bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E28 525i '85 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=13452 |
Page 1 of 1 |
Author: | ValliFudd [ Sun 15. Jan 2006 12:43 ] |
Post subject: | BMW E28 525i '85 |
Ég veit ekki hvort þið trúið mér en þetta geri ég með tárin í augunum ;( Ég hef hvorki næga kunnáttu, peninga, aðstöðu né tíma til að eiga gullið mitt lengur. Það þarf ýmislegt að gera fyrir greyið. Hann fer samt sem áður hraðar í gang í frosti en nýja toyotan hennar mömmu ![]() BMW 525i '85 svart/dökkgrár Ekinn c.a. 195000 samkvæmt mæli Sjálfskiptur Álfelgur Sumardekk ljómandi fín Geislaspilari sem spilar mp3 ![]() Ekki leður eða neitt svoleiðis rugl Jæja, ástand bílsins Hann er þreyttur:´ Í morgun fór pústkerfið í sundur undir miðjum bíl og það er by the way ónýtt frá a-ö. Pínu dæld á frambretti hægra megin að framan, og svuntan ef svuntu á að kalla er orðin frekar þreytt og löskuð. Ég er yfir mig ástfanginn af vélinni og skiptingunni. Það hefur verið að svínvirka. Hann rýkur í gang fljótt og örugglega, en þegar hann er heitur tekur það svona 3 sekúndur og það finnst mér miiiikið. En rafgeymirinn og startarinn eru í 110% standi, aldrei heyrt bíl starta eins hratt. En eitthvað er að vélinni, ekki að maður finni það á neinn einasta hátt nema með eyðslu. Veit nú ekki alveg hvað hann á að vera að eyða en hann er að eyða suddalega miklu hjá mér. Og ekki gerir það málin betri að bensíntankurinn er með gati á hliðinni svo það er bannað að setja meira en 2000 kr. á hann og bannað að beygja til vinstri á mikilli ferð ![]() Hann er með rosalegan caracter þessi bíll. Hitinn á vélinni er alltaf eðlilegur nema ein undantekning, honum leiðist laugarvegurinn ![]() Hraðamælirinn hætti að virka fyrir svona 1-2 mánuðum. Mér er alveg sama, ég veit að ég keyri of hratt, þarf engan mæli til að segja mér það ![]() Einhver sagði mér að það væri lítið mál að koma því aftur í lag en ég hef bara ekki haft tíma til að kíkja á það. Ég veit ekki hvað er rétt verð á svona bíl en ég er svo yfir mig ástfanginn af honum að ég er ekki tilbúinn að fara undir 150 þús kjell. Svo er bara að bjóða í gripinn ![]() Myndir: http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTA4MTk4OTZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTA4MTk5MTZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTA4MTk5MDZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg Skoða skipti í bíl sem eyðir svona 10x minna en þessi ![]() Upplýsingar í email vallifudd@msn.com eða í gegnum msn á því msn emaili.. Má líka prófa að hringja í 820-8488.. Er alltaf með hann hjá mér en er að vinna í síma mikið svo ég get ekki svarað mikið, allavega ekki í dag. Hægt að senda sms í 820-8488 og þá get ég hringt til baka t.d... Hentar líklega betur. Kveðja Valli Djöfull |
Author: | ValliFudd [ Sun 15. Jan 2006 12:54 ] |
Post subject: | |
og já... lykillinn sem fylgir með passar bara á svissinn... svo það er ekki hægt að læsa honum ![]() ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Sun 15. Jan 2006 19:11 ] |
Post subject: | |
150 kall . jólin eru búin verður að bíða til næsta árs |
Author: | Geirinn [ Sun 15. Jan 2006 19:20 ] |
Post subject: | |
Ég var alls ekki hrifinn af þessum bílum þangað til ég fékk rúnt á þessu. Reyndar í 528 bíl ... en ef þessi er eitthvað nálægt þá er þetta eitthvað fyrir E28 áhugamenn sem hafa tíma í að græja beastið. |
Author: | ValliFudd [ Mon 16. Jan 2006 00:27 ] |
Post subject: | |
þegar ég fékk þennan, var ég að "sætta mig við" að dröslast á e28... en ég varð svo yfir mig ástfanginn :p það er ótrúlega gott að keyra þessa bíla.. allavega minn ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | ValliFudd [ Mon 01. May 2006 18:28 ] |
Post subject: | |
any takers? Mér var sagt að það hefði verið lögga í keflavík sem hefði átt hann nánast alla tíð.. þar til fyrir einhverjum 3-4 árum eða svo.. ég hef ekki kannað það... en ég trúði því bara ![]() Skipti á þessum bíl og e36 318 með ónýta vél ![]() Jóis var svo góður við mig og er búinn að koma þeim 318 bimma aftur á götuna.. var seldur hér nýlega fyrir 200 kjell ![]() Það þarf að gera slatta fyrir þennan bíl.. langar að gera það sjálfur en það mun þá taka nokkur ár.. hann er enn á númerum.. eða ég er með þau og á eftir að skila þeim inn.. en það verður gert á næstu dögum ef hann fer ekki |
Author: | burgerking [ Wed 31. May 2006 20:19 ] |
Post subject: | |
Kaupa bara bílinn og fara á þessa síðu og koma honum í gang ![]() http://www.m535i.org/e28info2/buyer.html |
Author: | Bjöggi [ Wed 07. Jun 2006 09:18 ] |
Post subject: | |
er þessi ennþá til sölu? hvað er lægsta hugsanlega verð sem þú ferð í? mér finnst þetta soldið hátt verð miðað við vinnuna sem þarf að leggja í hann. og þið hinir sem luma á projecti fyrir lítið, mig vantar project. E-hvaðsemer, allt kemur til greina. PM eða 8401432 |
Author: | ValliFudd [ Wed 07. Jun 2006 16:37 ] |
Post subject: | |
já fokk.. ég gleymdi að breyta... ![]() |
Author: | Bjöggi [ Fri 09. Jun 2006 08:25 ] |
Post subject: | |
SOLD ![]() |
Author: | elli [ Fri 09. Jun 2006 10:00 ] |
Post subject: | |
Til hamingju... ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |