bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 325i 1988 >>480.000kr<<
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=17584
Page 1 of 2

Author:  siggir [ Tue 26. Sep 2006 22:45 ]
Post subject:  BMW E30 325i 1988 >>480.000kr<<

BMW E30 325i 1988
Ekinn 230.000km

Tvennra dyra

Litur: Delphin metallic

Bensín

148 Rwhp

Læst afturdrif (25% 1:3,91)

Beinskiptur

Breytingar:
Tölvukubbur
Lækkunargormar 40/40
Bilstein demparar
Z3 Short shifter

Innra rými:
Innréttingin er klædd með svörtu leðurlíki og sér lítið á henni
Recaro sportsæti
M-Tech II Stýri
M-Tech gírhnúður
Rafmagn í rúðum
Rafdrifin topplúga
Gardína í afturrúðu
Samlæsingar

Bíllinn er nýkominn úr sprautun þar sem öll hægri hliðin var sprautuð ásamt húddi, vinstra frambretti og aftursvuntu. Þá voru sílsarnir lagaðir til.

Dekk og felgur:
Pirelli P7 205/55R15 sumardekk. Framdekkin eiga nóg eftir en afturdekkin orðin nokkuð slitin. Mæli með þessum dekkjum; gripið er ótrúlega gott bæði í þurru og blautu. Þau eru á 15” BBS felgum.
Einhver nagladekk, 185/45R14. Tvö eiga eitthvað eftir en tvö eru alveg búin. 14” BBS felgur.

Coilovers merkt þessum bíl er á leiðinni í hús hjá GStuning og ég læt það fylgja með.

Ásett verð 480.000
Engin skipti

Frekari upplýsingar:
PM
MSN
GSM 8481930
Sigurður Rúnar

Author:  siggir [ Wed 27. Sep 2006 11:37 ]
Post subject: 

Image
Image
Image
það er búið að laga beygluna sem sést á þessari mynd.

Author:  Húni [ Wed 27. Sep 2006 12:31 ]
Post subject: 

ég á 150.000 ef þú vilt hann í staðinn fyrir bílinn

Author:  Djofullinn [ Wed 27. Sep 2006 12:33 ]
Post subject: 

Húni wrote:
ég á 150.000 ef þú vilt hann í staðinn fyrir bílinn
Held að þetta sé eitthvað nær 400 kalli ;)

Author:  siggik1 [ Wed 27. Sep 2006 15:29 ]
Post subject: 

hvernig er með ryð ? er þetta orginal 325 ? einhver skipti ?

Author:  HPH [ Wed 27. Sep 2006 15:37 ]
Post subject: 

siggik1 wrote:
hvernig er með ryð ? er þetta orginal 325 ? einhver skipti ?

þetta er ekki Orginal 325i heldur er body-ið af 318i sem búið er að svappa flest öllu ef ekki bara öllu 325i dótinu í eins og t.d. diskar að afta, check control(minnir mig), pústi, vél og kassa og mart fleira.
Þetta er Bíllinn sem Sveinbjörn (Alpina) flutti inn fyrir cirka 2árum svo kaupir Aronjarl hann og gerir hann ansi mikið fyrir hann eins og skipti um spyrnu fóðringar og fleira. ég held að ég sé að fara með rétt mál. þetta er annar mjög huggulegur bíll í alla staði og þó að hann sé ekki orginal 325i þá gefur hann þeim ekkert eftir.

Author:  siggir [ Wed 27. Sep 2006 16:18 ]
Post subject: 

Þetta er allt rétt hjá HPH, þetta er 318 bíll sem var breytt úti í Þýskalandi.

Þá var skipt um vél, kassa, drifskaft og sett læst drif. Svo var líka skipt um framströtta og settar diskabremsur að aftan. Það eina sem vantar upp á er að abs og check control eru ekki tengd og rafgeymirinn er fram í. Sveinbjörn flutti þennan bíl inn í nóvember 2004 og Aron Jarl eignaðist hann í febrúar 2005 minnir mig. Ég keypti bílinn svo í febrúar 2006.

Það er ekkert rið í honum, það var smá rið í öðru frambrettinu og í sílsunum en það var allt lagað núna nýlega.

Þetta er virkilega sprækur bíll, þéttur og góður í akstri.

Engin skipti.

Author:  siggir [ Wed 27. Sep 2006 17:11 ]
Post subject: 

Gott að hafa eina að innan. Þessi er reyndar frá Aroni en þetta hefur ekkert breyst ;)

Image

Author:  jens [ Wed 27. Sep 2006 18:32 ]
Post subject: 

Sá þennan bíl hjá Aroni Jarl og þetta er þéttur bíll og með mjög heila innréttingu.

Author:  finnbogi [ Fri 29. Sep 2006 00:13 ]
Post subject: 

já mig minnir líka að aron hafi sagt mér að sætin sem eru í honum núna hafi
verið ný búið að taka þau í gegn frá a-ö , sem sagt ekki bara áklæði heldur
allt inní þeim og nýjir gormar og allur pakkinn

virka þau ekki bara eins og ný þegar þú ert að stlilla þau til og gera?

Author:  Einarsss [ Fri 29. Sep 2006 09:22 ]
Post subject: 

Jens ætti að geta svarað því... þar sem þetta er gamla innréttingin hans ;)

Author:  siggir [ Fri 29. Sep 2006 14:58 ]
Post subject: 

Vegna smá klúðurs hjá mér, tb og póstinum koma varahlutirnir ekki fyrr en á mánudaginn þannig að þeir sem ætluðu að skoða verða bara að bíða aðeins lengur. Planið er að skrúfa dótið í á mánudaginn og renna svo í bæinn á þriðjudag.

Author:  siggir [ Fri 06. Oct 2006 10:01 ]
Post subject: 

Bíllinn er kominn í lag, menn geta farið að koma og skoða ;)

Ég verð í bænum í dag, síminn er opinn.

Author:  hjaltib [ Sun 08. Oct 2006 13:52 ]
Post subject: 

verð í pm.

Author:  aronjarl [ Tue 10. Oct 2006 23:37 ]
Post subject: 

Ef einhver nennir að grafa eftir auglysingunni sem ég gerði þegar ég var ða selja bílinn, þá er þar langur listi og upplýsingar um bílinn,
Ég tók t.d. gólfið í honum í gegn sauð og þétti allt nýjir liðir í drifskafti nýleg upphengja og púði milli skafts og kassa nýjar subframe fóðringar að aftan og spyrnufóðringar. Ég tók 15.2 uppá mílu á þessum og veit ég ekki um neinn stock 325i sem hefur slegið þetta hér. Læsta drifið er geggjað virkar ótrúlega vel.! Bara skemmtilegt leiktæki..!

dyno mældi hann uppí borgo þegar ég var nýbúinn að fá hann skilaði 148hö útí hjól sem er bara góð tala..!

Þeir sem hafa áhuga á svona bílum og vilja getað farið á hlið í beygjum ertu kominn með lausn á því þar sem þú færð mikið fyrir peninginn..!

Svo er einhver JMK tölvukubbur í honum gefur auka bensín og flýtir örlítið kveikjunni..!



kveðja...

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/