Bíllinn er 1989 árg og var fluttur inn 1996. Ég keypti bílinn af tengdasyni mannsins sem flutti hann með sér heim frá lúxemborg . Ég hafði hugsað mér boddýið sem gott framtíðarverkefni sem reyndist reyndar bara vetrarproject.
Það sem búið er að gera fyrir bílinn er ( í þeirri röð sem það gerðist) :
Lækkaður 40/40 með KW gormum
M20B25 vél,gírkassi drifskaft, JimC kubbur og "kraftloftsía"
Sport stólar
KW framdemparar
M tech Swaybar að framan og aftan
Strutbrace fram og aftur
KW afturdemparar
Borbet A 16x9"
Shadowline
Hartge flækjur og 2.5" opið púst
Pústskynjari
Xenon 8000k
3.73 Læst drif ásamt nýjum drifpúða
Augnbrúnir yfir framljós
Nýr Rafgeymir
Skipt um tímareim, kveikju og kerti hjá TB (80 þús kr)
Það koma með 14" BBS basketweave felgur, m tech II aftur spoiler, allt sem þarf til að setja diskabremsur að aftan.
Bílinn er helstífur og sprækur eftir þessar breytingar og er voðalega lítið að honum. 3 hlutir sem eru að bögga mig þessa dagana og þeir eru : kveiknar á kösturunum um leið og aðalljósin eru sett á, bakkljósin virka ekki og það er smá ryð á byrjunarstigi á boddýinu.
Vélin á að vera keyrð um 130 þúsund, kassinn er mjög þéttur og góður, ekki var talin þörf á að skipta um kúplingu þegar vélin var sett í bílinn fyrir 2500km.
Ég er ekki búinn að ákveða að selja bílinn en auðvitað er allt til sölu fyrir rétt verð
Verð : Tilboð
linkur á bílinn og myndir
Nánari upplýsingar í PM