bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Goður E21 til sölu, 316 árg. '82 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=1220 |
Page 1 of 1 |
Author: | BMWmoli [ Wed 09. Apr 2003 16:17 ] |
Post subject: | Goður E21 til sölu, 316 árg. '82 |
Ég þarf að selja 316 bílinn minn vegna þess að ég er að flytja til útlanda. Keypti hann í júlí 2001 og hann hefur aldrei klikkað. Hann var lengst af í eigu fullorðins manns á Ólafsfirði. Lítur þrælvel út, allur original, ekinn 167 þús. Tveir nýlegir dekkjagangar og nýbúið að taka rafmagnið í gegn í honum, nýr geymir. Eins og flestir vita þá er þetta síðasta árið af þessu boddýi ('82 model, síðasta árið áður en E30 kom) og því vekur hann oft athygli á götunni þeirra sem hafa auga fyrir gömlum BMW bílum - enda orðinn klassískur! Fór athugasemdalaust í gegnum skoðun í des. 2002 en ég veit að dempararnir eru orðnir lélegir. Sennilega sá "most original looking" E21 á götunni á Íslandi. Myndi sætta mig við ca. 60-70 þúsund kall fyrir hann - og veit að þeir eru ekki margir svona góðir sem fást fyrir svo lítinn pening! ![]() |
Author: | Benzer [ Wed 09. Apr 2003 22:02 ] |
Post subject: | |
Hvaða model er þessi bill og áttu mynd af honum |
Author: | BMWmoli [ Thu 10. Apr 2003 13:43 ] |
Post subject: | |
Hann er '82 model. Gleymdi víst að taka það fram (gerði ráð fyrir að allir vissu hvaða model væri það síðasta af E21 ![]() Varðandi myndina: jú get eflaust fundið eina slíka - er reyndar klaufi hérna inní á síðunni og er ekki klár á hvernig á að setja hana inn.... |
Author: | Guest [ Thu 10. Apr 2003 23:54 ] |
Post subject: | |
Hvað er númerið hjá þér?!?!?! |
Author: | Guest [ Fri 11. Apr 2003 19:48 ] |
Post subject: | |
Númerið mitt er 892 1967 |
Author: | Logi [ Sat 12. Apr 2003 09:54 ] |
Post subject: | |
Ef ég ætti 70 þús sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við þá væri ég virkilega til í að kaupa þennan bíl. Það er svo mikil og góð sál í E21! Snildar bílar ![]() |
Author: | Guest [ Wed 23. Apr 2003 01:56 ] |
Post subject: | |
Seldur? er vökva stýri? ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 23. Apr 2003 08:53 ] |
Post subject: | |
Þetta er mjög heillegur og fallegur bíll - ég hef rekist á hann á labbi mínu um vesturbæinn og gómaði meira að segja eigandann og hélt honum á snakki. En svona bara vegna forvitni... þá hef ég heyrt því fleygt að E21 hafi verið framleiddur alveg til 1985 sem 315 í svona "budget" útgáfu.... Getur einhver staðfest þetta? |
Author: | Logi [ Wed 23. Apr 2003 12:04 ] |
Post subject: | |
Ég er nánast fullviss á því að þetta sé rétt hjá þér. Það voru bara 315 bílarnir. Alveg hráir af búnaði, ekkert króm (eða lítið allavega) og 1,6 75 ha vél! |
Author: | arnib [ Wed 23. Apr 2003 12:11 ] |
Post subject: | |
Ég hef séð þennan bíl mjög oft og einmitt alltaf hugsað með mér hvað hann virðist vera í hrikalega góðu standi! ![]() Hann er virkilega fallegur! |
Author: | Guest [ Wed 23. Apr 2003 14:18 ] |
Post subject: | |
Já, hann fær oft athygli á götunni þessi ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |