bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 318i, 03/91, 250 þús.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=17319
Page 1 of 2

Author:  _Halli_ [ Mon 11. Sep 2006 23:07 ]
Post subject:  E36 318i, 03/91, 250 þús.

Til sölu

BMW E36 318i, framleiddur 14.01.1991, nýskráður 22.03.1991
Fluttur inn nýr af umboði.

Image
Image

Litur: Brilliantrot
Ekinn 213.000 and has never been better!

Fyrri eigendur: Maður fæddur 1941 og síðan Bjarki hér á spjallinu sem keyrði bílinn nánast ekkert en endurnýjaði hann mikið.

Viðhald sem bíllinn hefur þurft eða fengið upp á síðkastið:

- Bremsur teknar í gegn fyrir 60.000 (fyrir 2005, Bjarki kannski með nákv. dagsetningu)
- Ný kúpling (2005)
- Nýr knastás (2005)
- Ný tímareim(2005)
- Ný spindilkúla hm/framan (2005)
- Ný hjólalega vm/aftan (2006)
- Gert við allt ryð í botni (sem var mjög lítið) (06/2006)
- Nýr vatnslás (07/2006)
- Skipt um miðstöðvarmótor (07/2006)
- Skipt um segulrofa fyrir miðstöð (07/2006)
- Skipt um rúðuþurrkumekkanisma (07/2006)
- Nýir bremsuklossar (08/2006)

4 mánaða heilsársdekk að framan, 12 mánaða heilsársdekk að aftan

Búnaður:

- Rafmagn í rúðum að framan
- Rafdrifin topplúga
- Armpúði að aftan
- Skíðapoki
- Rauð stefnuljós að aftan
- Hvít stefnuljós að framan
- Dökk stefnuljós á hliðum
- Nýjar númeraplötur og rammar
- Ekkert 318i merki
- Þokuljós (kastarar) að framan
- Upphitaðir rúðupissstútar
- Rafdrifnir og upphitaðir speglar
- Intensive cleaning system fyrir framrúðu
- Lesljós
- Ljós í sólskyggnum
- Samlæsingar
- Hauspúðar að aftan
- Nýjir Sony Xplod 120w, 2-way hátalarar að framan

Það eina sem bíllinn hefur fengið endurskoðun út á frá upphafi er

- Virkni stöðuhemils
- Spindlar
- Öryggisbelti
- Flauta
... þetta hefur auðvitað allt verið lagað!


Verð: 250.000 eða tilboð
Skipti möguleg á ódýrari

Nánari upplýsingar í 825-2142, hér eða PM



Reyni að finna tíma til að taka bílinn í photoshoot á næstunni.

Author:  Viggóhelgi [ Mon 11. Sep 2006 23:26 ]
Post subject: 

Topp græja og ekki má gleyma rosalega vel með farinn

Beint á topinn fyrir fallegun bíl

Sjón er sögu ríkari

Author:  kd [ Tue 12. Sep 2006 02:09 ]
Post subject:  e36 318

Þessi bíll er í virkilega góðu standi, það veit ég sjálfur því hann Halli minn hefur lítið annað gert frá því að hann eignaðist þennan bíl, en að dúttla í honum.

Alltaf finnur hann eitthvað til að dúttla í, þó nánast ekkert sé hægt að dúttla meira. ;)

Mæli með þvi að fólk sem er að leita sér af samskonar bíl, skoði þennan hjá kappanum. lítur mjög vel út.

tveir þumlar upp

Author:  stebbiii [ Tue 12. Sep 2006 12:24 ]
Post subject: 

glæsilegur bíll ætla gera tilboð 180 þús staðgreitt
:)

Author:  _Halli_ [ Tue 12. Sep 2006 21:15 ]
Post subject: 

- Með bílnum fylgir Pyle CD/MP3/USB spilari m/4x50w magnara
- Dökkar rúður að aftan
- Hljóðeinandi mottur í botni og afturbekk

Author:  urmull [ Wed 13. Sep 2006 10:05 ]
Post subject:  jamm

Hvernig er inréttingin í bíllnum. og hvað er hann mörg hestöfl :twisted:

Author:  ValliFudd [ Wed 13. Sep 2006 15:35 ]
Post subject:  Re: jamm

urmull wrote:
Hvernig er inréttingin í bíllnum. og hvað er hann mörg hestöfl :twisted:
Myndi skjóta á pluss og 113 hö? :)

Author:  moog [ Wed 13. Sep 2006 15:56 ]
Post subject: 

Svört tau innrétting og 113 hö er rétt svar. :)

Author:  _Halli_ [ Wed 13. Sep 2006 17:42 ]
Post subject: 

moog wrote:
Svört tau innrétting og 113 hö er rétt svar. :)


Rétt, inréttingin og sætin eru svört og algjörlega órifin og í topp standi!

113 hestöfl er rétt, en 112,6 er enn réttara!

Nýjar myndir verða vonandi komnar inn af bæði innréttingu og bílnum í nótt!

Author:  urmull [ Thu 14. Sep 2006 13:31 ]
Post subject:  haha

Hvað gengur eithvað illa með þessar myndir eða hvað. :?:

Author:  Birtha [ Mon 18. Sep 2006 17:46 ]
Post subject: 

Enþá til sölu?

Author:  Viggóhelgi [ Mon 18. Sep 2006 21:18 ]
Post subject: 

ennþá til sölu.
kaupa kaupa

Author:  Þórður Helgason [ Wed 04. Oct 2006 00:06 ]
Post subject: 

Er hann óseldur ennþá? Beinskiptur?

Ég á þennan fína Econoline handa þér... eða bara pening....

Þórður H.

Author:  Þórður Helgason [ Thu 05. Oct 2006 13:25 ]
Post subject:  ?

Halló. einhver heima.....

Er hann seldur....

kv ÞH

Author:  Jss [ Thu 05. Oct 2006 14:11 ]
Post subject:  Re: ?

Þórður Helgason wrote:
Halló. einhver heima.....

Er hann seldur....

kv ÞH


Ábyggilega fljótlegra að hringja bara í hann. ;)

_Halli_ wrote:
Nánari upplýsingar í 825-2142, hér eða PM

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/