bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 26. Apr 2024 03:58

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 29. May 2003 01:36 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
BMW 528i 1986. Þessi bíll var upphaflega 520ia, en var breytt í Maí 2003 í 528i. Ekinn um 180.000 km.

Bíllinn er Grænsanseraður (Achatgrun) og lakkið er gott á honum. Hann hefur greinilega verið heilsprautaður einhverntíman fyrir ekki svo löngu, sennilega framtjón þar sem húddið er nýlegt. Ekkert stórt samt.

Dökkgræn innrétting sem lítur mjög vel út. Leðursæti. Hvergi rifið úr sætum og innréttingin er mjög fín.

Aksturstalva
Sport stýri (leður í toppstandi)
Dráttarkúla
Krómbogar (ef þú vilt)
Þokuljós.
Litað gler (brúnt)
Samlæsingar
Vökvastýri (að sjálfsögðu)
8x álfelgur með dekkjum
Diskabremsur að aftan


Nýr Jensen CD spilari (ef bíllinn selst bráðlega og ég verð ekki búinn að setja hann í annan bíl)

4 gíra sjálfskipting

Vélin er M30 2.8L, 184hö með L-jetronic innspýtingu. Ég tók þessa vél sjálfur upp fyrir u.þ.b. 30.000km síðan (1999). Skipti um stimpilhringi, sveifaráslegur, og stangarlegur. Heddið var tekið upp hjá Vélalandi. Allt varðandi rafkerfið var tekið í gegn (spíssarnir mældir, kaldræsibúnaðurinn yfirfarin, kveikjan yfirhöluð ofl). Allar hosur endurnýjaðar (BMW) í kæli- og vacuumbúnaði.

Það er allt endurnýjað í bremsubúnaði og fjöðrun að aftan í bílnum, nýir handbremsubarkar, handbremsuborðar, hlífar að innanverðu sem bremsuborðarnir festast á, bremsudælur uppteknar (ný gúmmí og málaðar), nýjir gúmmípúðar í upphengju afturöxuls. Bremsur að framan eru í fínu standi.

Pústið er í lagi, afturhluti mjög góður, fremsti kútur er verstur ásamt öðru rörinu úr pústgreininni. Það á eftir allavega 2 ár eða svo (kostar nýtt kannski 20.000 kall). Tvöfalt kerfi alveg afturúr.

Ég skipti um innra bretti í bílnum (sauð nýtt í) þar sem það var eiginlega eini staðurinn sem ryð var í bílnum. Undirvagninn er góður og bremsu- bensínrör í fínu lagi. Framendinn fyrir neðan húdd er nýsprautaður, ásamt báðum frambrettum og framhurð v/m. Einnig er búið að laga örfáa ryðbletti sem voru á boddíinu.

Bíllinn er nýskoðaður (29.05.03), með tveim athugasemdum. Það sem fannst að var brotið gler í þokuljósum, ásamt gúmmíi sem er rifið á einum stýrisenda. Bíllinn er samt með fulla skoðun, ekki endurskoðun.


Bíllinn er í RVK fyrir þá sem vilja skoða.

Fyrir þennan vagn ætla ég að fá 170.000.- STGR

Sæmi 699 2268 smu@islandia.is


Last edited by saemi on Thu 29. May 2003 21:47, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 29. May 2003 01:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Þú ert bara í gjafastarfsemi með þetta sæmi minn :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 29. May 2003 02:05 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Láttu mig vita, það er búið að fara mánuður í þetta hjá mér! Ef ég ætti að rukka fyrir tímann sem það tók mig að gera þetta, þá færi þessi bíll sko ekki undir hálfri millu! ussussussss.. vetrarfríið fór bara bing í þetta !

Jæja, maður varð að gera þetta til að hreinsa til á lagernum, ekki hægt að vera með allt þetta drasl. En.. ég veit það þýðir ekkert að setja meira á þetta, þá selst þetta ekkert. Það er ekki eins og þetta sé nýtt eða Toyota :roll:

Sæmi sveitti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 29. May 2003 21:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image[/img]


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 29. May 2003 23:29 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Skuggalega flottur bíll maður.. ég trúi ekki að það sé ekki hægt að fá
meira fyrir hann.. shit maður, þá fæ ég ekki rassgat fyrir minn :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 30. May 2003 00:03 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Æjj, en þessi bíll er samt fjarskafallegur. Það er svona eitt og annað sem mætti vera betra í honum.

En.. samt fyrir þetta verð.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 30. May 2003 00:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
URRRRRRRRRRRRRRRRRR það var því miður boðið of LÁGT í minn bíl í dag annars væri ég meira en maður í að kaupa hann! Auglýsi minn í helgarblaðinu þannig að ég ætti nú að losna við hann.

Er þetta ekki topp bíll? Þorir alveg að selja hann innan klúbbsins ? :)

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 30. May 2003 02:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
saemi wrote:
Æjj, en þessi bíll er samt fjarskafallegur. Það er svona eitt og annað sem mætti vera betra í honum.

En.. samt fyrir þetta verð.

Sæmi



Hvað er það sem mætti vera betra í honum? Ég er reyndar að leita mér að E34 því að mér finnst nú SORP að keyra E36 miðað við E34 :) Veit að það eru sumir sammála mér í því að E34 sé þægilegri í keyrslu.

En mér finnst líka mjög gott að keyra E28 hef átt einn.

E28 528ia 87 - ID-230 held að hann sé innan klúbbsins.

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 30. May 2003 05:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Með fjarskafallegur meina ég nú bara útlitið. Ekki það að það sé eitthvað að honum, bara það er fullt af smotterí sem telur. Það verður bara að sjá bílinn til að skilja hvað ég meina. EN þetta er samt fínn bíll. Það er bara svona þgar maður er orðin pikkí eins og ég 8)

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 31. May 2003 17:03 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þetta tók ekki langan tíma.

Bíllinn er seldur.

Sæmi glaði


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 31. May 2003 17:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Fyrsti farinn... nokkrir eftir. :P


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 31. May 2003 20:27 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Heitasta helv... Til hamingju með söluna, nú fer ég að svitna maður! Mig langar svo í 518 bílinn...

Ertu heima á morgun?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 31. May 2003 22:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehehe, já ég er heima á morgun. Fer um hádegið, þú getur rennt við milli 10 og 11:30. Fer í ammælisboð um hádegið sko. Verð svo bissí fram á kvöld.

Gettu hver á afmælið annars :lol:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 31. May 2003 23:17 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Vonandi færðu eitthvað nice í afmælisgjöf! :wink:

Ég kíki við uppúr 10.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 31. May 2003 23:30 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Flott!

P.S. það má alltaf gefa mér gamla BMW bíla .. ég er svolítið svag fyrir þeim....


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 44 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group