bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

'99 E39 M5, STAÐGREIDDUR Á 3.4
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=16034
Page 1 of 3

Author:  toxi [ Fri 16. Jun 2006 16:15 ]
Post subject:  '99 E39 M5, STAÐGREIDDUR Á 3.4

STAÐGREIDDUR: 3.400! ÓUMSEMJANLEGT

Ég er núna með til sölu toppeintak af slíkum bíl. Um er að ræða bíl með nánast öllum mögulegum aukabúnaði.

Bíllinn sem um ræðir er nýskráður í Þýskalandi í lok Maí 1999, var svo tekinn upp í annan bíl af BMW þar í landi fyrir stuttu eftir að sami aðili hafði verið eigandi frá upphafi og eitt er víst að þeir taka ekkert drasl uppí, núverandi eigandi er því þriðji eigandi bílsins. Bíllin kom til Íslands fyrir mjög stuttu síðan.

Image

Bílnum hefur augljóslega verið vel við haldið frá upphafi því það sést ekki á bílnum því lakkið er nánast lýtalaust, tvískipta leðrið órispað og fallegt, innrétting óaðfinnanleg og felgur góðar. Þjónustubók fylgir og bíllinn er nýsmurður, með Castrol TWS 10w 60, sem er sérhönnuð fyrir M5.



    Bíllinn:

  • Vél: 4941cc V8.
  • Kraftur: 400hö @ 6600 rpm.
  • Tog: 498.94nm @ 3800 rpm.
  • Skipting og Drif: 6 gírar og læst drif.
  • Hraði: ~5sek í 100kmh og hámarkshraði í ~250kmh.
  • Akstur: ~118þús km.
  • Litur: Silverstone Metallic

Image


Staðal og Aukabúnaður:
  • 18" Dark Chrome ///M felgur vafðar ágætis dekkjum.
  • Alcantara (Rússkin) í lofti.
  • Glertopplúga.
  • Tvískipt leður.
  • Tvöfalt gler.
  • Bakkskynjarar.
  • Xenon Aðalljós.
  • Minni & hiti í sætum.
  • Sími með handfrjálsum búnaði.
  • Rafdrifin gardína í afturrúðu.
  • Spólvörn og stöðugleikakerfi.
  • Cruise Control.
  • TV & Navigation.
  • 6 diska Geisladiskamagasín.
  • Loftkæling


Image

Ásett verð: 4.190
Staðgreiddur: 3.400!
Áhvílandi kr. 3.150, jafngreiðslur 61þús á mánuði, lánveitandi er Sjóvá.
Skipti: Ódýrari.

Upplýsingar í síma 696-8743 (Alexander)


Image
Image
Image

Allar jákvæðar athugasemdir vel þegnar, off topic afþakkað og öll tilboð skulu berast í gegnum síma, ekki hér 8)

Takk fyrir.
Addi.

Author:  grutur [ Fri 16. Jun 2006 16:25 ]
Post subject:  ..

Hamingju með fallegann bíl :drool: [/i]

Author:  Helgi Joð Bé [ Fri 16. Jun 2006 16:27 ]
Post subject: 

NICE!!! Alveg helvíti fallegur 8)
Og Líka alveg geðveikur litur, loksins bíll sem ekki svartur.:twisted:
Flott lita samsettning inni í honum

Author:  525i [ Fri 16. Jun 2006 19:06 ]
Post subject: 

geðveikur bíll... held að mar væri nú til í þennan ef peningur væri til staðar :shock:

Author:  HPH [ Sat 17. Jun 2006 03:12 ]
Post subject: 

Afsakið OT. en er þessi litur sá sami og er á Alpina B10 bílnum hans Zazou

Author:  toxi [ Sat 17. Jun 2006 03:33 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Afsakið OT. en er þessi litur sá sami og er á Alpina B10 bílnum hans Zazou


Ég er nokkuð viss um að þetta sé sami litur 8)

Author:  íbbi_ [ Sat 17. Jun 2006 14:13 ]
Post subject: 

ég var nefnilega alveg hissa á því þegar ég sá hann að liturinn er GEÐVEIKUR

Author:  toxi [ Sat 17. Jun 2006 15:28 ]
Post subject: 

Það er einmitt málið við þennan lit, hann er töluvert fallegri í persónu. Myndast illa af ljósmyndaamatörum eins og mér :wink:

Author:  Duff [ Sat 17. Jun 2006 16:10 ]
Post subject:  Re: E39 M5 Shadowline, Silverstone Metallic.

Þjónustubók fylgir og bíllinn er nýsmurður, að sjálfsögðu með Mobil 1.


Ekki alveg svo sterkur leikur að auglýsa þetta hjá þér. Þótt að Mobil 1 góð olía skal ég rétt vona að þú keyrir bílinn ekki mikið um með þá olíu á honum.

Aðeins eina olíu á að nota á vélarnar í E39 M5 og er það Castrol TWS með viscosity 10w 60, fæst í umboðinu eða Poulsen. Mobil 1 er ekki til með þessari segju.

En virkilega smekklegur bíll hjá þér annars.

Author:  zazou [ Sun 18. Jun 2006 02:22 ]
Post subject: 

toxi wrote:
HPH wrote:
Afsakið OT. en er þessi litur sá sami og er á Alpina B10 bílnum hans Zazou


Ég er nokkuð viss um að þetta sé sami litur 8)

Töff litur 8)
Þá er þetta að ég best veit M5 #2 í þessum lit.

Author:  fart [ Sun 18. Jun 2006 07:23 ]
Post subject: 

Held að Alpina liturinn sé blárri.

BTW allir M5 bílar eru shadowline by default. Krómið í kringum gluggana er pantað aukalega í M.

Author:  arnibjorn [ Sun 18. Jun 2006 19:40 ]
Post subject: 

Virkilega fallegur bíll! Sá hann nokkrum sinnum á Ak. um helgina og ég slefaði ekkert lítið yfir honum... eða kannski var það bara útaf því að ég var ennþá fullur ég veit ekki...

Anyway.. GEGGJAÐUR bíll :lol:

Author:  IvanAnders [ Tue 20. Jun 2006 21:48 ]
Post subject: 

Fallegasti litur í geimi á E39 M5!!!! :drool:

Author:  toxi [ Wed 21. Jun 2006 18:59 ]
Post subject:  Re: E39 M5 Shadowline, Silverstone Metallic.

Duff wrote:
Þjónustubók fylgir og bíllinn er nýsmurður, að sjálfsögðu með Mobil 1.


Ekki alveg svo sterkur leikur að auglýsa þetta hjá þér. Þótt að Mobil 1 góð olía skal ég rétt vona að þú keyrir bílinn ekki mikið um með þá olíu á honum.

Aðeins eina olíu á að nota á vélarnar í E39 M5 og er það Castrol TWS með viscosity 10w 60, fæst í umboðinu eða Poulsen. Mobil 1 er ekki til með þessari segju.

En virkilega smekklegur bíll hjá þér annars.


Jahérna. Þetta er rétt hjá þér, mér var sagt af B&L starfsmanni að Mobil1 væri fullkomin fyrir hann :evil:. En það verður skipt á honum strax á morgun.


En upp með þetta, skoða öll raunhæf tilboð.

Author:  fart [ Wed 21. Jun 2006 20:09 ]
Post subject: 

Mobil1 gæti gengið sem vetrarolía.. sem er basically allt árið á Íslandi... :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/