bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

320i E36 - Seldur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=20847
Page 1 of 3

Author:  bragi1 [ Mon 12. Mar 2007 17:56 ]
Post subject:  320i E36 - Seldur

Við erum að tala um þennan venjulega 320 bíl:

'97 módelið
Ekinn 212 þús. (uppfært 11.4)
150 hoho
Sjálfvirk tölvumiðstöð (ætla btw aldrei að fara í venjulega miðstöð aftur)
Spólvörn sem hægt er að slökkva á
Artic Silber
Beinskiptur
Angel eyes
Ný afturljós
Fjarstýrðar samlæsingar
Geislaspilari
Allar snúrur tilbúnar fyrir magnara og bassabox


Smá viðhald búið að vera í gangi:

Öll kerti ný
Öll háspennukefli ný
Nýr loftflæðiskynjari
Ný vatnsdæla
Gert við brotið bílstjórasæti
Báðir hlutirnir sem vitað er til að bili í miðstöðinni lagaðir


Image

Image


Bragi: 866-9801, bragi_g@hotmail.com

Author:  svabbi [ Mon 12. Mar 2007 20:47 ]
Post subject: 

staðgreiðsluverð í PM??

Author:  JonasGunnar [ Tue 13. Mar 2007 14:37 ]
Post subject: 

Þýðir eitthvað að bjóða þér skipti á dýrari?

Author:  bragi1 [ Tue 13. Mar 2007 14:40 ]
Post subject: 

Nei takk. Ætla að reyna mér að koma út nokkurnveginn á sléttu. Nenni bara engan veginn að vera að standa í eitthverri lánastarfsemi.

Author:  svabbi [ Tue 13. Mar 2007 15:15 ]
Post subject: 

Gangi þér vel að selja hann

Author:  bragi1 [ Tue 13. Mar 2007 16:42 ]
Post subject: 

svabbi wrote:
Gangi þér vel að selja hann


Þakka þér fyrir. Ef þetta er hinsvegar skítakomment á verðið þá ættiru að kíkja á reikninga sem ég á fyrir öllum peningunum sem ég er búinn að eyða í hann. Enda er þetta ekki eitthvað sem er að fara að klikka á næstunni.

Langar í rauninni ekkert að selja bílinn. Án efa skemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Liggur bara lúmskt í manni þrá í eitthvað kraftmeira.

Author:  ValliFudd [ Tue 13. Mar 2007 18:19 ]
Post subject: 

bragi1 wrote:
svabbi wrote:
Gangi þér vel að selja hann


Þakka þér fyrir. Ef þetta er hinsvegar skítakomment á verðið þá ættiru að kíkja á reikninga sem ég á fyrir öllum peningunum sem ég er búinn að eyða í hann. Enda er þetta ekki eitthvað sem er að fara að klikka á næstunni.

Langar í rauninni ekkert að selja bílinn. Án efa skemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Liggur bara lúmskt í manni þrá í eitthvað kraftmeira.

Það vantaði einmitt annan þessarra karla í þessa setningu..


:roll:
eða
:)

Author:  svabbi [ Tue 13. Mar 2007 18:27 ]
Post subject: 

ekki skítakomment takk fyrir

Author:  bragi1 [ Tue 13. Mar 2007 18:43 ]
Post subject: 

Ok gott mál. Svolítið vont að sjá hvað fólk meinar þegar maður heyrir ekki hrynjandan í röddinni.

Author:  íbbi_ [ Tue 13. Mar 2007 20:22 ]
Post subject: 

ég verð nú að segja að' mér finnst þetta barfa nokk fallegur þristur, þE36 eru hörku bílar

Author:  bragi1 [ Tue 13. Mar 2007 20:34 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
ég verð nú að segja að' mér finnst þetta barfa nokk fallegur þristur, þE36 eru hörku bílar


Sammála. Eins og ég segji, langbesti bíll sem ég hef átt. Farinn bara að langa í the taste of luxury.

Author:  íbbi_ [ Tue 13. Mar 2007 21:43 ]
Post subject: 

þú verður þá að hafa hraðar hendur :lol: tveir búnir að segjast ætla taka minn :wink:

Author:  bragi1 [ Tue 13. Mar 2007 21:47 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
þú verður þá að hafa hraðar hendur :lol: tveir búnir að segjast ætla taka minn :wink:


Nei djöfullinn sjálfur. Trúi því ekki að ég fái að horfa á eftir þessum.

Author:  bragi1 [ Thu 15. Mar 2007 12:55 ]
Post subject: 

Prufum að henda þessu upp einu sinni enn áður en ég gefst upp.

Author:  Angelic0- [ Thu 15. Mar 2007 13:07 ]
Post subject: 

Eini E36 sem að ég hef séð með spólvörn fyrir utan E36 M-compact tíkurnar útum allt..

Virðist vera hinn fínasti E36... og verðið er ekkert sky high...

Þú borgar 50k fyrir bíl... og þú færð 50k bíl..

Þú borgar 500k fyrir bíl... og þú færð 500k bíl...

Þú borgar 1mill fyrir bíl... og þú færð 1mill bíl...

(svo eru auðvitað fávitar sem að borga 1mill og fá 50k bíl en það er önnur saga)

Gangi þér vel með sölu... og fari svo einhver að kaupa ;)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/