bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

YR-999 BMW.........S E L D U R.........
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=12492
Page 1 of 1

Author:  amp [ Mon 14. Nov 2005 23:14 ]
Post subject:  YR-999 BMW.........S E L D U R.........

Jæja ætla að breyta aðeins til.... og því er drekinn til sölu

BMW E-32 750 ia 91 árgerð fluttur inn 1999
ekinn 275.000 þús
demants svartur- metallic -lakk er 3-4 ára gamalt, mjög gott ekkert rið
um 300 hö (vita flestir)
7,3 - 0-100 km/h
mældi hann með g-tech í sumar að gamni:
0-60 = 7 sek og mílan 15.001 á 160 km/h

það er mikill búnaður í bílnum, svo sem

loftkæling(þarf örugglega að skipta um á dælunni)
tvívirk rafdrifin lúga
ljóst leður (farið að láta á sjá, en á til 3 efni sem ná því aðeins upp, hef ekki prufað)
rafmagn í sætum og mjóbaks stuðningi
hiti í sætum
cruise control
abs og asc (spól og skrikvörn) hefur verið alger snilld í snjó og hálku
og svo má lengi telja...

bíllinn sem slíkur er mjög góður og þéttur í akstrii, engin aukahljóð og er hann alger draumur á vegi...

ég kaupi hann í lok júli og er búinn að gera eftirfarandi fyrir bílinn:
púst: hvarfar teknir og settar túbur og rör í aftasta kút sem er góður 25 þús.
ný loftbólu dekk-bridgestone (ekin 1000-1500 km) 15 þús stykkið
glær stefnuljós að framan 6900 kr.
hann fór í yfirhalningu í Tækniþjónustu bifreiða fyrir tæpan 100 þús kall
og þar var ýmislegt gert:

stýrisupphengjur
stýrisstöng
diskar og klossar nýtt að framan
yfirfarið að aftan = allt í góðu
skipt um ljós bílstjóramegin að framan (vegna steinkasts)
rör frá stýrisdælu og aftur í hleðslujafnarann
2stk bensín slöngur aftan við hvalbak og eitthvað undir bílinn

bíllinn er nýlega smurður (3000 km eftir)

svo fyrir 3-4 árum var hann heilsprautaður og farið var í drif og kjallarann á mótornum og allar fóðringar / gúmmí endurnýjað og sömuleiðis allt kveikjukerfið, skipting og mótor er í góðu standi.

nokkur atriði sem hrjá greyið: angra mig lítið
einhverskonar loki, einstefnuloki/sem stjórnar flæðinu í hleðslu jafnaranum að aftan, kemur smá ískur þegar farþegar eru í honum að aftan...

einhver slanga/hosa (sýnist mér) farin hjá/að stýrisdælunni, lekur smá (dropar smá)

ef að bíllinn er fylltur af bensíni 100 lítrar+

þá lekur smá ofan frá tanknum, engin læti, dropar bara

Alpinurnar (17") fylgja svo með án dekkja, voru ónýt og ég henti þeim.
Svo 2 stk green síur(cone/sveppur) ef viðkomandi vill, passar í bílinn.

Aðal málið er að sjálfsögðu verð og myndir en ég set á bílinn 420 þúsund(ATH ásett)
ætlast svo bara til að fá tilboð..
Haffi: 6608916 eða pm eða hér....

Hér eru myndir, veljið svo Haust myndataka...

http://kasmir.hugi.is/amp

Author:  basten [ Tue 15. Nov 2005 06:35 ]
Post subject: 

Virkilega fallegur bíll hjá þér!

Gangi þér vel með söluna.

Author:  Einarsss [ Tue 15. Nov 2005 09:16 ]
Post subject: 

Ég hef séð þennan bíl og lítur hann vel út... Flott auglýsing .. gott mál að telja upp ALLA góða hluti og slæma. Ekkert leiðinlegra að skoða auglýsingu um bíl sem á að vera tipptopp og þegar komið er á staðinn er bílinn algjört flak.


En props fyrir góða auglýsingu og gangi þér vel með söluna. :)

Author:  Schulii [ Tue 15. Nov 2005 09:32 ]
Post subject: 

Búinn að prófa þennan bíl. Virkilega þétur og góður. Er að spá í að láta einn vin minn slá á þráðinn til þín. Hann var að spá í E32 740i handa konunni sinni. Er örugglega til í að skoða þennan :lol:

Author:  Djofullinn [ Tue 15. Nov 2005 09:53 ]
Post subject: 

Þessi var mjög góður þegar ég átti hann :)
Og hann virkar SVAKALEGA í snjó og hálku!!!!

Author:  amp [ Tue 15. Nov 2005 12:29 ]
Post subject: 

Gott að hafa það með en ég skoða öll skipti á vélsleða....

Þakka fyrir góð orð...

Author:  Róbert-BMW [ Wed 16. Nov 2005 19:34 ]
Post subject: 

gamli burinn minn
ég sakna hans :oops:

Author:  flamatron [ Wed 16. Nov 2005 22:04 ]
Post subject: 

Hvað er hann að eyða miklu nuna, yfir vetrar tíman.? eða svona yfir höfuð.?

Author:  amp [ Wed 16. Nov 2005 22:07 ]
Post subject: 

utan bæjar er hann í 10,9-11,8 (munar engu hvort þú akir á 90 eða 140:)innan bæjar um 19 hjá mér

þetta er síðan í ágúst og þangað til núna...

Author:  amp [ Thu 17. Nov 2005 23:50 ]
Post subject: 

seldur :(

Author:  Einarsss [ Fri 18. Nov 2005 08:55 ]
Post subject: 

Það var ekki lengi gert ... til hamingju með söluna :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/