bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SELDUR - BMW 316i e36 9.93 Limosine
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=16790
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Thu 10. Aug 2006 08:55 ]
Post subject:  SELDUR - BMW 316i e36 9.93 Limosine

Image
Bíllinn er ekinn 175þús (45þús á mæli en B&L skiptu um mælaborð í 130þkm). Nýskoðaður '07 án ath, nýjir demparar að aftan, nýjir klossar að framan. Í bílnum eru kældir diskar og stærri dælur úr 325i. Mjög lítið slitin Nankang heilsársdekk. Hvít stefnuljós að framan og á hliðum og svo þessi umdeildu afturljós. Face lift framendi og nýru, filmaðar rúður afturí. Bíllinn er allur samlitaður, sennilega í tveimur hlutum því stuðararnir eru vel sprautaðir en e-ð hefur misfarist þegar hliðarlistarnir, sílsarnir og bökin á speglunum voru samlituð, þetta sést aðeins á myndunum. Ég setti snúningshraðamæli í bílinn og rafmagn í rúður framí, samlæsingar voru í bílnum. Bíllinn er allur mjög hreinn og snyrtilegur bæði að innan sem og utan, mjög gott e36 boddy. Innréttingin er mjög snyrtileg og algjörlega órifin, orginal svartar gúmmímottur. Fínt að keyra þetta en hér er ekki nein spyrnugræja á ferðinni. Gamall geislaspilari sem virkar vel, orginal hátalarar framí en 150w peak power mid range hátalarar afturí, fínt sound í þessu.
Gormarnir í bílnum eru ekki góðir að öðru leiti er bíllinn í tæknilega góðu standi, nýsmurður.


Verð 230þús stgr.
Uppl.: hér / EP / 895 7866
Image
Image
Image

Author:  Ásgeir [ Fri 11. Aug 2006 19:35 ]
Post subject: 

Viltu M.Benz 280se og 100.000 á milli?

Author:  BEA [ Sun 13. Aug 2006 04:04 ]
Post subject: 

Ég væri ekkert á móti því að eiga þennan bíl ef þessi afturljós væri tekinn og sett orginal ljós. En annars er ég ekki að leita mér að bíl eins og er.

Author:  Bjarki [ Mon 14. Aug 2006 01:05 ]
Post subject: 

BEA wrote:
Ég væri ekkert á móti því að eiga þennan bíl ef þessi afturljós væri tekinn og sett orginal ljós. En annars er ég ekki að leita mér að bíl eins og er.


Já maður hefur séð fallegri ljós en þessi. Það væri flottast að fá á hann hvít ljós að aftan, þ.e. ljós með hvítum stefnuljósum. Fram- og hliðarstefnuljósin eru hvít.
Smekkur manna er misjafn, þessi ljós sem eru á bílnum eru þó ekki minn stíll.

Author:  Karlsson [ Thu 17. Aug 2006 11:00 ]
Post subject: 

Var það eitthver Bmwkraftsmaður sem keypti hann :)?

Author:  Bjarki [ Thu 17. Aug 2006 18:05 ]
Post subject: 

Karlsson wrote:
Var það eitthver Bmwkraftsmaður sem keypti hann :)?


nope

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/