BMW 730ia til sölu.
Bíllinn var upphaflega 735ia, en var breytt um daginn í 730ia. Þetta er með nýrri bílum af þessarri týpu hér á landi, kemur á götuna 1991.
Ekinn 213.000
Ljósgrár að lit, sanseraður.
Númerið er AA-397, hefur verið auglýstur áður hér á spjallinu, því miður eru ekki neinar myndir ennþá hér sem ég fann. Ég er í smá vandræðum með að pósta myndum í augnablikinu en þær koma bráðlega.
Bíllinn er frekar vel búinn. Svart leður, ekki með rafmagni. Allt órifið og í fínu standi. Skriðstillir, spólvörn, topplúga, ABS (þetta virkar allt).
Svo eins og venjulega í þessum bílum er rafmagn í rúðum og samlæsingar, stóra aksturstölvan, valstilling á sjálfskiptingunni ofl.
Bíllinn er með endurskoðun sem verður farin innan viku og það er búið að gera við eftirfarandi:
Liðka upp bremsur að framan Nýtt í handbremsu, nýjir borðar og barkar Nýjar fóðringar í afturfjöðrun Nýjar pústupphengjur Nýjar balansstangafestingar Nýjir bremsuklossar Nýr kælivökvi Nýr bremsuvökvi
Á aðeins eftir að herða á handbremsunni og svo fer ég með hann í skoðun aftur.
Boddíið er mjög heilt, það er dæld á húddinu, það er það ljótasta við hann. Svo þarf að fara og bletta í eitt og annað, en að megninu til er lakkið fínt
Hægt er að fá með honum 17" felgur, 10" að aftan og 8.5" að framan fyrir 40.000.- aukalega. Einhver dekk á þeim en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þetta eru svona Bjahja style felgur. Mjög djúpar að aftan og kúl felgur. Svo er líka hægt að semja um alls konar öðruvísi felgu og dekkjamál, ýmislegt í boði.
Bottom line. Þetta er solid og efnilegur bíll. Það þyrfti að henda í hann 100.000.- eða svo til að gera hann alveg gullfallegan, en það er líka hægt að setja í hann 10.000.- kall, kaupa lakk og bón, hreinsa hann vel og þá er hann mjög snyrtilegur og fínn.
Bíllinn selst á stálfelgum og koppum á 280.000.-
Sæmi, 699-2268 /smu@islandia.is
_________________ Sæmi
E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,
Last edited by saemi on Mon 08. May 2006 20:07, edited 4 times in total.
|