Bíllinn er með M20B20 mótor,
hann er keyrður rúmlega 305.000 km,
sjálfskiptur,
topplúga (manual),
tauinnrétting úr öðrum nýlegri bíl með armpúðum og hita í sætum (á reyndar eftir að tengja hittann

),
rafmagn í rúðum frammí,
central sem virkar ekki að aftan,
rafmagn í speglum.
Þetta er helsti útbúnaður, það er ekki af neitt allt of miklu að taka
Ég er mikið búinn að endurnýja þennan bíl síðan ég keypti hann, m.a. hef ég:
Skipt um hedd, var sprungið þegar ég fékk hann, fékk notað hedd,
ný heddpakkning að sjálfsögðu undir það,
ný tímareim og pakkdósir,
nýr vatnskassi,
nýr vatnslás,
ný kerti,
nýir bremsudiskar að framan,
nýir demparar að aftan,
nýr ballansendi framan,
nýjar spyrnur framan(aftari),
nýr stýrisendi vm útvið hjól.
Bíllinn var hjólastilltur í haust,
ég lét skoða hann í október ef ég man rétt,
ég er alveg örugglega að gleyma einhverju...
Þetta er að sjálfsögðu gamall bíll og hann er í mjög góðu lagi leyfi ég mér að segja
fyrir utan að hann er þungur í gang þegar hann er kaldur, skiptingin skiptir sér ekki uppúr fyrsta gír rétt fyrstu metrana, kannski 2-3 mínútur þá er hún orðin eðlileg. Hann er ekki sá fallegasti að aftan, það er sprunga í stuðaranum og svo er spoilerkit á honum sem hefur fengið að kenna á því. Það er búið að sparsla í það og sá sem gerði hefir ekki verið sá vandvirkasti (það var ekki ég). Hann hefur samt alltaf skilað mér allt þangað sem ég hef ætlað
Myndir:
Verðmiðinn eru litlar 170.000.
Um að gera að bjóða, ég er mjög rólegur og er aldrei með ofbeldi
Samband í PM eða 6944336,
Björgvin