bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 750iL
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=16317
Page 1 of 1

Author:  force` [ Sun 09. Jul 2006 00:37 ]
Post subject:  BMW 750iL

Árgerð 1991
Týpa e32
Litur diamant schwartz metallic (Fyrir þá sem skilja það ekki þá er hann demantssvartur, ss svartsanseraður)
Vél 5 lítra 12 cylindra 301,2 hestöfl
Drif afturdrifið
Sjálfskiptur

Svart buffaloleður sem sést ekki á
Filmur
Lakk ágætt, dæld á afturbretti, lakk verst á toppi, lítið ryð
Þarf að rétta og mála húdd, áætlaður kostnaður um 20-25þús kr (brotnaði viftuspaði og þeyttist uppí húddið)
Ljótar orginal bmw felgur á slöppum dekkjum
Smurbók frá upphafi og þjónustubók
Innfluttur 1999 þá ekinn um 315 þúsund km
Ekinn í dag 330 þús km
Vél skipting og annað kram í góðu lagi

Verð: Tilboð. Veit það er hörmulegt að bjóða í bíla sem engin verðhugmynd er á, en skjótið bara einhverju. Hef ekki hugmynd sjálf hvað ég vil fyrir hann.

Ofsalega þéttur bíll
Ný vatnsdæla, kerti, og bremsudiskar og klossar.
Vatnsdælan fór vegna brotins viftuspaða sem að hristi hana í sundur, það sauð aldrei á bílnum og as far as i know þá er þessi vél í toppstandi enda gefur ekkert annað þess til kynna.
Mikið yfirfarinn
Skoðaður 07 ÁN ATHUGASEMDA.


Image
Dæmi um hvernig lakkið á honum er

Image
Leðrið er gróft, en sést ekki á því, enda með eindæmum hvað þetta er vel með farinn bíll.

Image
Mynd framaná hann, hann er eins og stendur krómlaus, þeas búið að gera allt króm svart, en ef að fólk vill heldur hafa hann krómaðann þá er lítil vinna að króma hann aftur og kostnaðarlaus. Hér sést hvernig hann er dældaður á húddi, ekkert agalega slæmt en ljótt samt sem áður.

Image
Skítugur á þessari mynd, en það er búið að sverta afturljós og filma, auk þess að merkja hann uppá nýtt á bossann, 750iL og v12.

Image
Mjög fallegur að innan, eins og hálfsést á þessari úrfókus mynd. Einn af fáum bílum sem ég veit um sem eru enn með orginal motturnar og mottufestingarnar allar til staðar. Bíllinn var alveg orginal þegar ég fékk hann, með orginal tækinu, símanum og öllu, síminn er til, og fylgir með að sjálfsögðu.

Jæja.. ég held ég geti ekki sagt meir í bili.

Hafið samband í s. 8446717
er sama og ekkert við tölvu þessa dagana, þannig að þið megið gjarna halda þessu uppi og sleppa öllum spurningum og etv skítkasti hérna þarsem ég get engu svarað. Þýðir ekkert að senda mér einkaskilaboð af sömu ástæðum.

Author:  Hannsi [ Sun 09. Jul 2006 23:53 ]
Post subject: 

ttt

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/