Djofullinn wrote:
Ok boddýið er ótrúlega heilt, drif og kassi í lagi, og vél gengur vel eftir að þú stilltir tímann.
Afhverju er þá eina vitið að rífa hann? Hvað er orðið lúið?
Þessi bíll er greinilega búinn að ganga á milli manna sem hafa ekki átt mikið af peningum til að gera við. Það er til dæmis búið að rífa stýrisdæluna úr bílnum, ekki veit ég af hverju. Hann er mjög sjúskaður að innan. Rúðurnar virka ekki, topplúgan virkar ekki það er búið að rífa rofann úr

það þarf að beintengja hann til að gangsetja hann, ætli svissinn hafi ekki bilað. Hurðaspjöldin eru eitthvað skemmd. Það vantar eitt og annað í vélarsalinn, eins og til dæmis viftutrektina á vatnskassann, hlífina á hvalbakinn yfir miðstöðvarmótorinn og sitthvað fleira.
Ég hef allavega ekki áhuga á að nota bílinn eins og hann er. Það myndi seint borga sig að laga allt sem er að honum svo það verði
ánægjulegt að keyra hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að nota hann þangað til ég afþýddi hann og sá hann í birtu

sjón er sögu ríkari.