bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 518i E28 - Hvíti hrafninn - SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=20596 |
Page 1 of 2 |
Author: | srr [ Thu 01. Mar 2007 02:11 ] |
Post subject: | BMW 518i E28 - Hvíti hrafninn - SELDUR |
Sökum þess að 533i verkefnið er að fara á fullt, verður að rýma aðeins til. ![]() Ég verð þar af leiðandi að selja þennan þétta og góða E28 bíl. Þessi bíll er lítið keyrður og ótrúlega heill miðað við aldur. Búið að endurnýja mikið í honum síðastliðin tvö ár. Fyrir tveimur árum var hann líka endurryðvarinn í holrúmum og undirvagni. Að bílnum hafa aðeins komið 3 eigendur á undan mér. Fyrsti eigandi frá 1987-1997, annar frá 1997-2005, þriðji frá 2005-2007. Spekkar um gripinn...... BMW 518i, E28 Framleiddur 11/86 samkvæmt BMW Nýskráður 02.10.1987 á Íslandi Ekinn aðeins 158.400 km Hvítur (Alpinweiss) Beinskiptur Skoðaður 07, næsta skoðun september 2007. Mótorinn er M10B18 og hann vinnur ekkert smá vel! 14" álfelgur undan E23 umvafin nýjum Yokohama sumardekkjum 14" bottlecaps fylgja með í skottinu, dekkjalausar Blátt leður (bara fallegt! :Shocked: ) Blá innrétting Clarion cd, JBL GTO allan hringinn Það sem búið er að gera fyrir bílinn síðastliðið ár: Ný kúpling Nýtt púst alla leið Ný vatnsdæla Það sem ég er búinn að gera síðan ég fékk hann í byrjun febrúar: Nýir bremsudiskar að framan Nýir bremsuklossar að framan Ný bremsudæla og rör v/m aftan Bíllinn er ótrúlega sprækur og fjöðrunin er eins og ný! Leðrið er í góðu ástandi og hefur verið almennt hugsað vel um bílinn. Ég óska eftir tilboðum í bílinn. Upplýsingar í síma 8440008 (Skúli), einkaskilaboðum eða í email srr at simnet.is Svo fylgja að sjálfsögðu "nokkrar" myndir með ![]() Biðst velvirðingar á því að myndirnar eru ekki betri. Var bara með símann með mér.... |
Author: | elli [ Thu 01. Mar 2007 08:40 ] |
Post subject: | |
Flottur bíll hjá þér. Með hvaða túrbó síma ert þú eiginlega maður. Er þetta leður úr E23? |
Author: | srr [ Thu 01. Mar 2007 11:53 ] |
Post subject: | |
elli wrote: Flottur bíll hjá þér.
Með hvaða túrbó síma ert þú eiginlega maður. Er þetta leður úr E23? Hehe, síminn er Sony Ericson K750i ![]() Leðrið er saumað hérna heima á Íslandinu fyrir mörgum árum. Það sem ég komst best að frá fyrri eiganda var leðrað original sætin. |
Author: | Einsii [ Thu 01. Mar 2007 11:56 ] |
Post subject: | |
Djöfull væri gaman að sjá Sæma gera eitthvað djúsí úr þessum ![]() |
Author: | ValliFudd [ Thu 01. Mar 2007 14:17 ] |
Post subject: | |
Einsii wrote: Djöfull væri gaman að sjá Sæma gera eitthvað djúsí úr þessum
![]() Efst um að hann sé mjög spenntur fyrir því eftir 528 ævintýrið.. tók ekkert smá langan tíma að selja hann ![]() |
Author: | saemi [ Thu 01. Mar 2007 17:58 ] |
Post subject: | |
ValliFudd wrote: Einsii wrote: Djöfull væri gaman að sjá Sæma gera eitthvað djúsí úr þessum ![]() Efst um að hann sé mjög spenntur fyrir því eftir 528 ævintýrið.. tók ekkert smá langan tíma að selja hann ![]() Ég er alltaf með veikan blett fyrir þessum. En er með góðan kandídat núna, flottari en þessi ![]() ![]() Ætla að klára E28 M5 og E28 535i áður en ég fer í næsta project... . |
Author: | Dogma [ Fri 02. Mar 2007 16:27 ] |
Post subject: | |
50kall |
Author: | gstuning [ Fri 02. Mar 2007 16:29 ] |
Post subject: | |
Dogma wrote: 50kall
Hann er búinn að fá betra boð enn þetta |
Author: | Dogma [ Mon 05. Mar 2007 17:55 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: Dogma wrote: 50kall Hann er búinn að fá betra boð enn þetta okey ![]() |
Author: | srr [ Tue 06. Mar 2007 18:03 ] |
Post subject: | |
Var að láta skipta um olíu á vélinni, olíusíu og það var einnig athugað olíuna á gírkassanum. Sem reyndist vera í góðu lagi og var bætt bara örlítið á. |
Author: | gunnar [ Tue 06. Mar 2007 18:17 ] |
Post subject: | |
Sá þennan fák í dag og sá ekki betur en að hann liti bara nokkuð vel út. |
Author: | bmwgæi [ Wed 07. Mar 2007 21:09 ] |
Post subject: | e28 |
70kall? ![]() |
Author: | doddi1 [ Wed 07. Mar 2007 23:29 ] |
Post subject: | |
hvaða verðHUGMYND ertu með? |
Author: | srr [ Wed 07. Mar 2007 23:49 ] |
Post subject: | |
Sá fyrsti sem mætir með 100.000 kr fær bílinn. |
Author: | srr [ Wed 14. Mar 2007 18:40 ] |
Post subject: | |
SELDUR Óska nýjum eiganda til hamingju með bílinn. ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |