98.OKT wrote:
Nú þá bara flyturu inn M5 sjálfur, eða jafnvel enn betri hugmynd, allir sem kaupa sér bíla ættu bara að flytja þá inn sjálfir og græða fleirri þúsundir

ef allir huguðu svona þá mundi enginn bíll seljast á íslandi og allir sitja uppi með verðlausa bíla.....
Maður miðar ekki bílverð á íslandi við það hvað maður getur fengið samskonar bíl á með að flytja inn sjálfur. Fyrir utan þá áhættu að eitthvað sé bilað eða alveg að fara. Það er ekkert grín að lenda í stórum bilunum í svona tæki. Og skoðaðu aðra 2000 árg. af m5 hérna á íslandi, það er jafnvel hærra ásett verð á marga þeirra og ásett verð er ekki endilega lokaverð

Ég get ekki séð að það sé einhver skylda á kaupendum hér á landi að kaupa eingöngu bíla á innanlandsmarkaði til þess að hann hrynji ekki.
Ég get alveg eins lent í því að eitthvað sé bilað og alveg að fara í bíl sem ég kaupi hér á landi eins og í Þýskalandi auk þess sem ég myndi aldrei kaupa bíl frá DE án þess að hafa fullkomna þjónustubók.
Fannst bara ansi mikill verðmunur á þessum bíl og sambærilegum með fullkominni þjónustubók frá DE, þe 1,5 mills.
Ætlaði mér ekki að skemma þennan þráð, vildi bara spá í þetta með verðið.