bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 325i E36 ´94 Coupe [SELDUR]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=18312
Page 1 of 2

Author:  moog [ Mon 06. Nov 2006 22:25 ]
Post subject:  BMW 325i E36 ´94 Coupe [SELDUR]

Jæja, þá þarf maður því miður að setja þennan frábæra bíl á sölu. Ástæðan er að maður er að verða faðir á nýju ári og þarf því fjölskylduvænni bíl.

Ég ss. flutti þennan bíl inn með aðstoð Skúra-Bjarka frá Þýskalandi fyrir rúmum 2 árum síðan, þá ekinn 159 þús. Hann er ekinn 181 þús. núna.

Helsti búnaður í honum er:

*2.5 lítra M50TU (með Vanos)
*K&N Cold air filter
*Leðruð sportsæti
*Hiti í sætum
*Topplúga
*Stóra borðtölvan
*A/C
*Tvívirk miðstöð
*Kenwood spilari með mp3/wma afspilun
*Kenwood hátalarar frammí og afturí (nýjir)
*Cruise Control
*ABS
*Samlitun frá verksmiðju
*Lækkaður 60/60 (gormar frá AP fahrwerk)
*17" ASA AR-1 felgur 8" að framan og 9" að aftan á nýlegum Avon dekkjum
*Angel Eyes ljós frá DEPO
*Shadow line nýru
*Kastarar
*LÆST drif

Bíllinn var að koma úr yfirhalningu og það sem var gert:

-Skipt um kúplingu
-Ný kerti
-Nýr kælivökvi
-Skipt um spindilkúlur að framan
-Gírkassi allur tekinn í gegn af starfsmanni B&L
-Skipt um olíu í læsta drifinu hjá B&L
-Nýjir bremsuklossar að framan og aftan.

Ekki bestu myndir en myndir engu að síður :)

Image

Image

Image

Image

Bíllinn er mjög vel með farinn og að mínu mati með þéttustu eintökum hér á landinu af E36 coupe bíl.

Leðrið í honum er virkilega gott og sér ekki á því.

Lakkið er gott. Liturinn er Madeirascwharz metallic.

Bíllinn virkar vel og mældist hann 197 hö. í Dyno bekk hjá Tækniþjónustu bifreiða (er með pappíra upp á það).

Þjónustubók fylgir bílnum.

Bíllinn er með ´07 skoðun (án athugasemdar).

Verð: 890 þús.

Sjón er sögu ríkari.

Áhugasamir geta haft samband í síma 6699556 (Þorvaldur) eða EP

Author:  Bjarki [ Mon 06. Nov 2006 22:32 ]
Post subject: 

Þessi bíll er virkilega flottur í í topplagi.
Endalaust búið að laga, bæta og breyta.
Læst drif í e36 er ekki algengt.
Þetta er bara the shit í e36 deildinni.

Þessi bíll fær toppeinkunn frá mér og Skúra-Bjarka gæðavottun 8)

Author:  Alpina [ Mon 06. Nov 2006 23:59 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:

Þessi bíll fær Skúra-Bjarka gæðavottun 8)


skrítið..... :whistle: :whistle:

en að þessu slepptu þá er þetta rétt hjá Bjarka..
án vafa eitt af bestu E36 6cyl eintökum landsins

Author:  GunzO [ Wed 08. Nov 2006 16:28 ]
Post subject: 

Össss þessi bíll er náttúrulega bara rosalegur !

fékk aðeins að taka í hann um daginn og var alvarlega að spá í að skila honum bara ekkert hehe.

Toppeintak sem er klárlega búið að hugsa vel um, og ekki skemmir fyrir að meistari bjarki er búinn að klappa honum :)

Þessi hlýtur að seljast fljótt.

Gangi þér vel með söluna kallinn

( þú ættir kannski að auglýsa eftir Toyota station HAHA)

Author:  arnibjorn [ Wed 08. Nov 2006 16:41 ]
Post subject: 

Ekkert smá flottur E36 8)

Ef ég væri ekki að fara kaupa 333i þá væri þetta klárlega sá bíll sem ég myndi kaupa í staðinn! Þ.e.a.s. ef að blæjan myndi seljast áður en þessi selst :lol:

Frítt bump fyrir flottan bíl.

Author:  Einsi320i [ Wed 08. Nov 2006 21:29 ]
Post subject:  nammi

geggjaður villtu ekki bara fá annan coupe :D í staðinn 320 sama árgerð og pening á milli :D

Author:  moog [ Wed 08. Nov 2006 21:59 ]
Post subject: 

GunzO wrote:
Össss þessi bíll er náttúrulega bara rosalegur !

fékk aðeins að taka í hann um daginn og var alvarlega að spá í að skila honum bara ekkert hehe.

Toppeintak sem er klárlega búið að hugsa vel um, og ekki skemmir fyrir að meistari bjarki er búinn að klappa honum :)

Þessi hlýtur að seljast fljótt.

Gangi þér vel með söluna kallinn

( þú ættir kannski að auglýsa eftir Toyota station HAHA)


Hehe, ég og toyota eigum ekki samleið, punktur. :D

Einsi320i wrote:
geggjaður villtu ekki bara fá annan coupe :D í staðinn 320 sama árgerð og pening á milli :D


Ég er alveg opinn fyrir að taka ódýrari upp í. Fer alveg eftir því hvernig bíll það er og hver milligjöfin yrði.

Gleymdi að bæta því inn að það er ekkert áhvílandi á þessum bíl og eins og kom fram þá er ég opinn fyrir uppítöku á ódýrari (helst þá BMW).

Author:  moog [ Sun 12. Nov 2006 16:36 ]
Post subject: 

TTT

Author:  íbbi_ [ Sun 12. Nov 2006 19:50 ]
Post subject: 

mig er farið að langa dáldið mikið í þennan

Author:  Alpina [ Mon 13. Nov 2006 07:37 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
mig er farið að langa dáldið mikið í þennan


Enda get ég fullyrt að um ,,eintak,, er að ræða sem er örugglega innann top 5 hér á landi

Author:  Steinark [ Mon 13. Nov 2006 22:44 ]
Post subject: 

Hef setið í þessum... án efa laglegasti 325 e36 inn á klakanum. Ótrúlegt að hann sé ekki farinn. TTT fyrir geðveikum bíl!

Author:  Alpina [ Tue 14. Nov 2006 00:00 ]
Post subject: 

Steinark wrote:
Hef setið í þessum... án efa laglegasti 325 e36 inn á klakanum. Ótrúlegt að hann sé ekki farinn. TTT fyrir geðveikum bíl!


þessi er einnig magnaður

Author:  moog [ Thu 16. Nov 2006 15:54 ]
Post subject: 

Upp fyrir góðum bíl.

Author:  moog [ Thu 23. Nov 2006 00:18 ]
Post subject: 

TTT

Author:  Angelic0- [ Thu 23. Nov 2006 13:36 ]
Post subject: 

flott framljós, hvar fékkstu þín ?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/