bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 320IA [seldur]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=12297
Page 1 of 4

Author:  gunnar [ Sun 30. Oct 2005 22:17 ]
Post subject:  BMW E36 320IA [seldur]

BMW E36 320IA árgerð 1997

Image

Image

Image


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Svo eru fleiri og stærri útgáfur af myndunum á http://www.augnablik.is/showgallery.php?cat=1259


Ekinn
155.000 km

Litur
BMW-Dunkelblau

Vél
M50 2000cc línu sexu mótor – 150 hö

Búnaður

Slökkvitæki

Digital Miðstöð

Loftkæling

Rafmagn í rúðum

Sportstýri

CD Buisness hljóðkerfi ásamt spilara

Lítil aksturtölva – sýnir hita,dagsetningu ofl

DSC spólvörn – hægt að slökkva á henni

Breytingar

KW fjöðrunarkerfi – Sett í af GSTuning fyrir um hálfu ári. Demparar og gormar, lækka bílinn um 60/40

McCulloch HID xenon ljós 6500 k

Glær stefnuljós að framan og á hliðum

Ástand

Bíllinn hefur ávallt verið þjónustaður af Tækniþjónustu Bifreiða og fengið mjög gott viðhald í minni eigu. Bíllinn var fluttur inn árið 2001 og ekinn þá um 110 þúsund.. 100% skotheld þjónustubók er með honum og bók sem nær frá byrjun. Í Þýskalandi líka. Ég hringdi út til að staðfesta þjónustuna að gamni mínu og allt stóð hjá honum Muller í DE

Ég er þriðji eigandinn af bílnum og hinir tveir eru eldri menn.

Bíllinn er skoðaður 06’ athugarsemdarlaust.

Það sem ég er búinn að gera við bílinn meðan hann er í minni eigu er eftirfarandi:

Skipt um vatnslás

Skipt um kerti

Skipt um sveifásarskynjara

Skipt um dempara og gorma (KW)

Skipt um ljósabúnað (HID)

Skipt um vatnskassa

Skipt um bremsur að aftan (diska og klossa)

Bílinn er einnig nýsmurður og þarf því ekki smurningu fyrr en eftir rúma 10.000 km

Eyðslan á bílnum er ekki mikil, allt frá 11 og upp í svona 12.4-5

Útlit

Bíllinn lítur mjög vel út. Smá um rispur hér og þar enda bíllinn sjö ára gamall og ekki væri verra að láta massa hann eftir veturinn. Bíllinn er samt ekkert ryðgaður og lítur griðalega vel út með þessa lækkun og HID ljósin (fyrsti E36 hér á landi til að fá þau held ég ;))

Skóbúnaður

Bíllinn er á djúpum 17” BMW álfelgum. Slitin Michelin Pilot dekk ( 225/45/17)
Einnig fylgir 15” vetrardekk á felgum með.
16” BMW álfelgur geta fylgt með einnig

Það er búið að vera erfið ákvörðun um að selja þennan bíl en svona er lífið.

Ég vona líka að sá sem kaupir hann muni gera hann enn betri, ég er ekki tilbúinn að selja þennan bíl í hendurnar á einhverjum sem heldur að þetta sé einhver Toyljóta Yaris dolla og gerir sér ekki grein fyrir því að hann sé lækkaður. Ég er því búinn að hafna tveimur tilboðum í hann sem komu frá mönnum sem höfðu greindarvísitölu á við þetta lyklaborð sem ég skrifa á.

VERÐ

Ég er ekki alveg viss með verðið á honum, en ásetta verðið er:

Ein milljón isk

En að sjálfsögðu lækka ég verðið eitthvað fyrir staðgreiðslutilboði

Ég get einnig tekið einhvern vísitölubíl upp í en ég þyrfti þá að fá minnsta kosti 500-700 þúsund á milli. Og þá væri verðið að sjálfsögðu í kringum milljónina.

Ekkert áhvílandi

Get látið fylgja bílnum eyebrows í sama lit og bíllinn og nýja bremsuklossa að framan.

Það er hægt að ná í mig í síma 849-8999 eða senda mér ep eða á gunnilar@gmail.com

Author:  Jónas [ Sun 30. Oct 2005 22:27 ]
Post subject: 

Flottar myndir þarna fyrst :P

En já.. þessi bíll er æði, alltaf fengið skothelt viðhald hjá Gunna, og mjög gaman að keyra hann!

Author:  gunnar [ Sun 30. Oct 2005 22:33 ]
Post subject: 

Jónas wrote:
Flottar myndir þarna fyrst :P

En já.. þessi bíll er æði, alltaf fengið skothelt viðhald hjá Gunna, og mjög gaman að keyra hann!


Já ég þakka fyrir hjálpina við myndatökuna 8)

Author:  Róbert-BMW [ Sun 30. Oct 2005 22:35 ]
Post subject: 

i like it 8)

Author:  Djofullinn [ Mon 31. Oct 2005 09:23 ]
Post subject: 

Djöfull er hann flottur hjá þér :shock:

Author:  IvanAnders [ Mon 31. Oct 2005 12:32 ]
Post subject: 

Djöfull er hann glæsilegur :shock:
verst að hann er ssk :cry:

Author:  gunnar [ Mon 31. Oct 2005 15:13 ]
Post subject: 

IvanAnders wrote:
Djöfull er hann glæsilegur :shock:
verst að hann er ssk :cry:


Tja já sumum finnst það, en ég er samt ógeðslega skotinn í sjálfskiptingunni á honum, veit ekki af hverju, mér finnst hún virka svo smooth og bara þægilegt að krúsa með hana innanbæjar.

Og ég hef nú ágætis samanburð sérstaklega núna þegar maður er að rússa á E34 bsk með læstu drifi, þetta er allt öðruvísi..

Bæði plúsar og mínusar að mínu mat.

En það verður enginn svikinn af þessum bíl, hann er ógeðslega skemmtilegur og liggur eins og feit kerling í hjólastól.

Author:  Aron Andrew [ Mon 31. Oct 2005 16:48 ]
Post subject: 

Langar þig nokkuð að selja felgurnar sér?

Author:  gunnar [ Mon 31. Oct 2005 16:50 ]
Post subject: 

Tja, það er allt til sölu fyrir rétt verð, ég að sjálfsögðu sel þær ekki fyrir neitt klink 8)

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 31. Oct 2005 18:35 ]
Post subject: 

Mjög snyrtilegur og flottur bíll 8)

Author:  Alpina [ Mon 31. Oct 2005 18:46 ]
Post subject: 

,,,,Af myndunum að dæma-------------------------->> einn huggulegasti E36,,,,,EVER

Author:  gunnar [ Mon 31. Oct 2005 19:09 ]
Post subject: 

Takk fyrir hrósið Sveinbjörn minn, ég veit það sjálfur að ég á eftir að naga stórt gat í handlegginn á mér fyrir að selja þennan bíl.. :cry:

Author:  bebecar [ Mon 31. Oct 2005 19:11 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Takk fyrir hrósið Sveinbjörn minn, ég veit það sjálfur að ég á eftir að naga stórt gat í handlegginn á mér fyrir að selja þennan bíl.. :cry:


Alls ekki - opnar bara tækifæri fyrir aðra enn skemmtilegri bíla :wink:

Author:  ArnarK [ Tue 01. Nov 2005 20:56 ]
Post subject: 

Við skulum ekkert verið að segja neitt um elsku Yaris sem við getum ekki tekið til baka :wink:

Author:  ///Matti [ Tue 01. Nov 2005 21:12 ]
Post subject: 

Mjög flottur E36 8) Hlýtur að seljast fljótt :wink:

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/