bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Til Sölu BMW 320i https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=1657 |
Page 1 of 2 |
Author: | Bjarki [ Sat 07. Jun 2003 17:00 ] |
Post subject: | Til Sölu BMW 320i |
Til sölu er þessi glæsilegi bíll: ![]() Hann er skráður 09.93 og ekinn núna tæpa 147þ km., beinskiptur, skoðaður '04 án athugasemda, ný dekk að framan ca 70% prófíll að aftan 17" dekk, ný smurður og nýjar spindilkúlur að framan beggja vegna. BMW specialisten skiptu um öðru megin en TB settu hina í, ég skrúfaði "control arminn" úr sjálfur. Einnig nýr rafgeymir. Bíllinn var að koma frá Þýskalandi og lakkið er því mjög gott. Ekki tjónabíll. Tveir eigendur úti 29 ára og 30 ára þegar þeir eignuðust hann og bíllinn var staðsettur í miðju landinu langt frá sjó og einnig mjög langt frá Ölpunum þannig að hann þekkir ekki salt. Bíllinn var afgreiddur frá BMW með eftirfarandi aukabúnaði: Sportstýri Topplúgu Rafmagni í rúðum að framan Sportsætum fyrir bílstjóra og farþega í framsæti Hæðarstillingu á framljósum Kösturum (þokuljósum) Hitamæli og stafrænni klukku (lítil BoardComputer) Inniljósapakka HiFi hátalarakerfi M Sportfahrwerk Sérvalinn litur (Macaoblau-metallic) og samlitaður frá verksmiðju Sérvalinn litur í loftið í dökkgráu Þetta er toppbíll í mjög góðu standi hann steinliggur á 17" felgunum og er alltaf sprækur en eyðir ekki of miklu. Undir 9 utanbæjar en 11-12 innanbæjar eftir því hversu menn eru þungir á fótinn eflaust hægt að koma honum í 13. Allt sem við kemur kraminu er orginal þ.e. engar breytingar en útlitslega er búið að setja á hann dökkgrá stefnuljós að framan og á hliðarnar einnig eru samlitar augabrýr á honum. 225/45ZR17 að framan en 235/45ZR17 að aftan. Ásett verð er 860þús að sjálfsögðu eins og hann með 17" felgunum! Upplýsingar hjá mér í S: 895 7866 eða í gegnum einkapóst. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Bíllinn er einnig auglýstur í DV í dag 7. júní |
Author: | bebecar [ Sun 08. Jun 2003 09:34 ] |
Post subject: | |
Mjög glæsilegur bíll - 320 virðist vera mjög góð málamiðlun í afli og sparneytni. Er eitthvað áhvílandi á svona gömlum bíl? |
Author: | Raggi M5 [ Sun 08. Jun 2003 12:05 ] |
Post subject: | |
djöfulli nettur bíll, lýtur allavega vel út á myndunum að sjá. EEEENNNN mætti vera stærri vél ![]() |
Author: | Logi [ Sun 08. Jun 2003 13:18 ] |
Post subject: | |
Þetta finnst mér vera mjög smekklegur bíll. Hann hlýtur að seljast! |
Author: | toxi [ Sun 08. Jun 2003 20:08 ] |
Post subject: | |
andskotinn ![]() Bara ef ég ætti 260þús í viðbót !!! |
Author: | Bjarki [ Sun 08. Jun 2003 21:15 ] |
Post subject: | |
Það er ekkert áhvílandi á honum. Það eru frekar margir búnir að hringja í mig. Held að það sé aldrei neitt voðalega erfitt að selja góða BMW'a hef a.m.k. aldrei lent í neinu veseni með það. toxi þú ferð bara með bros á vör í bankann á þriðjudaginn og kemur svo í heimsókn til mín ![]() |
Author: | toxi [ Sun 08. Jun 2003 22:38 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Það er ekkert áhvílandi á honum. Það eru frekar margir búnir að hringja í mig. Held að það sé aldrei neitt voðalega erfitt að selja góða BMW'a hef a.m.k. aldrei lent í neinu veseni með það.
toxi þú ferð bara með bros á vör í bankann á þriðjudaginn og kemur svo í heimsókn til mín ![]() Það er nefnilega málið, er að fara í bankann á þriðjudag, til að ná í 600þús ![]() |
Author: | Haffi [ Mon 09. Jun 2003 18:35 ] |
Post subject: | |
LOL kemur ég skal lána þér 230k ef þú kemur hingað til pabba og passar TARZAN!! Djöfull er ég ekki hunda manneskja! |
Author: | toxi [ Tue 10. Jun 2003 14:48 ] |
Post subject: | |
Haffi wrote: LOL kemur ég skal lána þér 230k ef þú kemur hingað til pabba og passar TARZAN!! Djöfull er ég ekki hunda manneskja!
Þú ert ekki einn um að hata þennann ofvirka hunda er ég kýs að kalla SNATAN! |
Author: | Haffi [ Tue 10. Jun 2003 21:20 ] |
Post subject: | |
LOL ég er hræddur um að pabbi bitch slapi þig þegar hann kemur heim ![]() |
Author: | hlynurst [ Wed 11. Jun 2003 09:57 ] |
Post subject: | |
Hvað er sett á þennan bíl? |
Author: | Gunni [ Wed 11. Jun 2003 10:20 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Hvað er sett á þennan bíl?
840 þús minnir mig (gæti verið 860þús líka) |
Author: | Bjarki [ Wed 11. Jun 2003 18:15 ] |
Post subject: | |
860þús það stendur þarna í textanum |
Author: | Gunni [ Wed 11. Jun 2003 19:05 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: 860þús það stendur þarna í textanum
hehe ég er svo blindur að ég sá það ekki ![]() |
Author: | SkuliSteinn [ Mon 30. Jun 2003 15:18 ] |
Post subject: | |
Ég var nú búinn að ákveða að fá mér jeppa en þessi fékk mig til að skoða málið aðeins betur...... |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |