sarakel wrote:
Sælir Drengir
Ég verð að hrósa ykkur fyrir þessa spjallrás ykkar .Ég er búinn að vera að skoða hana núna í þau ár sem að ég er búinn að eiga þessa tvo e 39 bíla sem ég hef átt 528 ca. 2 ár og 540 ca. 2 ár.
NB. Ég er meira fyrir að njóta ykkar visku heldur en að dreifa minni.
Það eru margar góðar upplýsingar hér inn í milli ,sérstaklega er gott að hafa ETK á Tæknilegu Umræðunni það er langtum fljótlegra heldur en að stinga diskinum í drifið.
En nú er því miður , fyrir mig kominn tími á að minar leiðir og BMW skilji ,í bili að minnsta kosti og þarf ég að láta þennan höfðingja fara.
En eins og þið sjáið er hann með flesta þá auka hluti sem í boði voru en maður fær ekki allt þegar að hann er keyptur á Mobile.de
Leðrið vantar vegna þess að ég er svo sérvitur að vilja svart leður ,sem fannst ekki þegar að ég var að leita að þessum bíl .
Strákar ekki hika við að hringja ég get sagt ykkur allt um bílinn.
( ef inneignin er búin þá getið þið sent SMS og ég get hringt í ykkur.
KV
Pálmi
ég skil þig vel, ég er líka sona sérvitur á að vilja bara hafa svart leður, nema í mjög sérstökum tilfellum, og hef einmitt hætt við kaup á bílum vegna þess að ég fann ekki bíl með innrétingu sem mér líkaði, bíllin hjá þér býður nú alltaf uppá að kaupa bara innrétingu, maður hef séð þær merkilega billegar úr M5 á mobile og ebay.de, sona bíll er vel þess virði og gott betur að leggja í kostnaðinn að leðra hann eða kaupa innrétingu,
verst bara að ég hugsa að þetta sé fulldýr bíll fyrir mig eins og staðan er núna, annars kæmi ég og skoðaði hann hjá þér