bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E34 520i 1992 [SELDUR]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=11863
Page 1 of 3

Author:  Höfuðpaurinn [ Tue 27. Sep 2005 14:07 ]
Post subject:  BMW E34 520i 1992 [SELDUR]

SELDUR

BMW 520i

Framleiddur: Febrúar 1992.
Ekinn: 173.xxx km.

Eigendasaga:

Fyrsti eigandi: 1992 - 1999, man ekki nafn ( f. '39 )
Annar eigandi: 1999 - 2002, Glen Lisenbee
Þriðji eigandi: 23.01.02, Sala varnarliðseigna
Fjórði eigandi: 31.01.02, Ingimar Bjarnason
Fimmti eigandi: 22.07.03, Þengill Halldórsson
Sjötti eigandi: 21.03.04, Vífill Halldórsson
Sjöundi eigandi: 28.10.04, Höfuðpaurinn 8)

Bíllinn er fluttur til Íslands 15.06.2001 sem búslóð af Glen Lisenbee og var hann upp á keflavíkurflugvelli eins og þriðji eigandi gefur til kynna. Hann kemur á almenn merki 22.01.03. Eigendur fimm og sex eru bræður.

Áður en ég kaupi hann þá fengu allir 150 stóðhestarnir í hesthúsinu smá aðhlynningu hjá læknunum í TB eftir rúmlega 150 þús. km. ferðalög og eru þeir allir við hestaheilsu :wink:

Hann rann svo að sjálfsögðu athugasemdalaust í gegnum skoðun!

Þær betrumbætingar sem eru svo á mínum vegum eru:
Pakkdósir báðu megin í drifið.
Neðri spindlar báðu megin að framan.
Súrefnisskynjari.
Kerti.
Nýtt viðnám einhverstaðar í helvíti.
Stóra OBC (On-Board-Computer, ný komin í).
Þjófavörn með fjarstýringu á saml.
Kraftkútur.
Hvítar aðalljósaperur.
Blábjarma stöðuljós.
Nýjar perur í allt mælaborðið.
Hurðastoppurum skipt út.

Búnaður:
Óslitið dökkt pluss-áklæði.
Svart mælaborð, sér ekki á því.
Rafmagn í fremri rúðum og speglum.
Tvívirk topplúga.

Innbyggt loftnet.
Sex hátalarar.
Kastarar.
16" álfelgur, dekk 225/50.

Aukabúnaður: (sem getur fylgt fyrir rétta fjárhæð)
215/50 nagladekk, keyrð tæplega 3 þús. km. (eins og ný)
Tveir 7*10" hátalarar í afturhillu (gráir í stíl við hilluna).
12" keila.
Magnari.
Pioneer spilari, MP3/WMA, 2*RCA out, o.fl.

Myndir:
Síðustu fjórar myndirnar eru nýjar til að sýna pústið, vél, OBC og kílómetra stöðu.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Seldur

Author:  Djofullinn [ Tue 27. Sep 2005 14:47 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll! Lítur roslaega vel út :shock:

Author:  Höfuðpaurinn [ Tue 27. Sep 2005 15:50 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Glæsilegur bíll! Lítur roslaega vel út :shock:


Já takk fyrir það, enda kolféll ég fyrir honum þegar ég skoðaði hann fyrst

Author:  arnib [ Tue 27. Sep 2005 15:52 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll og góð auglýsing! 8)

Author:  Schulii [ Tue 27. Sep 2005 16:25 ]
Post subject: 

Flottur bíll og góð auglýsing. Virkilega eigulegt eintak.

Author:  Kristjan [ Tue 27. Sep 2005 18:23 ]
Post subject: 

úff þennan væri ég til í

bara ekki nógu góður sölutími fyrir Cabrio

Author:  Spiderman [ Tue 27. Sep 2005 18:31 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
úff þennan væri ég til í

bara ekki nógu góður sölutími fyrir Cabrio


Þú mátt alveg henda á mig stgr. verði :lol:

Author:  Höfuðpaurinn [ Tue 04. Oct 2005 14:10 ]
Post subject: 

SELDUR

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 06. Oct 2005 12:19 ]
Post subject: 

uss á ég að trúa þessu upp á ykkur, enginn?

Author:  IceDev [ Thu 06. Oct 2005 13:04 ]
Post subject: 

Ég man þegar að ég var á tímabili að hugsa um að kaupa þennan bíl af honum Vífil?

Virkaði sem mjög gott eintak og ekki er hann verri eftir þessar breytingar

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 06. Oct 2005 14:53 ]
Post subject: 

ætlunin var líka að eiga þennan bíl áfram (annars hefði ég ekki keypt nagladekk fyrir +60K síðasta vetur) og var planið að fara í glær stefnuljós, ný afturljós (losna við appelsínugulalitinn af bílnum), leðursportsæti og svo það sem manni dytti í hug... en því miður þá verð ég að losa smá aur og hefði viljað sjá þennan bíl fara í góðar hendur.

Author:  Höfuðpaurinn [ Tue 11. Oct 2005 22:19 ]
Post subject: 

...

Author:  Höfuðpaurinn [ Fri 14. Oct 2005 10:50 ]
Post subject: 

SELDUR

Author:  Sprangus [ Fri 14. Oct 2005 12:40 ]
Post subject: 

er tauáklæði?...

Author:  Höfuðpaurinn [ Fri 14. Oct 2005 13:11 ]
Post subject: 

Sprangus wrote:
er tauáklæði?...


Jebb, tau/pluss, misjafnt hvað menn kalla þetta, eins og nýtt, sér ekki á innréttingunni í heild sinni.
Það stóð til hjá mér að setja leður í hann, en sökum breyttra aðstæðna verð ég að losa aura... :cry:

ps. skal reyna að græja mynd af því um helgina ef ég hef tíma...

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/