bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Til sölu... aftur! 528i 1986 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=1650 |
Page 1 of 4 |
Author: | saemi [ Thu 05. Jun 2003 23:39 ] |
Post subject: | Til sölu... aftur! 528i 1986 |
Sá sem keypti bílinn (og borgaði inn á hann) hætti við. Hann pakkaði saman og ég (af því að ég er svo næs gæi) sagði bara allt í lagi. His loss is your gain! BMW 528i 1986. Þessi bíll var upphaflega 520ia, en var breytt í Maí 2003 í 528i. Ekinn um 180.000 km. Bíllinn er Grænsanseraður (Achatgrun) og lakkið er gott á honum. Hann hefur greinilega verið heilsprautaður einhverntíman fyrir ekki svo löngu, sennilega framtjón þar sem húddið er nýlegt. Ekkert stórt samt. Dökkgræn innrétting sem lítur mjög vel út. Leðursæti. Hvergi rifið úr sætum og innréttingin er mjög fín. Aksturstalva Sport stýri (leður í toppstandi) Dráttarkúla Krómbogar (ef þú vilt) Þokuljós. Litað gler (brúnt) Samlæsingar Vökvastýri (að sjálfsögðu) 8x álfelgur með dekkjum Diskabremsur að aftan Nýr Jensen CD spilari (ef bíllinn selst bráðlega og ég verð ekki búinn að setja hann í annan bíl) 4 gíra sjálfskipting Vélin er M30 2.8L, 184hö með L-jetronic innspýtingu. Ég tók þessa vél sjálfur upp fyrir u.þ.b. 30.000km síðan (1999). Skipti um stimpilhringi, sveifaráslegur, og stangarlegur. Heddið var tekið upp hjá Vélalandi. Allt varðandi rafkerfið var tekið í gegn (spíssarnir mældir, kaldræsibúnaðurinn yfirfarin, kveikjan yfirhöluð ofl). Allar hosur endurnýjaðar (BMW) í kæli- og vacuumbúnaði. Það er allt endurnýjað í bremsubúnaði og fjöðrun að aftan í bílnum, nýir handbremsubarkar, handbremsuborðar, hlífar að innanverðu sem bremsuborðarnir festast á, bremsudælur uppteknar (ný gúmmí og málaðar), nýjir gúmmípúðar í upphengju afturöxuls. Bremsur að framan eru í fínu standi. Pústið er í lagi, afturhluti mjög góður, fremsti kútur er verstur ásamt öðru rörinu úr pústgreininni. Það á eftir allavega 2 ár eða svo (kostar nýtt kannski 20.000 kall). Tvöfalt kerfi alveg afturúr. Ég skipti um innra bretti í bílnum (sauð nýtt í) þar sem það var eiginlega eini staðurinn sem ryð var í bílnum. Undirvagninn er góður og bremsu- bensínrör í fínu lagi. Framendinn fyrir neðan húdd er nýsprautaður, ásamt báðum frambrettum og framhurð v/m. Einnig er búið að laga örfáa ryðbletti sem voru á boddíinu. Bíllinn er nýskoðaður (29.05.03), með tveim athugasemdum. Það sem fannst að var brotið gler í þokuljósum, ásamt gúmmíi sem er rifið á einum stýrisenda. Bíllinn er samt með fulla skoðun, ekki endurskoðun. Bíllinn er í RVK fyrir þá sem vilja skoða. Fyrir þennan vagn ætla ég að fá 170.000.- STGR Sæmi 699 2268 smu@islandia.is ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Benzari(o: [ Fri 06. Jun 2003 00:33 ] |
Post subject: | |
oooooo, bara ef hann væri með topplúgu og öðrum lit á innréttingu ![]() |
Author: | bjahja [ Fri 06. Jun 2003 00:41 ] |
Post subject: | |
Benzari(o: wrote: oooooo, bara ef hann væri með topplúgu og öðrum lit á innréttingu
![]() Velurðu bíl eftir því? Svo lengi sem bílinn er í góðu ástandi, þá er mér nokk sama hvort hann væri með lúgu og líka sama um innréttingu (eins og sést ![]() |
Author: | Benzari(o: [ Fri 06. Jun 2003 00:51 ] |
Post subject: | |
Litur skiptir nú einna mestu hjá mér, en já eftir að ég eignaðist topplúgu lúxus ![]() |
Author: | Benzari(o: [ Fri 06. Jun 2003 00:53 ] |
Post subject: | |
EKKI!!!!!!!!!!!! Birt með leyfi Hauks Haukssonar Ekkifrétta manns. |
Author: | BirgirS [ Fri 06. Jun 2003 01:03 ] |
Post subject: | |
Úff, ég ætla að koma að skoða á morgun! Ég hef samband! kv. Birgir |
Author: | saemi [ Fri 06. Jun 2003 01:25 ] |
Post subject: | |
Jámmz. Ég verð ekki við frá 14:00 á föstudag 06.06 og fram á hádegi á sunnudegi 08.06. Verð svo heldur ekki heima frá 14:00 þann 10.06 til hádegis 12.06. En þess á milli er guðvelkomið að koma og skoða gripinn. Sæmi |
Author: | Guest [ Fri 06. Jun 2003 09:47 ] |
Post subject: | |
Ok, þá hef ég bara samband á sunnudaginn. Kemst ekki úr vinnu fyrr en um klukkan 17 í dag. |
Author: | Guest [ Fri 06. Jun 2003 09:51 ] |
Post subject: | |
Verður hann úti meðan þú ert í burtu ? Langar að renna fram hjá honum. Ef svo er, hvar ? |
Author: | saemi [ Fri 06. Jun 2003 11:12 ] |
Post subject: | |
Hann er við MS planið, Ferjuvogi. Sæmi |
Author: | BirgirS [ Fri 06. Jun 2003 12:00 ] |
Post subject: | |
Frábært! (Gleymdi að logga mig inn, ég er Gesturinn í 8. og 9. innleggi!) |
Author: | Óðinn [ Fri 06. Jun 2003 12:51 ] |
Post subject: | |
Ein spurning Sæmi afhverju er hann bara með fender trim að aftan en ekki að framan, bara svona að pæla... |
Author: | saemi [ Fri 06. Jun 2003 13:40 ] |
Post subject: | |
Athugull... Það er vegna þess að ég sprautaði frambrettin og vildi ekki setja krómbogana á þau aftur, þar sem ég veit ekki hvað væntanlegur kaupandi vill gera. Hvort hann vill setja þau aftur á, eða taka þessi að aftan af! En bogarnir fylgja að sjálfsögðu með og það tekur 20 mín að setja þá á aftur. Sæmi |
Author: | McHanic [ Fri 06. Jun 2003 14:27 ] |
Post subject: | |
Væri hægt að borga hann á tveimur mánuðum? Þeas 85+85. Og hvað er hann að eyða á 100? |
Author: | saemi [ Fri 06. Jun 2003 14:44 ] |
Post subject: | |
Það er mögulegt. Hann eyðir alveg slatta ![]() Hann á að eyða eitthvað svona 12-14 innanbæjar. Sæmi |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |