bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 325i Cabrio - SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=15470 |
Page 1 of 3 |
Author: | Djofullinn [ Wed 10. May 2006 01:19 ] |
Post subject: | BMW 325i Cabrio - SELDUR |
Þá er bíllinn opinberlega til sölu. Ætla að gerast kræfur og stela auglýsingunni frá fyrri eiganda, er þó búinn að uppfæra hana eins og við á. Stutta útgáfan BMW E30 325iC '89 (170 hestöfl), kom til landsins 2001. 4 eigendur (3 á íslandi) Kraftpúst, K&N sía, LSD, Powertech fjöðrun (60/40 lækkun) Svart leður, 4ra sæta total (tvískipt aftursæti). Borbet A 9x16" með 215/40R16 dekkjum. Langa útgáfan Þetta er BMW E30, '89 árgerð, af 320i Cabriolet (blæju). Búið er að setja í hann 325i vél, 170 hestöfl og blæjubílarnir koma allir með diskabremsum að aftan, og þykkari swaybars, svo í raun mætti kalla þennan bíl 325iC. Vélin sem er í honum kemur úr 325iS bílnum hans Gunna (GSTuning) og hún á að vera í mjög góðu standi, enda alltaf þjónustuð af vel þekktu verkstæði úti í bandaríkjunum, og þeir vita þar að það þarf að ventlastilla svona vélar á ákveðnum fresti. Við hana er síðan hengt "kraftpúst" smíðað af Einari (áttavillta), og K&N Loftsía er í orginal loftsíuboxinu. Bíllinn er mjög hávær og ekki allir sem fíla hljóðið frá pústinu. En það er mjög gaman að keyra hann með því. Ég á annað 325i púst sem getur fylgt bílnum ef áhugi er fyrir því. Skipt var um drif í bílnum, sett var í hann læst drif með hlutfallið 3,91:1 í stað 3,73:1 sem er orginal í 325i. Það er engin spurning að svona læsing bætir bílinn óendanlega mikið í snjó og hálku, bíllinn kemst gjörsamlega hvert sem er, en síðast en ekki síst bætir hún við "100 hestöflum af skemmtun" eins og einhver sagði. Einnig hefur verið skipti um fjöðrunarkerfi í bílnum, gorma og dempara saman í setti frá Powertech sem lækka bílinn um 60mm/40mm og er mun stífara heldur en orginal. Bíllinn er ekinn rétt um 160 þúsund, vélin sennilega yfir 200 þúsund. Í ljósi þess að hún hefur góða þjónustusögu og gott hljóð myndi ég telja að hún væri í mjög góðu ástandi. Eigendaferill bílsins er stuttur og laggóður. Upprunalegur eigandi bílsins bjó á Ítalíu og er bíllinn keyptur þar. Hann átti hann í 7 ár eða svo. Því næst kaupir Íslendingur bílinn af honum, og á hann úti í einhvern tíma og flytur hann svo heim til Íslands 2001. Árni keypti hann síðan af honum 2003, ég kaupi síðan bílinn af Árna sumarið 2005 og er þar með fjórði eigandi bílsins, þriðji á íslandi. Innréttingin sem er í bílnum er að mínu mati sú allra flottasta sem hægt er að fá í E30, þ.e. svartir leðraðir körfustólar, og tvískipt aftursæti. Í bílnum er að sjálfsögðu CHECK tölva, sem lætur mann vita af helstu vandamálum - sprungnum perum, lágu olíumagni, lágu kælivatnsmagni. Hvað varðar blæjuna sjálfa þá hefur hún ekki verið til neinna vandræða á þeim tíma sem ég hef átt bílinn. Blæjan sjálf er nýleg, þar sem að brotist var inn í bílinn áður en hann kom til landsins og blæjan skorin. Blæjan sjálf lekur aldrei, en í mestu rigningarDEMBUNUM eiga listar yfir rúðum frammí það til að dropa. Eflaust er hægt að kaupa nýja lista eða álíka, en þetta hefur aldrei verið neitt vandamál svo ég hef lítið velt því fyrir mér. Þetta er ALLS ekki bíll fyrir alla. Þetta er hrár mjög stífur bíll sem skröltir í, er mjög hávær og mjög laus að aftan. Þannig að ef þú ert að leita að þægilegum rúntara þá er þetta ekki bíllinn fyrir þig. Hægt er að fá bílinn í nokkrum útfærslum: Eins og hann er í dag. Stuðaralaus og á Borbet A felgunum ásamt spacerum og löngum felguboltum. Ég get hugsanlega reddað Pre-Facelift stuðurum á hann og síðast þegar ég vissi átti Gunni GSTuning til M-Tech I kitt á sanngjarnan pening. Verð 700.000 kr stgr. Eins og að ofan nema með M-Tech II stuðurum/svuntum ásamt facelift járnframsvuntu sem þarf til að setja M-tech II dótið á og facelift þokuljós. Það verður málað og ásett. Verð 800.000 kr stgr. Eins og hann er í dag nema án Bobret felgnanna. Þá myndi hann afhendast á 14/15" ál/stálfelgum. Verð 600.000 kr stgr. Eins og að ofan nema með opnu drifi í stað 3.91:1 LSD þar sem mig langar rosalega að eiga drifið áfram fyrir næsta E30 bíl sem ég kaupi. Verð 550.000 kr stgr. Meðfylgjandi eru tvær myndir af bílnum en einnig er hægt að fara á eftirfarandi slóð til að sjá fleiri myndir: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... &start=135 ![]() ![]() Nánari upplýsingar fást hér, í PM eða á meilið danieltosti@internet.is |
Author: | arnibjorn [ Wed 10. May 2006 09:34 ] |
Post subject: | |
Þetta er svo klikkaður bíll og á léttilega möguleika á að verða einn svalasti E30 á landinu! Ef manni finnst hann svalur stuðaralaus þá get ég ekki ímyndað mér hvað hann verður töff með Mtech II ![]() Verður einhver luckymotherf***** sem kaupir þennan! Algjör snilld og sérstaklega í góða veðrinu ![]() |
Author: | Eggert [ Wed 10. May 2006 09:38 ] |
Post subject: | |
Þetta er virkilega solid og flottur bíll.... cabrio 4tw í góða veðrinu. |
Author: | messi [ Wed 10. May 2006 10:45 ] |
Post subject: | Re: BMW 325i Cabrio - LSD - Borbet A - M-Tech II ? |
ahh me wants ![]() |
Author: | Henbjon [ Wed 10. May 2006 11:15 ] |
Post subject: | |
+ þetta eru næstum ónotðaðar Borbet felgur ![]() Gangi þér vel með söluna á þessu geðveika bíl! |
Author: | pallorri [ Wed 10. May 2006 20:04 ] |
Post subject: | |
Var einmitt að dást að þessum yndislega bíl í gærkvöldi Danni ![]() Gangi þér vel með söluna, er viss um að hann fer mjög fljótt ![]() Kveðja |
Author: | Jónki 320i ´84 [ Wed 10. May 2006 22:14 ] |
Post subject: | |
ohhhh ekki selja ![]() en annars er þetta klikkaður bíll, ég sé hann á hverjum degi ![]() Gangi þér vel með söluna, hann verður heppin sá sem að kaupir þennan ![]() |
Author: | Djofullinn [ Thu 11. May 2006 00:11 ] |
Post subject: | |
Ég þakka ykkur fyrir góð orð um bílinn ![]() En fyrir þá sem ekki vita hvernig M-Tech II lítur út þá myndi bílilnn preatty much líta svona út með það á fyrir utan að hann er á öðrum felgum og ekki með dökk framljós. ![]() |
Author: | Lindemann [ Thu 11. May 2006 02:46 ] |
Post subject: | |
BARA------------GEÐVEIKT ![]() ps. þyrfti að kíkja á hann hjá þér einhventíman.....þegar ég hef einkabílstjóra ![]() |
Author: | Danni [ Thu 11. May 2006 02:49 ] |
Post subject: | |
Lindemann wrote: BARA------------GEÐVEIKT
![]() ps. þyrfti að kíkja á hann hjá þér einhventíman.....þegar ég hef einkabílstjóra ![]() Ég skal kíkja á hann með þér þegar ég fer næst í bæinn!! Langar að sjá þennan bíl ![]() |
Author: | Djofullinn [ Thu 11. May 2006 09:30 ] |
Post subject: | |
Kannski óþarfi að taka það fram að 550.000 kr fyrir þetta lítið keyrðan 325i Cabrio með svörtum leðurstólum er FÁRANLEGA gott verð! Þó er þetta náttúrulega 17 ára gamall E30 bíll og mætti nú alveg fara að endurnýja hitt og þetta í honum eins og gengur og gerist. Það er nú ekkert stórvægilegt að honum samt. Það mætti alveg fara að mála hann aftur, lakkið er svona sæmilegt bara. Fóðringar fyrir gírstöng eru orðnar vel slappar. Ég ætlaði reyndar alltaf að skipta um þær en þetta böggar mig bara ekki neitt þannig að það var aldrei gert. Ég held ég hafi líka aldrei átt beinskiptan BMW með 100% heilar gírstangarfóðringar, alltaf eitthvað wobbly. Það dropar meðfram gúmmílistum fyrir ofan hurðarrúðurnar í hellidembum og líka ef toppurinn er mikið bleyttur við þvott t.d. Ekki heldur sniðugt að nota háþrýstidælu á hliðarrúðurnar þá lekur meðfram listunum. Síðan er farið að væla örlítið í miðstöðvarmótornum á 1 og 2 stillingu en virðist hætta á 3 og 4. Það er eitthvað bögg á bílstjórasætinu, það er ekki hægt að breyta hallanum á sætisbakinu. S.s það er hægt að færa arminn en sætisbakið er samt alltaf fast. Þegar hann er sem kaldastur, ca. í 2-3 mín eftir að hann hefur verið settur í gang er hægagangurinn örlítið rokkandi upp og niður. Ég man nú ekki eftir fleiru í augnablikinu... |
Author: | PompaDour [ Fri 12. May 2006 14:29 ] |
Post subject: | |
úff.... þetta er svo sweet bíll.... Hefurðu einhverja hugmynd um hvað hann eyðir svona c.a. á hundraðið? |
Author: | Djofullinn [ Fri 12. May 2006 14:33 ] |
Post subject: | |
Takk ![]() |
Author: | Hannsi [ Fri 12. May 2006 16:01 ] |
Post subject: | |
Mig langar BARA mikið í blæju ![]() verst að ég er ný búinn að kaupa annan BMW ![]() |
Author: | Henbjon [ Sat 13. May 2006 02:27 ] |
Post subject: | |
Ég vil ég vil ég vil ég viiil ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |