bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 520i E34 '89 -SELDUR- https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=15634 |
Page 1 of 2 |
Author: | saemi [ Fri 19. May 2006 00:08 ] |
Post subject: | BMW 520i E34 '89 -SELDUR- |
Til sölu þessi eðalvagn, KV-006. Fyrst skráður 30.03 1990, E34 520i. Vélin er M20. ![]() ![]() ![]() Bíllinn er ekinn 257.000 km, hvítur að lit með dökkgrárri pluss innréttingu. Sætin eru órifin og snyrtileg. Lakkið er la la, alveg ágætt fyrir 89 módel af bíl. Nýbúinn að taka hann í gegn að utan, en ekki búast við of mikilli vinnu fyrir þennan prís. Samt snyrtilegur og lítur vel út. Bara ekki koma með stækkunarglerið á lakkvinnuna. Af búnaði má nefna: 15" álfelgur Rafmagn í framrúðum CD spilari Beinskiptur 5 gíra. Synchroið fínt í öllum gírum Fjarstýrðar samlæsingar Bíllinn er nýskoðaður með 07 miða. Sett var út á bremsurör sem var skipt um, spyrnu og öryggisbeltafestingu. Búið að laga allt. Ég sjálfur endurnýjaði einnig gírskiptinn þar sem hann var orðinn frekar slappur. Hægt er að gera hann 100% nýjan með að skipta um stykki í gírstönginni fyrir c.a. 15.000.- úr umboði. Ég tjaslaði bílnum saman, hengdi stuðarana betur upp, þeir voru lausir, setti kastara aftur undir bílinn sem vantaði, undir honum var nýr miðjukútur og ég setti nýjan aftasta kút undir hann. Reyndar sennilega undan diesel bíl svo stúturinn vísar niður. Mesta vinnan fór svo í lakkviðgerðir. Þetta er fínn bíll í akstri, en að sjálfsögðu má gera betur. Það sem ég veit að er að bílnum er eftirfarandi: Afturfóðringarnar eru ónýtar (var samt ekki sett út á það í skoðuninni). Þetta lýsir sér sem "klonk" þegar stöðvað er og farið af stað. Rúðupissdælan er ónýt. Miðstöðin virkar bara á 4 stigi, sennilega takkinn sjálfur. Hef ekki komist í að athuga þetta. Svolítið slag í stýrinu, þetta er eðlilegt slit í þessum bílum. Ég sá svo í endurskoðuninni að það er komið smá slag í spindilkúluna V/M að framan, en hún slapp í gegnum skoðunina. Samlæsingarnar í afturhurðunum virka ekki með, sennilega ónýtir mótorar. Frá fyrri eigenda er svo þetta: Skift var um tímareim, strekkjara, og vatnsdælu í ca. 246.000 mikið endurnýjað í bremsunum, s.s diskar aftan og framan , klossar, skynjarar. ný miðstöðvarmótstaða, Nýjir afturdemparar, gormar og demparapúðar, ný kerti, nýr (notaður) miðstöðvarmótor glær stefnuljós að framan og á hliðum, nýjir miðjukútar á pústinu, NÓTUR FYRIR ÖLLU það sem á eftir að gera er að miðstöðin virkar bara á stillingu 4. það er eitthvað í sambandi við takkan sjálfan,), smá slag í stýri, og eitthvað í leiðslunum fyrir rúðupissdæluna sem gerir það að verkum að það sprengir alltaf öryggin fyrir rúðupissið. Ekki láta keyrsluna hræða ykkur, hann brennir ekki dropa af olíu og mjög góður gangur í vélinni. Hann var fluttur inn nýr og var skráður á götuna í mars árið 1990 og var sami eigandi af þessum bíl í 14.ár http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ght=520%2A Nóturnar fylgja með. Ég er búinn að lýsa ÖLLU því sem ég veit slæmt um þennan bíl, ekki láta það hræða ykkur því það er ekki verra en að komast að þessu öllu sjálf(ur) eftir á. Þetta er fínn bíll! Verðið er 190.000.- Sæmi 699-2268 |
Author: | saemi [ Sat 20. May 2006 10:59 ] |
Post subject: | |
190 þús þýðir 170 stgr ! |
Author: | PompaDour [ Sat 20. May 2006 22:29 ] |
Post subject: | |
verst hvað hann er mikið keyrður ![]() |
Author: | Hannsi [ Sun 21. May 2006 00:28 ] |
Post subject: | |
PompaDour wrote: verst hvað hann er mikið keyrður ![]() ![]() |
Author: | saemi [ Sun 21. May 2006 02:22 ] |
Post subject: | |
PompaDour wrote: verst hvað hann er mikið keyrður
![]() Já það er hræðilegt! |
Author: | Kristjan [ Sun 21. May 2006 13:27 ] |
Post subject: | |
PompaDour wrote: verst hvað hann er mikið keyrður
![]() Já það er alveg skelfilegt þegar 16 ára bíll sem kostar klink er keyrður yfir 200 þúsund... jemin |
Author: | Bjarki [ Sun 21. May 2006 13:39 ] |
Post subject: | |
Þetta er fínasti bíll, búinn að vera með hann yfir helgina. Búið að gera mikið fyrir hann nýlega. Mjög þéttur í akstri fyrir utan afturfóðringarnar. Lítur mjög vel út eftir að Sæmi tók hann ærlega í gegn að utan. |
Author: | PompaDour [ Sun 21. May 2006 20:59 ] |
Post subject: | |
Kristjan wrote: PompaDour wrote: verst hvað hann er mikið keyrður ![]() Já það er alveg skelfilegt þegar 16 ára bíll sem kostar klink er keyrður yfir 200 þúsund... jemin hehe ég er ekkert að furða mig á því... hefði bara pælt í honum ef hann væri aðeins minna keyrður ![]() |
Author: | saemi [ Sun 21. May 2006 21:09 ] |
Post subject: | |
Svona af forvitni, hvers vegna pælirðu ekki í bíl sem er þetta mikið keyrður?? Ertu að leita eftir BMW á þessu verðbili sem er minna keyrður? Ég vil ekki vera að draga úr þér alla von, en á þessu verði er erfitt að finna svipaða árgerð af BMW sem er lítið ekinn, nýskoðaður og í góðu lagi. Ég myndi halda að eini sénsinn að finna lítið ekinn bíl á þessu verðbili sé bíll sem þarf að gera e-ð við. |
Author: | Bjarkih [ Sun 21. May 2006 21:12 ] |
Post subject: | |
Ef ég ætti pening þá myndi ég mjög líklega kaupa þennan bíl til að eiga hérna á landinu eftir að ég verð farinn með minn aftur til Svíþjóðar. Þá myndi maður geta haft bíl fyrir lítið hérna og sleppa við norrænu helvítið. Vonandi verður eitthvað svona í boði eftir ca. ár. |
Author: | saemi [ Thu 25. May 2006 17:49 ] |
Post subject: | |
Óseldur og ofurfínn ![]() |
Author: | Hannsi [ Thu 25. May 2006 18:26 ] |
Post subject: | |
PompaDour wrote: Kristjan wrote: PompaDour wrote: verst hvað hann er mikið keyrður ![]() Já það er alveg skelfilegt þegar 16 ára bíll sem kostar klink er keyrður yfir 200 þúsund... jemin hehe ég er ekkert að furða mig á því... hefði bara pælt í honum ef hann væri aðeins minna keyrður ![]() veistu ef maður hugsar svona missir maður af miklu!! |
Author: | Bjarki [ Thu 25. May 2006 20:27 ] |
Post subject: | Re: BMW 520i E34 '89 |
saemi wrote: Til sölu þessi eðalvagn, KV-009. Fyrst skráður 30.03 1990, E34 520i. Vélin er M20.
Númerið er KV-006 ![]() |
Author: | saemi [ Fri 26. May 2006 00:37 ] |
Post subject: | Re: BMW 520i E34 '89 |
Bjarki wrote: saemi wrote: Til sölu þessi eðalvagn, KV-009. Fyrst skráður 30.03 1990, E34 520i. Vélin er M20. Númerið er KV-006 ![]() Duhhh,, hvað er þetta með mig. Er ég að verða lesblindur eða hvað... |
Author: | Óli [ Fri 26. May 2006 01:39 ] |
Post subject: | |
það væri cool að fá myndir af honum eins og hann er í dag (sjá hvað er búið að breytast síðan ég átti hann.) |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |