bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til Sölu BMW 735i E32 1990 -SELDUR-
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=11575
Page 1 of 3

Author:  saemi [ Sun 04. Sep 2005 12:31 ]
Post subject:  Til Sölu BMW 735i E32 1990 -SELDUR-

-SELDUR-


Til Sölu BMW 735i E32

Litur: Diamantschwarz.
Innanrými er með rafstýrðum sportstólum klæddu svörtu leðri.

Fyrsti skráningardagur 12.1990
Fluttur til Íslands í Júní 2005


Ekinn 270.000.


Búnaður:

Loftkæling (sem virkar)
Stóra aksturstölvan (með fjarstýringu úr stýri)
Sportsæti með rafmagnsfærslu
Spólvörn
ABS bremsur
Þokuljós
Hraðastillir (cruise control)
Armpúði
Fjarstýrðar samlæsingar
Geislaspilari
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir speglar
Vökvastýri
Original Hi-fi hljóðkerfi (virkar merkilega vel)
Þjófavörn (Wegfahrsperre)

Leðurklæðning á miðjustokk og hurðarspjöldum (stærri leðurpakkinn)
Gardínur í afturgluggum

Bíllinn er með M30 vélinni, beinskiptur 5 gíra. 220hö

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image




Eins og sést á myndunum, þá er bíllinn tjónaður á hægri hliðinni, ásamt afturenda. Mín ágiskun er c.a. 50-70.000.- að láta gera við þetta hjá e-m bílskúrsgæja.


Image
Image

Það pústar út einhvernsstaðar og það vantar eina litlu gardínuna í hliðargluggan.


Fínn bíll, mjög skemmtilega búinn og mjög gott að keyra hann.


Verð:



Með felgunum á myndinni (17x8): 650.000.-

Með 15" original BMW álfelgum 500.000.-

Sæmi
699-2268 / smu@islandia.is

Author:  Róbert-BMW [ Sun 04. Sep 2005 13:42 ]
Post subject: 

djöful lángar mér í þennan 8)

Author:  saemi [ Sun 04. Sep 2005 14:08 ]
Post subject: 

Langar mig ;)

Author:  gunnar [ Sun 04. Sep 2005 14:45 ]
Post subject: 

Fyrsta hlutverk þess sem kaupir þennan bíl er að henda þessum geislaspilara í ruslið.... djöfull sker hann í augun á mér :lol:

Author:  bebecar [ Sun 04. Sep 2005 18:44 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Fyrsta hlutverk þess sem kaupir þennan bíl er að henda þessum geislaspilara í ruslið.... djöfull sker hann í augun á mér :lol:


Tók einmitt eftir því - hann stakk dálítið í augun - en er þetta ekki Blaupunkt? Minnir að ég hafi átt svona einu sinni og hann var afburða góður! Þyrfti bara að vera svartur!

PS... beinskiptar sjöur eru alltaf svalar 8)

Author:  srr [ Sun 04. Sep 2005 21:22 ]
Post subject: 

Ég var með svona Blaupunkt í Renaultinum mínum :wink:
San remo heitir módelið og þetta hentar engan vegin í BMW dreka :lol:

Author:  saemi [ Mon 05. Sep 2005 13:42 ]
Post subject: 

Hihihi, þessi spilari er engan veginn að passa þarna inn... EN eins og bebecar sagði réttilega þá er þetta Blaupunkt og virkar þrusuvel. Ég skal glaður halda honum eftir ef kaupandinn vill hann ekki með :D

Author:  íbbi_ [ Mon 05. Sep 2005 17:21 ]
Post subject: 

þessi er flottur, mig langar :(

En er billin á 500þúsund með tjónunum og því sem er að honum?

Author:  saemi [ Mon 05. Sep 2005 19:06 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
þessi er flottur, mig langar :(

En er billin á 500þúsund með tjónunum og því sem er að honum?


Passar.

500 kall með lélegum dempurum, pústar framhjá einhvernsstaðar og með strokna hlið.

Við getum líka orðað það þannig að bíllinn er til sölu á 350 þús án leðurinnréttingarinnar og beinskiptingu :lol:

Author:  Geir-H [ Wed 07. Sep 2005 17:00 ]
Post subject: 

Hmm er þetta ekki full hátt verð?

Enginn leiðindi samt!

Author:  saemi [ Wed 07. Sep 2005 17:38 ]
Post subject: 

Jaaa hvað skal segja. Ef við segjum að bíllinn fari á 450þús eftir prútt. Segjum svo að sportinnrétting úr svörtu leðri með rafmagni ásamt beinskiptingu sé svona 150þús. kr virði. Þá stendur eftir 300þús sem mér finnst nú bara eðlilegt fyrir svona bíl.

Þú færð ódýrari E32 bíl á íslandi, nóg til af þeim.

En þú færð ekki öruggari bíl í viðhaldi, M30 vélin er ekki neitt V12 dæmi, þú færð allt ódýrt í þessa vél. Eins og hefur nú sést hérna, þá eru sjálfskiptingarnar gjarnan að fara í þessum bílum í kringum 200þúsundin, þannig að þessi beinskiptur er bara gott mál viðhaldslega séð. Ásamt því að vera betra í eyðslu og skemmtilegheitum.

þetta er líka 91 árgerð (des 90) og því nýrri en flestir hér á klakanum, ryðlaus þýskaldandsbíll.

Samsetningin í þessum bíl er bara þannig að mér finnst hann mun eftirsóknarverðari heldur en flest sem er í boði hér á landi af sömu týpu. Svartur shadowline bíll með svörtu leðri og beinskiptur.... cruise, soundpaket, original fjarstýrðar samlæsingar, stóri leðurpakkinn, sportsætin, aftakanlegur dráttarkrókur.. spólvörn... ofl ofl.

Ég viðurkenni fúslega að þessi bíll er ekki tipp topp. En ef það væri búið að gera við beyglurnar, og sprauta afturstuðarann, full skoðun komin á hann, gera við pústið.... þá hugsa ég að enginn hefði blikkað augunum þó ég hefði sett 700 á hann!

Það þarf að henda 100 kalli í þennan bíl, en þá er hann líka alveg 8)

En... hvað skal segja!

Author:  Logi [ Wed 07. Sep 2005 20:38 ]
Post subject: 

Já þetta er efni góðan bíl!

Flott að vera með sportsæti og beinskiptingu í E32 8)

Author:  Hannsi [ Wed 07. Sep 2005 22:11 ]
Post subject: 

shitturinn maður!!! ég er að segja þér að ég mundi borga slatta fyrir vélinna og kassan ef ég.........

Mbl.is wrote:
"Til Sölu
BMW E34 520 skel búið að skifta um allar pakkningar á mótor en hann er sér vél og skel ekinn um 290.xxx ljós grá innrétting þarf að skifta um nokkra hluti svo hann nái skoðun! líka til sölu PC tölva með 200gb HD 512mb vinnsluminni 2.53GHz örgjöfi!"


:P

Author:  saemi [ Wed 07. Sep 2005 22:39 ]
Post subject: 

Viltu ekki bara kaupa sér vél og kassa, miklu betra en að rífa þennan.. :) Ég get alveg selt svoleiðis...

Author:  Hannsi [ Wed 07. Sep 2005 22:47 ]
Post subject: 

hef verið að leita og nenni ekki að flitja inn og mjög oft sem heilnn fæst ekki með!! :( og hver sagði að ég þyrfti að rífa ekkert jafnsvalt og bsk sjöa!! 8)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/