bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 540ia E34 <<<SELDUR>>> https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=13366 |
Page 1 of 2 |
Author: | Schulii [ Mon 09. Jan 2006 22:55 ] |
Post subject: | BMW 540ia E34 <<<SELDUR>>> |
Til sölu: BMW 540iA SHADOWLINE Árgerð 7/1994, ekinn 165.000km., svartur. Búnaður: - leður sportsæti - rafmagn í sætum - minni í sætum og speglum - hiti í sætum - rafmagns rúður - rafmagns speglar - gardína - stóra aksturstölvan - topplúga - skíðapoki - leður innrétting - cruise control - Kenwood 4x45 watta geislaspilari Vélin: V8 4.0l 286hö 400Nm Annað: Það er með miklum trega sem ég auglýsi þennan stórkostlega bíl til sölu. Bílinn var fluttur inn í ágúst 2005 af Bjarka hér á spjallinu. Ég hef átt marga BMW-bíla í gegnum tíðina en þessi er sá al-geggjaðasti sem ég hef átt. Hann er með nánast öllum þeim búnaði sem ég var með á óskalistanum fyrir Bjarka. Leðurinnréttingin, sportsætin með rafmagni og minni, topplúgan, stóra tölvan, cruise control o.fl o.fl.. Ég vildi hafa bílinn óaðfinnanlegan í akstri þannig að ég lét TB framkvæma nokkrar aðgerðir á bílnum. Það eru nýjar (stólpúða)fóðringar að aftan, nýjir mótorpúðar + gírkassafóðringar, nýjar ventlalokspakkningar, ný kerti, nýjar framfóðringar + að hvarfakútar voru fjarlægðir og pústið lagað. Eftir þessar aðgerðir er bíllinn frábær í akstri og vinnslan frábær. Bílnum fylgja 17" álfelgur með mjög góðum dekkjum og einn gangur af vetrardekkjum á 15"felgum. Myndir: ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Þetta eru myndir sem Bjarki tók fyrir mig úti. Verð bara að viðurkenna að ég er ekkert allt of duglegur að gera svoleiðis sjálfur en þessar eru mjög fínar og ættu að segja eitthvað. Verð: 890.000kr. Ég er að leita mér að dísel touring BMW þannig að skipti eru athugandi á dýrari svoleiðis. Uppl. í síma: 691-4147 eða EP! |
Author: | Arnarf [ Tue 10. Jan 2006 00:16 ] |
Post subject: | |
Þetta er alveg stórglæsilegur bíll, Ég hef mikið að vera að skoða E38 750 bíla á mobile til að kaupa í vor/sumar en daaammnn, ég hefði áhuga á þessum, en ég var hálf búinn að lofa mér að klára skólan áður en ég myndi kaupa bíl ![]() |
Author: | Alpina [ Tue 10. Jan 2006 01:00 ] |
Post subject: | |
þetta er ,,,,gríðarlega góður,, E34 og mjög snyrtilegur ,,heillegur,,eigulegur,,fallegur........og vel með farinn |
Author: | Arnarf [ Tue 10. Jan 2006 01:01 ] |
Post subject: | |
Þú ert með pm ![]() |
Author: | Steinieini [ Tue 10. Jan 2006 22:28 ] |
Post subject: | |
Arg hvar er peningurinn sem ég á ekki núna ![]() Þessi er geðveikur. ætli lín láni fyrir bílakaupum ![]() |
Author: | Schulii [ Tue 10. Jan 2006 22:34 ] |
Post subject: | |
Steinieini wrote: Arg hvar er peningurinn sem ég á ekki núna
![]() Þessi er geðveikur. ætli lín láni fyrir bílakaupum ![]() Þú áttir nú ansi huggulegann bíl ekki fyrir svo löngu ![]() I would like to thank those warm words in my car´s garden! |
Author: | ta [ Tue 10. Jan 2006 22:59 ] |
Post subject: | |
flottur svona ómerktur ![]() fínnt verð, |
Author: | Bjarki [ Wed 11. Jan 2006 03:49 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll er mjög ljúfur og Skúli bara búinn að bæta hann. Flottar myndir, leiðsögukerfi, sólskyggni og taska ![]() |
Author: | íbbi_ [ Wed 11. Jan 2006 09:27 ] |
Post subject: | |
þetta er bíll sem maður væri bara til í að eiga, með smá vinnu og smá pening mætti búa til einn flottasta E34 landsins |
Author: | ice5339 [ Wed 11. Jan 2006 09:55 ] |
Post subject: | |
Er hann ennþá ómerktur, eða ertu búinn að setja BMW merki á hann ? Hrikalega flottur samt.... |
Author: | Schnitzerinn [ Wed 11. Jan 2006 10:06 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: þetta er bíll sem maður væri bara til í að eiga, með smá vinnu og smá pening mætti búa til einn flottasta E34 landsins
ALGERLEGA ! Þessi bíll ER fallegasti e34 540 á landinu (þó þeir séu nú ekki margir), það er bókað mál. Hvað er hann að fara með á hundraði innanbæjar ? |
Author: | Schulii [ Wed 11. Jan 2006 10:59 ] |
Post subject: | |
Ég þakka aftur hlý orð. Ég hef ekkert gert fyrir bílinn útlitslega síðan hann kom. Nema að Bjarki skipti um þokuljós fyrir mig sem var brotið. Ég hef bara eytt slatta af pening í fóðringar og þess háttar. |
Author: | Sleeping [ Wed 11. Jan 2006 16:06 ] |
Post subject: | |
þessi bíll er of svalur... mundu að láta mig vita svo ![]() |
Author: | Schulii [ Wed 11. Jan 2006 17:43 ] |
Post subject: | |
Schnitzerinn wrote: Hvað er hann að fara með á hundraði innanbæjar ?
Hjá mér er hann að fara með svona 16-18l. Ég keyri hann nánast bara í "S" mode ![]() Svo utanbæjar er hann að fara með svona 10l. |
Author: | Svezel [ Wed 11. Jan 2006 17:57 ] |
Post subject: | |
Schulii wrote: Schnitzerinn wrote: Hvað er hann að fara með á hundraði innanbæjar ? Hjá mér er hann að fara með svona 16-18l. Ég keyri hann nánast bara í "S" mode ![]() Svo utanbæjar er hann að fara með svona 10l. skiptir hann sér í efsta þrepið í Sport? gríðarlega flottur bíl! |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |