bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
[b]BMW 528 ia 1987 e28 [/b] https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=116 |
Page 1 of 2 |
Author: | Just [ Thu 26. Sep 2002 22:28 ] |
Post subject: | [b]BMW 528 ia 1987 e28 [/b] |
Ég verð víst að selja Bimmann minn. Þetta er frv. forstjórabíll með öllu og það hefur verið hugsað um hann eins vel og hægt er frá upphafi. Bimminn er 184 hp með 2800cc vél. Keyrður 176.000. - sjálfskiptur - Ljósbrún leðursæti sem sést varla á. - rafdrifinn topplúga, rafdrifnar rúður og speglar. - Glænýr Pioneer Mosfet geislaspilari með fínu hljóðkerfi. - Nýlegar BMW álfelgur. - Aksturstölva. - Tímastillt Bensínmiðstöð. - Sumar- og vetrardekk. - Lakkið eins og nýtt, nýryðvarinn (allur) o.fl. - Fyrrum eigandi hefur látið yfir 400 þús.kr. í bílinn, til að halda honum við og láta hann virka eins og nýr BMW. T.d. ný sjálfskipting fyrir 200 þús. Er með nótur fyrir öllu. - Litur er Metallic Brown - Nánast ekkert ryð er á bílnum. Ef áhugi er fyrir hendi sendið mér þá skilaboð hér eða á gunnii69@hotmail.com þið getið séð myndir af honum á samkomur 22.09.02. ef þið gefið mér upp mailið hjá ykkur get ég dent ykkur flottari myndir (líka innan í) S: 6944113 SJÓN ER SÖGU RÍKARI ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 26. Sep 2002 22:56 ] |
Post subject: | |
Ég hvet alla bimma menn að skoða þennan bíl, við (Just) völdum hann saman og þetta er ótrúlegur bíll, það sér varla á honum og það er búið að eyða stórum fjárhæðum í að halda honum í topp standi.... Ég hef keyrt þennan bíl nokkuð oft og hann er miklu sneggri en maður heldur og höndlar ótrúlega vel, mig blóðlangar í hann sjálfum, en ég verð að fá mér sparibauk ef ég ætla að kaupa mér hús. |
Author: | Gunni [ Thu 26. Sep 2002 23:09 ] |
Post subject: | |
buhu ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 26. Sep 2002 23:21 ] |
Post subject: | |
Já, þetta sökkar feitt einsog sagt er...... Ég er nú ekki búin að selja ennþá ![]() ![]() ÉG kaupi í lottóinu á laugardaginn..... Og ég er ekki ennþá búin að finna húsnæði (búin að leita í nokkuð langan tíma) og er ekki viss um að ég finni nokkuð yfirleitt (það þýðir að ég held bimmanum mínum á meðan). |
Author: | Just [ Fri 27. Sep 2002 11:13 ] |
Post subject: | |
Ég ætla líklegast að fá mér sparneytinn bíl í einhvern tíma, safna smá pening og líklegast kaupa einhvern af draumabílunum, maybe annan BMW.... aldrei að vita. ![]() Ég mun allavega sjá eftir þessum bíl ![]() |
Author: | bebecar [ Fri 27. Sep 2002 12:27 ] |
Post subject: | |
Hann (Just) mun fá sér E30 M3 þegar hann er búin að safna, hann fær engan frið fyrr! Kannski hann kaupi bara af Bjarka! |
Author: | Gunni [ Fri 27. Sep 2002 14:55 ] |
Post subject: | |
kaupa hvað af bjarka ??? |
Author: | bebecar [ Fri 27. Sep 2002 15:23 ] |
Post subject: | |
E30 M3! |
Author: | Gunni [ Fri 27. Sep 2002 17:38 ] |
Post subject: | |
en ein spurning, ætti maður að kannast við Bjarka á e30 m3 ?? ég man ekki eftir að hafa séð póst frá honum hérna allavega! |
Author: | bebecar [ Fri 27. Sep 2002 19:08 ] |
Post subject: | |
Það er ekki nema eðlilegt enda heitir hann BIRKIR ekki Bjarki..... ![]() Silly me! |
Author: | Gunni [ Fri 27. Sep 2002 19:33 ] |
Post subject: | |
hehe datt það í hug ![]() ![]() |
Author: | Just [ Tue 08. Oct 2002 17:29 ] |
Post subject: | |
Hérna eru e-r myndir... http://www.live2cruize.com/Members/Sidu ... gi_BMW.htm |
Author: | saemi [ Tue 08. Oct 2002 20:38 ] |
Post subject: | |
Hörkufallegur bíll ![]() ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 08. Oct 2002 21:28 ] |
Post subject: | |
Sæmi þekkir auðvitað staðinn! Og hefur smekk fyrir bílnum enda smekkmaður.... En mikið asskoti verður smart að sjá sexuna með með M motor maður, ertu búin að bjarga merkjum á hann, M merki í grillið og að aftan, er ekki M6 merki að aftan ef ég man rétt? Áttu nokkuð hentugar felgur á bílinnn hjá Just, í réttum tíðaranda þ.e.a.s.? |
Author: | saemi [ Tue 08. Oct 2002 23:46 ] |
Post subject: | |
Auðvitað á ég felgur handa honum, nóg af þeim. Allt sem ég er með í Til sölu dálknum passar. Mér finnst þeir flottastir með TRX felgunum eins og þessar. Þetta eru felgurnar með vetrardekkjunum sem ég keypti fyrir 5 árum. ![]() Þess utan eru það náttúrulega crossspoke felgurnar týpísku. En þetta eru bara mín tvö sent ![]() Ég er nú ekki búinn að fjárfesta í merkjum. Enda ekki tímabært að setja þau á fyrr en allt er komið í... Dáldið gaman líka að hafa þetta bara blanco! Margir sem vita ekkert hvað þetta er, hafa aldrei heyrt minnst á sexur. En ef ég set á hann merki, þá verður það annaðhvort bara //M eða //M635csi Maður verður nú að njóta þess að hafa þá bíl með lengsta //M nafninu ![]() Original þá var bíllinn seldur með M635csi að aftan í Evrópu, en með M6 í USA. Og að ég held, bara M merki að framan í Evrópu, en M6 í USA. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |