bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 735i e23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=16627
Page 1 of 1

Author:  Jonni s [ Thu 27. Jul 2006 21:13 ]
Post subject:  BMW 735i e23

Jæja ég ætla svona að kanna áhuga manna hérna.

Er að spá í að selja projectið mitt ef einhver hefur áhuga.

Þetta er eins og glöggir sjá e23 735i
Image

Hann er reyndar á kafi í dóti sem er að mestu leiti varahlutir úr honum og öðrum eins sem var rifinn.
Image

Sumt af þessu dóti var keypt nýtt og eins og ég sagði þá er nánast tvennt af öllu.

Image

Bíllinn stendur vélarlaus en ég er með vélina annarstaðar.
Image

Það er svört leðurinnrétting sem er þrátt fyrir smá ryk alveg strá heil.

Image

Leðursætin eru alveg hlægilega fín miðað við 25 ára aldur.

Image
Gleymdi að snúa henni :oops:

Ég set 80 kall á þetta til að byrja með og er opinn fyrir allskonar skiptum, svo lengi sem ég þarf ekki að borga.

Bílgræjur, felgur undir e39, bara name it. :D

Þetta er nánast bara púsluspil því að það fylgja allir hlutir með þessu nema þá annað frambrettið sem er illa farið af ryði.

Áhugasamir sendið mér Pm.

Kv Jonni

Author:  elli [ Sun 30. Jul 2006 19:29 ]
Post subject: 

Djövullinn sjálfur. Er búinn að vera að bíða eftir svona tilboði lengi. Og þá er enginn peningur né tími.
Það er algj. möst að þetta dæmi verði klárað.

Author:  sh4rk [ Sun 30. Jul 2006 20:04 ]
Post subject: 

Maður verður að kikja á þetta þetta er áhuga vert

Author:  Bjöggi [ Wed 02. Aug 2006 10:12 ]
Post subject: 

ég trúi því nú varla að það sé ekki meiri áhugi á þessum mola en þessi !!
bara ef ég gæti nú bætt við mig einum :( eins og sagt er þetta er bara
pússluspil, mjööög skemmtilegt pússluspil.

Author:  Jonni s [ Wed 02. Aug 2006 21:41 ]
Post subject: 

Það áttar sig einhver fyrir rest :) Það eru engar ýkjur að fyrir mann með góða aðstöðu, verkfærasett og blauta tusku gæti þetta orðið mjööög gaman.

Author:  srr [ Wed 02. Aug 2006 23:30 ]
Post subject: 

Jonni s wrote:
Það áttar sig einhver fyrir rest :) Það eru engar ýkjur að fyrir mann með góða aðstöðu, verkfærasett og blauta tusku gæti þetta orðið mjööög gaman.

Ekki gleyma bjórnum :lol:

Author:  Jonni s [ Thu 03. Aug 2006 00:11 ]
Post subject: 

Ah shit bjórinn auðvitað...

Author:  elli [ Thu 03. Aug 2006 10:46 ]
Post subject: 

Er ekki hægt að díla við þig Jonni s um að frysta þetta í nokkra mánuði. Það þarf að klára einn E32. Ég get ekki hugsað mér að fá þetta ekki.

E23 voru bílarnir sem fengu mig til að sjá að BMW er málið (þá bara 5 eða 6 ára).
Ég er búinn að bíða svo lengi eftir svona E23

kv.
Einn að láta sig dreyma.

Author:  Kristján Einar [ Thu 03. Aug 2006 11:02 ]
Post subject: 

fylgir skóflan með?

sorry slappur brandari :oops:

Author:  Jonni s [ Thu 03. Aug 2006 12:25 ]
Post subject: 

Þetta er í frosti þangað til einhver kemur og kaupir þetta. :D

Og já við getum eflaust fundið einhverja lausn á þessu með skófluna, spurning um að láta hana fylgja með.

Author:  Jonni s [ Mon 14. Aug 2006 00:03 ]
Post subject: 

Ég ætla að láta það eftir mér að halda þessari auglýsingaherferð aðeins á lofti. :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/