bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 540 iA '98
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=14644
Page 1 of 2

Author:  Valdi- [ Thu 23. Mar 2006 16:21 ]
Post subject:  E39 540 iA '98

Þar sem ég er mjög líklega að flytja af landi brott í sept. þá hef ég ákveðið að setja elskuna mína til sölu.

Aðeins um bílinn

Eins og þráðurinn gefur til kynna er þetta 540 bíll, með 4,4 lítra 286 hö vél.
Hann er með 5 þrepa sportstillingu og steptronic (sjálfskiptur klárlega)
Nýskráður 06.1998
Ekinn 162.2XX
Dökk grænn sanseraður (flottasti liturinn á BMW IMO)
Reyklaus frá upphafi

Búnaður

Aðgerðarstýri
Xenon ljós
Cruise control
Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt
Leðuráklæði, svart
Hiti í sætum
Minni í sætum, stýri og speglum (allt rafdrifið í þokkabót)
Business útvarp (aka. kasettutæki)
Skíðapoki
Backtronic skynjarar
Dráttarkúla (sem hægt er að setja á)
Regnskynjari
Glær stefnuljós með glærum perum (sem kemur ótrúlega vel út)
///M fjöðrun (sem er ((..bara í lagi..)) og virkar yndislega vel)
Dual - tvöföldu pústi (///M5 style)

Mín skoðun

Þetta er klárlega besti bíll sem ég hef átt og togið og krafturinn í honum virðist aldrei ætla að enda..
liggur hrikalega vel og bara í stuttu máli sagt algjör draumur.

Viðhald

Ég hef sjálfur ekki þurft að gera mikið eftir að ég fékk bílinn, ég skipti um einn ABS skynjara, en annars hefur bílinn verið pottþéttur frá byrjun.
Búið er að skipta út vatnskassanum, forðabúrinu, pakningu í sjálfskiptingunni og setja í hann stærri rafgeymi svo að eitthvað sé nefnt.

Verðhugmynd

Ég hafði hugsað mér að reyna að fá 2,1 millj. fyrir bílinn, en
áhvílandi á bílnum eru c.a. 730 þúsund krónur.
Er til í að skoða skipti á ódýrari.
Verðið er af sjálfsögðu ekki heilagt og eins og einhver sagði þá er þetta bara leikur að tölum.. það þurfa allir að geta gengið sáttir frá málunum.

Myndir

Image

Image

Image

Image

Þessar myndir eru reyndar frekar gamlar og þar sem XP64 er búið að vera duglegt við að stríða mér uppá síðkastið þá get ég ekki sett inn nýjar myndir að svo stöddu.
Planið er nú samt að reyna að skella þeim inn um helgina.

Fyrir áhugasama

Það er hægt að ná í mig á kristilegum tímum í síma 899-7270
nú eða bara að senda mér EP.

Með kraftskveðju.
Valdi-

Author:  Beggi [ Thu 23. Mar 2006 17:38 ]
Post subject: 

flottur 8)

Author:  Geirinn [ Thu 23. Mar 2006 18:28 ]
Post subject: 

Dual - tvöföldu pústi (///M5 style)

Stór plús ef þú spyrð mig.

Gangi þér vel með söluna!

Author:  arnibjorn [ Thu 23. Mar 2006 18:32 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 40&start=0

Þarna eru fleiri myndir af bílnum,,,, VIRKILEGA flottur 8)
Eitthvað vesen með þessar myndir... allavega tekst mér ekki að setja þær beint hingað inná þráðinn eins og ég ætlaði að gera :wink:

Author:  Valdi- [ Thu 23. Mar 2006 18:48 ]
Post subject: 

Beggi wrote:
flottur 8)


Þakka þér ;) og ég gæti ekki verið meira sammála 8)

Geirinn wrote:
Dual - tvöföldu pústi (///M5 style)

Stór plús ef þú spyrð mig.

Gangi þér vel með söluna!


Takk fyrir það ;)
Svo til að bæta því við þá er þetta ekki bara lookið, heldur gefur pústið frá sér mjög fallegt hljóð/urr
smá sample hér


arnibjorn wrote:
Þarna eru fleiri myndir af bílnum,,,, VIRKILEGA flottur 8)
Eitthvað vesen með þessar myndir... allavega tekst mér ekki að setja þær beint hingað inná þráðinn eins og ég ætlaði að gera ;)


Það er alveg óþarfi Árni minn, en takk samt.
Ég redda myndunum í kvöld eða á morgun þegar ég kemst í tölvu með plain Windows XP ;)

Author:  arnibjorn [ Thu 23. Mar 2006 18:51 ]
Post subject: 

Valdi- wrote:
arnibjorn wrote:
Þarna eru fleiri myndir af bílnum,,,, VIRKILEGA flottur 8)
Eitthvað vesen með þessar myndir... allavega tekst mér ekki að setja þær beint hingað inná þráðinn eins og ég ætlaði að gera ;)


Það er alveg óþarfi Árni minn, en takk samt.
Ég redda myndunum í kvöld eða á morgun þegar ég kemst í tölvu með plain Windows XP ;)


Ekkert mál.. bara gaman að skoða myndir af þessum bíl.. mjög fallegur litur á honum :P örugglega ennþá fallegri real life! :wink:

Author:  Valdi- [ Thu 23. Mar 2006 19:30 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Ekkert mál.. bara gaman að skoða myndir af þessum bíl.. mjög fallegur litur á honum :P örugglega ennþá fallegri real life! :wink:


jújú mikið rétt. Sjón er sögu ríkari ;)

Author:  pallorri [ Thu 23. Mar 2006 20:30 ]
Post subject: 

Snilldar bíll valdi, gangi þér vel með söluna :)

Image

Author:  Twincam [ Thu 23. Mar 2006 20:38 ]
Post subject: 

smá off-topic... Bessastaðakirkja? :?

Author:  Valdi- [ Fri 24. Mar 2006 01:47 ]
Post subject: 

trapt wrote:
Snilldar bíll valdi, gangi þér vel með söluna :)


Takk fyrir það kallinn minn ;)

Twincam wrote:
smá off-topic... Bessastaðakirkja? :?


Jújú mikið rétt
..................................
En topic on ;)

Author:  Valdi- [ Fri 24. Mar 2006 22:08 ]
Post subject: 

Jæja hér eru myndirnar eins og ég lofaði..
kannski ekki alveg bestu gæði, en koma sínu til skila.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  Valdi- [ Mon 03. Apr 2006 19:26 ]
Post subject: 

Jæja, það eru nú nokkrir búnir að koma og skoða hjá mér og ég veit ekki betur en að öllum hafi litist vel á :wink:
Ég hef samt ekki fengið neitt spennandi tilboð í bílinn ennþá og hann er því ennþá til sölu.
Vill benda á það að ég skoða vel skipti á ódýrari og það þarf ekki að vera bara BMW.
Það er góður staðgreiðsluafsláttur í boði.

Með kraftskveðju
Valdi-

Author:  Valdi- [ Tue 18. Apr 2006 13:24 ]
Post subject: 

ttt

Author:  amg [ Wed 19. Apr 2006 22:40 ]
Post subject: 

hva ekkert tv? :?

Author:  Henbjon [ Wed 19. Apr 2006 22:43 ]
Post subject: 

amg wrote:
hva ekkert tv? :?


Greinilega ekki. Sérðu ekki myndirnar eða?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/