bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e-34 535 i bsk. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=13930 |
Page 1 of 2 |
Author: | zneb [ Sun 12. Feb 2006 14:05 ] |
Post subject: | e-34 535 i bsk. |
EDIT: Bíllinn hefur verið festur og telst því að öllum líkindum seldur. Jæja, ég ætla að athuga hvort e-r hér hafi áhuga á bílnum mínum. Þetta er semsagt: BMW 535i ´90 módel BSK Ekinn 220þús. km, 10þús. á Íslandi 3 eigendur í þýskalandi og þjónustubók uppí 160þús. km. ef ég man rétt. Tók okkur Bjarka hér á spjallinu (sem aðstoðaði mig við innflutninginn) góðan tíma að finna þennan bíl! Svartsanseraður, shadowline með svartri sportleður-innréttingu úr m5 (ekta leður í hurðarspjöldum líka og hægt að redda leðruðum miðjustokk, hanskahólfi o.þ.h.) og það er skíðapoki. Er á 16" bbs felgum (klassísku bmw) á bridgestone blizzak ónelgdum vetrardekkjum, ekin ca. 5þús km. (ca. 70þús kr.virði) Vélin er í mjög góðu standi, það helsta sem þarf að hafa áhyggjur af með þessar vélar er að knastásinn slitni vegna lélegrar skrúfu sem var í olíusysteminu en hann er stráheill í þessum og olíuljósið fer mjög fljótt þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Þetta er semsagt 3,5 lítra vél, um 220 hö. sem er mjög skemtileg og hentar bílnum vel sérstaklega við beinskiftinguna. Nóg af togi, þægilegur í krúsið en vel til í að leika ef mann langar. Uppgefnar hröðunartölur eru 7,6 í 100 en ég hef séð tölur á netinu uppá 7 sem ég tel vel raunhæft miðað við mína reynslu og samanburð ![]() Ný búið að skipta um kúplingu, pressu og legu í bílnum vegna þess að kúplingslegan fór en diskurinn átti samt nóg eftir. Bíllinn er þó með endurskoðun og það sem þarf aðallega að skipta um eru bremsudiskar að aftan. Síðan er hægra frambrettið örlítið laskað en ég á nýtt sem á bara eftir að sprauta og setja á og sömuleiðis vantar spegilinn. Eina ryðið er smá blettur í hægra afturbrettinu. Undirvagninn er stráheill enda er þetta þýskalandsbíll og allar hlífar ennþá undir. Það sem ég hef gert er að taka hvarfakútana undan þannig að það er nokkuð reffilegt hljóð núna, blúbbar skemtilega og djúpt á lágum snúningi og dólinu en fer síðan að öskra soldið eftir 3k snúninga. Einnig eru ásoðnir stærri stútar á pústið af fyrri eiganda. Síðan er náttúrulega þetta venjulega, m.a.: - 4 x rafdrifnar rúður - Topplúga - Stór aksturstölva - Kastarar Eyðslan er mjög skynsamleg, var mjög hræddur við hana áður en ég fékk bílinn en eyðslan frá því ég fékk bílinn er 14,9 skv. aksturstölvu, nánast eingöngu hér innanbæjar. Síðan er alveg hægt að koma honum í tæpa 14 og náttúrulega alveg uppúr, fer bara eftir því hvernig maður er að keyra og hvar. Hefur aldrei farið mikið uppfyrir 15 hjá mér sem ég tel mjög gott, allt innanbæjarmælingar. Verðið er eiginlega samningsatriði, ef bíllinn er tekinn eins og hann er í dag þá vill ég fá 500 þús stgr. En já ok 490 (hljómar betur ![]() Áhugasamir hafi endilega samband í síma: 865-9599 Stebbi MYNDIR: http://www.cardomain.com/ride/2123424 |
Author: | Ketill Gauti [ Sun 12. Feb 2006 14:14 ] |
Post subject: | |
e34 535!!! ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Geir-H [ Sun 12. Feb 2006 18:35 ] |
Post subject: | |
Langar þér í Hilux á 38" |
Author: | zneb [ Sun 12. Feb 2006 20:12 ] |
Post subject: | |
Geir-H wrote: Langar þér í Hilux á 38"
Ekki mikið fyrir jeppa þannig að það gengur ekki. |
Author: | Jón Ragnar [ Sun 12. Feb 2006 20:39 ] |
Post subject: | |
Viltu E30 og cash??? Þarf að eignast 535 aftur ![]() |
Author: | gstuning [ Sun 12. Feb 2006 20:41 ] |
Post subject: | |
Ég hef keyrt þennan , Djöfull er gamann af M30B35 power, |
Author: | Jón Ragnar [ Sun 12. Feb 2006 20:47 ] |
Post subject: | |
ég verð að fá þennan bíl ![]() |
Author: | arnibjorn [ Sun 12. Feb 2006 20:49 ] |
Post subject: | |
Hversu langan tíma tekur það tryggingarnar að borga út bílinn manns?? ![]() |
Author: | Hannsi [ Sun 12. Feb 2006 20:55 ] |
Post subject: | |
Jón Ragnar wrote: Viltu E30 og cash???
heheh I have tried ![]() but faild ![]() |
Author: | Einsii [ Sun 12. Feb 2006 22:13 ] |
Post subject: | |
OOOOO Mig langar í 535 aftur.. Rosalegt það sem ég var ánægður með gamla ![]() |
Author: | zneb [ Sun 12. Feb 2006 23:33 ] |
Post subject: | |
Ég er ekki mikill e30 maður þannig að þeir heilla mig ekki mikið í skipti. E34 er klárlega tegundin mín ![]() Já, síðan má bæta við að það er gott m-tech II stýri og blaupunkt aukahátalarar í afturhillu, reyndar ekki tengdir. En jú, þetta eru mjög skemtilegir alhliða bílar, "all you´ll ever need" ![]() |
Author: | Schulii [ Sun 12. Feb 2006 23:35 ] |
Post subject: | |
djöf.. helv.. andsk.. ÉG ER AÐ VERÐA BRJÁLAÐUR Á BMW LEYSI!!!! Ég væri svoooo til í að prófa að eiga svona bíl í smátíma. Tekurðu reiðufé? ..djók, ég verð víst að sitja á mér í soldinn tíma ![]() Eflaust verulega skemmtilegur bíll og lítur mjög vel út. Gangi þér vel með söluna. Mér finnst líklegt að þessi verði ekki lengi að fara.. |
Author: | skylinee [ Sun 12. Feb 2006 23:55 ] |
Post subject: | |
Þetta er alveg TOPP PRÍS!! Væri ekkert smá til í þennann |
Author: | Bjarki [ Mon 13. Feb 2006 00:52 ] |
Post subject: | |
Já þessi bíll er alveg í lagi og Stebbi er bara búinn að bæta hann. Bíll sem lítur alveg rosalega vel út og fær toppeinkunn frá mér ![]() |
Author: | Danni [ Mon 13. Feb 2006 01:15 ] |
Post subject: | |
zneb wrote: Ég er ekki mikill e30 maður þannig að þeir heilla mig ekki mikið í skipti. E34 er klárlega tegundin mín
![]() Já, síðan má bæta við að það er gott m-tech II stýri og blaupunkt aukahátalarar í afturhillu, reyndar ekki tengdir. En jú, þetta eru mjög skemtilegir alhliða bílar, "all you´ll ever need" ![]() Plís ekki segja mér að það er búið ða skera úr hillunni fyrir hátölurunum? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |