bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E46 320d 12/98 - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=11926
Page 1 of 3

Author:  Djofullinn [ Mon 03. Oct 2005 11:58 ]
Post subject:  BMW E46 320d 12/98 - SELDUR

BMW E46 320d

Bíllinn kemur á götuna 12/98 og er ekinn 194.000 km.

Beinskiptur 5 gíra.
Skráður 136 hö og skilar hann þeim mjög vel!
260 nm.
Með chip eru þessir bílar að fara upp í 160-165 hö og 320-330 nm eftir því frá hvaða framleiðanda kubburinn er. Það ætti að gefa honum töluverða yfirburði yfir E46 320 bensínbíla 8)

Eyðsla bílsins kom verulega á óvart og hangir hann í um 7 l innanbæjar. Ég hef ekki farið út á land á honum og get því ekki sagt til um þær tölur.

Litur:
Blár að utan.
Grár/svartur að innan.

Skóbúnaður sem fylgir bílnum:
16" álfelgur á sumardekkjum / 2 góð en hin ónýt.
15" stálfelgur á mjög góðum negldum vetrardekkjum + koppar.

Aukabúnaður:
Spólvörn.
Rafdrifnar rúður.
Rafdrifnir speglar.
Fjarstýrðar samlæsingar.
Búið er að setja á bílinn glær stefnuljós að framan og á hliðum.

Bíllinn lítur nokkuð vel út, eitthvað af grjótkasti og Hagkaupsrispum eru á bílnum eins og gengur og gerist eftir 194.000 km.
Það er mjög gott að keyra bílinn og hefur augljóslega verið farið mjög vel með hann.
Bremsur hafa nýlega verið endurnýjaðar.

SELDUR

Daníel
danieltosti@internet.is
eða PM


Myndir eru væntanlegar í kvöld !!!!!!

Author:  Kristjan [ Mon 03. Oct 2005 13:03 ]
Post subject: 

Vill einhver cabrio!!!!!????

Author:  Kull [ Mon 03. Oct 2005 14:33 ]
Post subject: 

Flott verð og án efa skemmtilegur bíll, sérstaklega ef menn setja chip/tuninbox, og ekki skemmir að hann eyðir á við meðal Polo :D

Author:  bebecar [ Mon 03. Oct 2005 16:02 ]
Post subject: 

Þetta er bara skynsamlegur bíll - ég ætla að benda vini mínum á hann :wink:

Author:  jonthor [ Mon 03. Oct 2005 18:39 ]
Post subject: 

Já ég er nýlega búinn að keyra svona bíl og hann kom verulega á óvart. Get vel hugsað mér að næsti bíllinn minn verði 320d, mjög skemmtilegir bílar!

Author:  Alpina [ Mon 03. Oct 2005 20:16 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Vill einhver cabrio!!!!!????




HHMmmmmmmmm

Author:  Kristjan [ Mon 03. Oct 2005 21:02 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Kristjan wrote:
Vill einhver cabrio!!!!!????




HHMmmmmmmmm


Alpina er dulur eins og venjulega....

Author:  IceDev [ Mon 03. Oct 2005 22:21 ]
Post subject: 

Ég held að þetta hafi nú ekki verið alpina sem skrifaði þarna

Það hefði líklegast verið á borð við þetta

,,,,,,,,HMMMMMMmmmmmm,,,,,,,

:P

Ekkert diss meint með þessu

Author:  Djofullinn [ Mon 17. Oct 2005 22:03 ]
Post subject: 

Jæja þar sem tilboðið sem ég var að fara að ganga frá gekk ekki alveg upp þá er hann ennþá til sölu :) Myndir fást á emaili

Author:  arnibjorn [ Mon 17. Oct 2005 22:08 ]
Post subject: 

:(

Author:  Djofullinn [ Mon 17. Oct 2005 22:44 ]
Post subject: 

3 myndir

Eitthvað furðuleg lýsingin á þeim en þetta gefur allavega smá hugmynd um hvað er verið að tala um :)

Image
Image
Image

Author:  Djofullinn [ Fri 21. Oct 2005 10:00 ]
Post subject: 

TTT
Skoða skipti á öllum ódýrari bílum, mega alveg vera allt að 800 þús kr bílar. Ég þarf bara að lækka afborganirnar mínar og helst fyrir mánaðarmót ;) Skjótið öllum dónalegum tilboðum að mér, í versta falli segi ég nei.

Author:  jon4 [ Fri 21. Oct 2005 11:46 ]
Post subject: 

Var þessi bíll fluttur inn ? :?:

Author:  Djofullinn [ Fri 21. Oct 2005 11:47 ]
Post subject: 

jon4 wrote:
Var þessi bíll fluttur inn ? :?:
Já árið 2000 :) En ég veit því miður ekki aksturinn á honum þá.

Author:  Djofullinn [ Fri 21. Oct 2005 11:53 ]
Post subject: 

Svona til viðmiðunar þá er ódýrasti E46 320d bíllinn á mobile á 8200 Evrur sem reiknast mér
sem ca. 1.230.000 kr til landsins með þóknun/kostnaði.
Sá bíll er ekinn 255.000 km.

Þannig að geta keypt bíl sem er á landinu (þannig að það er hægt að skoða, prófa og setja annan bíl upp í)
á 1 milljón held ég að hljóti að vera mjög góður díll 8)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/