekar vilja þær beinskiptar.

Author:  Haffi [ Sat 26. Jul 2003 01:21 ]
Post subject: 

Bjarni þú ert með óráði... að keyra 7u er draumur... sérstaklega 740, 750 maður spáir ekkert í gírum á þeim, bara floora og þá gerist allt sem getur gerst :D

Author:  GHR [ Sat 26. Jul 2003 02:03 ]
Post subject: 

Must að hafa svona dreka ssk.!!!!!!

Author:  Schulii [ Sat 26. Jul 2003 10:45 ]
Post subject: 

ok ok.. en það er samt allt í lagi að það sé til örfáir beinskiptir fyrir þá sem vilja það, ekki eins og þetta séu bara mistök og glæpamennska

Author:  Dinan [ Sat 26. Jul 2003 22:21 ]
Post subject: 

ja ég vill endilega bjóða þér að prófa bílinn minn Bjarki, þú átt 730 sjálfskiptan (6cyl??). Prófaðu minn bsk. áður en þú heldur áfram með þetta...

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/