bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

m5 seldur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=11793
Page 1 of 2

Author:  camaro F1 [ Wed 21. Sep 2005 18:52 ]
Post subject:  m5 seldur

Ef einhver hefur áhuga á að taka af mér 1999 árg af carbon svörtum BMW M5 Með öllum hugsanlegum, aukabúnaði sem hægt er að fá í bílnum. Er enn úti enn fer að leggja af stað heim.
bíllinn var í einkaleigu útii . topp þjónusta. Með bók..... nýyfirfarinn, skipt um allt í bremsum, og glæ ný dekk.
Ekinn 118þ km. topp eintak.
Fæst á 3,2 miilj.
Smá staðfestingargjald, (samningsatriði) allt á löglegum pappír, með vottum og viðurkenningu, gegnum bilasölu svo allt sé pottþétt. Svo restin þegar bílinn kemur heim, hugsanlega hægt að útvega góðan samning/lán á bílinn þegar hann kemur heim.

Ath, þetta verð er aðeins gilt ef kaupin verða staðfest innan viku. Þannig að bregðist fljótt við ...
Ásett verð á svona bíl er 4,5-4,8 svona útbúinn hér heima.....




Ef einhver hefur áhuga hringið í s. 8982832, 8202832
Bæring......
bjallið og spjallið við mig.....

Author:  arnib [ Wed 21. Sep 2005 18:54 ]
Post subject: 

Þetta hljómar eins og nokkuð góður díll myndi ég segja!

Hvað er kaupverð bílsins úti ?

Author:  camaro F1 [ Wed 21. Sep 2005 19:11 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Þetta hljómar eins og nokkuð góður díll myndi ég segja!

Hvað er kaupverð bílsins úti ?



náðist á í 22.000 eur átti að kosta 25.000 eur

Author:  anger [ Wed 21. Sep 2005 20:26 ]
Post subject: 

þetta er ekki neitt verð ef eg tok þessu rétt

Author:  Einarsss [ Wed 21. Sep 2005 20:39 ]
Post subject: 

bara ef maður ætti pening fyrir svona græju :shock:

Author:  camaro F1 [ Wed 21. Sep 2005 20:48 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
bara ef maður ætti pening fyrir svona græju :shock:



tekur bara bilasamning, 4-5 ara 60-70 þ man. Allt hægt ef vilji er f. hendi hehehe.....

Author:  Einarsss [ Wed 21. Sep 2005 21:12 ]
Post subject: 

camaro F1 wrote:
einarsss wrote:
bara ef maður ætti pening fyrir svona græju :shock:



tekur bara bilasamning, 4-5 ara 60-70 þ man. Allt hægt ef vilji er f. hendi hehehe.....


hehe já þá verð ég sennilega að fara vinna auka 4-5 tíma á dag næstu 4-5 árin ;) nei takk .... en þegar ellin kemur yfir mann og krakkarnir verða fluttir að heiman skelli ég mér á e-ð sæmilegt tæki :P

Author:  . [ Wed 21. Sep 2005 22:58 ]
Post subject: 

áttu ekki myndir af honum?

Author:  camaro F1 [ Wed 21. Sep 2005 23:04 ]
Post subject: 

. wrote:
áttu ekki myndir af honum?



ég er svo mikil ljóska, mér tekst aldrei að browsa mynd her inn eða kann það bara ekki, megið alveg skýra það fyrir mér ég......

kv bæi

Author:  . [ Thu 22. Sep 2005 19:16 ]
Post subject: 

eru myndirnar hýstar á netinu?

getur hýst þær á www.augnablik.is og póstað linknum á þær hér

Author:  camaro F1 [ Thu 22. Sep 2005 19:36 ]
Post subject: 

. wrote:
eru myndirnar hýstar á netinu?

getur hýst þær á www.augnablik.is og póstað linknum á þær hér




Hann er seldur sjóari frá skagaströnd ætlar að taka hann..........

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Sep 2005 19:58 ]
Post subject: 

Til hamingju ;) Ekki skrítð að hann hafi verið svona fljótur að fara ef um gott eintak var að ræða

Author:  gunnar [ Thu 22. Sep 2005 20:38 ]
Post subject: 

Þetta tók ekki langann tíma, 3.2 mills fyrir E39 m5, það er nú ekki mikið... :shock:

Author:  camaro F1 [ Thu 22. Sep 2005 21:43 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Þetta tók ekki langann tíma, 3.2 mills fyrir E39 m5, það er nú ekki mikið... :shock:


Hann er í góðum málum......... held ég ,,þetta er geðveikur bíll...

Author:  Kristjan [ Fri 23. Sep 2005 10:44 ]
Post subject: 

Djöfull hlakka ég til að þessir bílar verði komnir á verð sem verði mér viðráðanleg.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/