bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW e39 540iA Shadowline ´97 SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=12116
Page 1 of 1

Author:  basten [ Mon 17. Oct 2005 17:04 ]
Post subject:  BMW e39 540iA Shadowline ´97 SELDUR

Jæja, bíllinn minn er til sölu ef að rétt verð fæst fyrir hann.
Liggur ekkert á að selja hann og ástæða fyrir sölu er sú að ég er að spá í að fá mér BMW diesel þar sem ég keyri það mikið á ári.

Myndir af bílnum eru hér http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=10852

Um er að ræða BMW e39 540iA Shadowline Biarritzblau-metallic, fyrst skráður í Þýzkalandi 20/01 1997.
Bíllinn kom hingað til lands 04/07 2005. Tveir eigendur voru að honum úti áður en ég fékk hann og hefur bíllinn alltaf fengið toppviðhald.

Bíllinn er á 17" Styling 33 felgum. Hann er með buffalo-leðri og sportsætum.
M-sportstýri, Xenon, A/C, tvöfalt gler í hliðarrúðum, regnskynjara, gardínur í afturhurðum og afturrúðu, Dension Icelink fyrir iPod. (ég er ábyggilega að gleyma einhverju)

Hjartað í bílnum er að sjálfsögðu 4,4 ltr V8 sem er alveg ótrúlega þíð, en getur jafnframt breyst á örskotsstundu í óargadýr þegar bílnum er gefið.

Bíllinn er í dag ekinn 148.xxx km og er allur mjög þéttur og góður.
Hann er á sumardekkjum sem eiga um 60% eftir og ef ég er sáttur við það sem ég fæ fyrir bílinn þá læt ég 17" Bridgestone Blizzak WS-50 loftbóludekk fylgja, en þau hafa verið keyrð einn vetur og eru mjög lítið slitin.

Ásett verð er 1550. þúsund stgr og er ekkert áhvílandi á bílnum.

Ég er ekkert sérlega hrifinn af því að fá bíl uppí en skoða skynsamlega hluti og ég vil alls ekki setja þennan uppí einhvern annan.

Áhugasamir hafi samband í síma 823-9732

Author:  Þórir [ Wed 19. Oct 2005 22:03 ]
Post subject:  Sælir.

Ég hef fylgst með þessum og þetta er mjög flott eintak, þessar felgur koma líka hrikalega vel út 17".

Sanngjarnt verð líka miðað við marga sem eru að selja 540.

Gott mál og gangi þér vel með söluna.

Kveðja.
Þórir I.

Author:  basten [ Tue 25. Oct 2005 17:13 ]
Post subject: 

Er hættur við að selja dýrið 8)

Author:  basten [ Fri 21. Jul 2006 18:55 ]
Post subject: 

Aftur til sölu :wink:
Kveðja, óákveðni gaurinn :D

Author:  Karlsson [ Sun 23. Jul 2006 02:37 ]
Post subject: 

haha en já eru til eitthverjar myndir af gripnum ? 8)

Author:  basten [ Mon 24. Jul 2006 12:01 ]
Post subject: 

Karlsson wrote:
haha en já eru til eitthverjar myndir af gripnum ? 8)


Það er linkur á myndir efst í auglýsingunni :wink:

Author:  Geir-H [ Mon 24. Jul 2006 13:35 ]
Post subject: 

Er hann á sömu felgum í dag?

Author:  basten [ Mon 24. Jul 2006 16:42 ]
Post subject: 

Geir-H wrote:
Er hann á sömu felgum í dag?


Já hann er á sömu felgum. Líklega einu svona 17" felgurnar á klakanum.

Author:  Geir-H [ Fri 04. Aug 2006 10:43 ]
Post subject: 

Er þessi seldur?

Author:  basten [ Wed 09. Aug 2006 16:27 ]
Post subject: 

Hann er frátekinn eins og er og selst að öllum líkindum í næstu viku.

Author:  basten [ Tue 22. Aug 2006 23:19 ]
Post subject: 

Bíllinn er seldur.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/