Til sölu ‘88 E30 318I M40
Bíllinn hefur verið frúarbíllinn á heimilinu núna í rúmlega hálft ár en þar sem við erum að flytja norður þá fengum við okkur jeppa sem verður hér eftir nýi frúarbillinn
Hann er ekki ekinn nema
145 þús og hefur staðið sig vel hjá okkur. Fórum tildæmis á honum norður fyrir ekki löngu og það var fínn og mjög eyðslugrannur rúntur.
Bíllinn var áður í eigu GunnaGS og hann hugsaði vel um bílinn, einsog tildæmis er í honum Coilover fjöðrunarkerfi sem þrusuvirkar og þessi bill alveg svínliggur og alveg ótrúlegt hvað M40 vinnur vel í þessum bíl (prófið það bara sjálfir ef þið trúið ekki

)
Hann er svosem ekkert stórkostlega vel búinn en hann er með nýlegum cd, 16” mjög góðum sumardekkjum á nýlega máluðum álfelgum og 14” vetrardekkjum á stáli, Kastarar og dökk afturljós.
Bíllinn er skoðaður 07
Það sem ég hef gert fyrir hann síðustu mánuði er að skipta um drifið sett í hann lítið ekið drif úr 316, búið að skipta um hjólalegu að framan og setja í hann nýjann cd. Svo er hann nýlega smurður.
Þetta er frábær vetrarbíll sem auðvelt og ódýrt er að reka og konan var að fara með einn tank á mánuði í bensín samt var hann notaður daglega í og úr vinnu og í búðarferðir og mér þykir það nokkuð gott fyrir rúmlega 100 hestafla 4 dyra bíl . Hann er aftur á móti minna fyrir augað þar sem yfirborðsrið er farið að gera vart við sig.. ekkert sem er til vandræða en heldur ekkert fallegt.
Höfuð verðið bara þúsundkall á Km
145.000 kr
En áður en ég sel hann verð ég að gera við bremsurnar í bílnum því það er leki í bremsuröri.. verð hugrakkur eftir helgi og læðist með hann á verkstæði
Svo að lokum nokkrar myndir, Lystarnir sem vantar þarna að framan verða komnir á hann fyrir sölu
