| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ | |
| BMW E30 325iX Touring - Ultimate Winterbeater SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=19290 | Page 1 of 2 | 
| Author: | moog [ Mon 01. Jan 2007 15:30 ] | 
| Post subject: | BMW E30 325iX Touring - Ultimate Winterbeater SELDUR | 
| Jæja, er með þennan hörkuvetrarbíl til sölu. 325iX ´90 ekinn aðeins 141 þús. m20b25 170hö. mótor Læst drif (Viscous læsing) Topplúga Diamond schwartz metallic Check control Litla OBC Air bag ABS Lesljós í baksýnisspegli Kastarar Alpine CD spilari Það sem búið að er að gera fyrir bílinn eftir að hann komst í mínar hendur: *Skipt um tímareim. *Skipt um vatnslás. *Ný heilsársdekk. Bíllinn þarfnast smávægilegra lagfæringa fyrir skoðun en það er: *Bremsuklossar að aftan (logar rautt bremsuljós í mælaborði) *ABS skynjari (logar á ABS ljósi í mælaborði) *Air Bag ljós logar Þetta eru hlutir sem eru lítið mál fyrir laghentan mann. Hef sjálfur hvorki tíma né aðstöðu til þess að fara í þetta. Útlitslega séð er þessi bíll í góðu standi fyrir utan dæld á frambretti bílstjóramegin. Þar sem bíllinn þarfnast lagfæringar þá ætla ég að bjóða þennan bíl á fínu verði: 150 þús. stgr. Þessi bíll er búinn að reynast mér gífurlega vel og er minn daily driver. Virkilega skemmtilegur og þvílíkt sem þetta virkar í snjónum! Þeir sem hafa prufað þennan bíl geta eflaust vottað fyrir það.   Bíllinn var innfluttur frá Þýskalandi árið 1999. Nánari uppl. í síma 6699556 (Þorvaldur) eða PM. Kominn með myndir:     Mynd af innréttingu: (Sætin eru órifin)     Síðan mynd af dældinni á frambrettinu: (Sést líka í eina ryðið í bílnum en það er á bílstjórahurðinni og er einungis yfirborðsryð, reyndar smá ryð líka á afturhlera undir BMW merkinu sem ég tók eftir.)   | |
| Author: | moog [ Tue 02. Jan 2007 12:09 ] | 
| Post subject: | |
| Jæja, skellti inn nokkrum myndum af gripnum og bætti við aukaupplýsingum sem ég gleymdi þegar ég póstaði upphaflega. | |
| Author: | Alpina [ Tue 02. Jan 2007 12:42 ] | 
| Post subject: | |
| 150.000 bara í lagi | |
| Author: | Djofullinn [ Tue 02. Jan 2007 13:26 ] | 
| Post subject: | |
| Mjöööööööög gott verð | |
| Author: | ömmudriver [ Tue 02. Jan 2007 15:52 ] | 
| Post subject: | |
| Hmmmmmmm  *telja peninga* | |
| Author: | arnibjorn [ Tue 02. Jan 2007 15:53 ] | 
| Post subject: | |
| Shit hvað mig langar í þennan... væri alveg til í að keyra um á þessum þangað til að Mtech II yrði reddí.   | |
| Author: | moog [ Tue 02. Jan 2007 17:08 ] | 
| Post subject: | |
| Um að gera að bjalla bara og fá að skoða gripinn. Ég gleymdi að minnast á það að ég setti ITG síu frá B&L síðast þegar ég lét smyrja bílinn. Hörkuvetrarbíll hér á ferðinni   | |
| Author: | Tommi Camaro [ Tue 02. Jan 2007 23:22 ] | 
| Post subject: | |
| eyðir þetta ekki eins og búrhvelli | |
| Author: | srr [ Tue 02. Jan 2007 23:23 ] | 
| Post subject: | |
| Tommi Camaro wrote: eyðir þetta ekki eins og búrhvelli Segir sá sem er búinn að eiga M Roadster og Camaro undanfarið ár   | |
| Author: | Tommi Camaro [ Tue 02. Jan 2007 23:24 ] | 
| Post subject: | |
| srr wrote: Tommi Camaro wrote: eyðir þetta ekki eins og búrhvelli Segir sá sem er búinn að eiga M Roadster og Camaro undanfarið ár  sem eyða nátturlega ekki miklu | |
| Author: | freysi [ Wed 03. Jan 2007 00:14 ] | 
| Post subject: | |
| Tommi Camaro wrote: srr wrote: Tommi Camaro wrote: eyðir þetta ekki eins og búrhvelli Segir sá sem er búinn að eiga M Roadster og Camaro undanfarið ár  sem eyða nátturlega ekki miklu þeir nota það   | |
| Author: | Sezar [ Wed 03. Jan 2007 00:46 ] | 
| Post subject: | |
| M Roadsterinn eyðir alls ekki miklu, get vitnað um það   | |
| Author: | moog [ Wed 03. Jan 2007 12:26 ] | 
| Post subject: | |
| Tommi Camaro wrote: eyðir þetta ekki eins og búrhvelli Svo við förum aftur on-topic, þá hef ég mælt hann 3svar (reyndar ekki þegar versti snjórinn og frostið var núna í okt/nov, man ekki nákvæma dags.) þá var hann milli 14-15 lítrana. Allaveganna þá er ég ekki að henda þvílíku í bensín á mánuði miðað við minn gamla 325i E36 sem ég var að selja. Hann mældi ég að meðaltali milli 12-13 lítra. (ekki sparakstur) Svo finnst mér það alveg virði að setja smá meiri pening í bensín og njóta þess að fara framhjá bílum sem sitja fastir þegar smá snjór kemur.   Þannig mér finnst hann ekki eyða eins og búrhveli, meira svona eins og andarnefja. | |
| Author: | Bjarki [ Thu 04. Jan 2007 01:53 ] | 
| Post subject: | |
| Þetta er góður bíll og ekki skemmir verðið   | |
| Author: | moog [ Sat 06. Jan 2007 15:38 ] | 
| Post subject: | |
| Jæja, þá er þessi eðalfákur seldur. Vil nota tækifærið og óska nýjum eiganda til hamingju með þennan afbragðs vetrarbíl. Ekki hægt að segja annað að nýr eigandi sé heppinn með veður fyrir vetraræfingar   | |
| Page 1 of 2 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |