bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 00:08

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 03. Jan 2007 23:56 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 01. Jun 2006 13:41
Posts: 346
Location: RVK
Bíllinn er með M20B20 mótor,
hann er keyrður rúmlega 305.000 km,
sjálfskiptur,
topplúga (manual),
tauinnrétting úr öðrum nýlegri bíl með armpúðum og hita í sætum (á reyndar eftir að tengja hittann :? ),
rafmagn í rúðum frammí,
central sem virkar ekki að aftan,
rafmagn í speglum.
Þetta er helsti útbúnaður, það er ekki af neitt allt of miklu að taka :wink:

Ég er mikið búinn að endurnýja þennan bíl síðan ég keypti hann, m.a. hef ég:
Skipt um hedd, var sprungið þegar ég fékk hann, fékk notað hedd,
ný heddpakkning að sjálfsögðu undir það,
ný tímareim og pakkdósir,
nýr vatnskassi,
nýr vatnslás,
ný kerti,
nýir bremsudiskar að framan,
nýir demparar að aftan,
nýr ballansendi framan,
nýjar spyrnur framan(aftari),
nýr stýrisendi vm útvið hjól.

Bíllinn var hjólastilltur í haust,
ég lét skoða hann í október ef ég man rétt,
ég er alveg örugglega að gleyma einhverju... :hmm:

Þetta er að sjálfsögðu gamall bíll og hann er í mjög góðu lagi leyfi ég mér að segja fyrir utan að hann er þungur í gang þegar hann er kaldur, skiptingin skiptir sér ekki uppúr fyrsta gír rétt fyrstu metrana, kannski 2-3 mínútur þá er hún orðin eðlileg. Hann er ekki sá fallegasti að aftan, það er sprunga í stuðaranum og svo er spoilerkit á honum sem hefur fengið að kenna á því. Það er búið að sparsla í það og sá sem gerði hefir ekki verið sá vandvirkasti (það var ekki ég). Hann hefur samt alltaf skilað mér allt þangað sem ég hef ætlað 8)

Myndir:


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Verðmiðinn eru litlar 170.000.
Um að gera að bjóða, ég er mjög rólegur og er aldrei með ofbeldi :wink:

Samband í PM eða 6944336,
Björgvin

_________________
Bjöggi
BMW 318IA E46 Touring '01


Last edited by Bjöggi on Mon 08. Jan 2007 18:27, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 06. Jan 2007 09:21 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jan 2003 22:08
Posts: 1498
Location: Hrollkalda Ísland
Hann er bara sjæní og flottur hjá þér. Og svona vel skóaður fyrir átök komandi vetrar.

_________________
Elli M1 fan
E32 750I '91 >

Ísland Bezt í Heimi ! [á ekki við lengur]


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 06. Jan 2007 22:49 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 12. May 2005 12:34
Posts: 1064
Location: Selfoss/Hveró
Og þessar fínu 15" Ronal felgur .. bara alveg eins og mínar vetrar-blingers :)

_________________
BMW E34 525i Sedan 1991 *LSD*
BMW E36 320i Touring 1995 .. seldur
BMW E34 520i Touring 1994 .. seldur
BMW E36 320i 1997 Seldur .. í partamat í DK
BMW E39 525D Touring 2003 seldur ... snilldar tæki
BMW E34 525i 1992 seldur með mikilli eftirsjá


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 90 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group