bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E28 528i - SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=11516 |
Page 1 of 3 |
Author: | Kull [ Mon 29. Aug 2005 22:02 ] |
Post subject: | BMW E28 528i - SELDUR |
Jæja, aftur býðst BMW áhugamönnum þessi eðal E28 bíll. Ég gef mér það bessaleyfi að afrita auglýsinguna hans Sæma. Helstu upplýsingar: E28 528iA ´86 ekinn 201.000 Km. Rafmagn í rúðum Rafmagn í speglum Rafdrifin tvívirk topplúga Vökvastýri ABS bremsur LSD (læst drif) Loftpúðar CD BMW sound system Aksturstölva Bensínmiðstöð Hitastýrð miðstöð Leðuráklæði Hiti í sætum Reyklitar rúður Fjarstýrðar samlæsingar Fjarstart Álfelgur Þokuljós ofl. Fyrrverandi forstjórabíll með öllu mögulegu. Nýjir gasdemparar að aftan ásamt spindilkúlu og aftasta hljóðkút. Bíllinn hefur alla tíð fengið topp viðhald og fylgja honum ógrynni af nótum og meira að segja gömul skráningar og skoðunarskírteini. Einnig allar bækur sem komu með honum, til dæmis kortabók með korti af íslandi (til að finna næsta verkstæði) einnig eru allir fylgihlutir orginal enn í bílnum (tjakkur e.t.c..). Skiptingin er öll upptekin og er hægt að sjá á nótum hvenar það var gert. Í möppuni góðu eru nótur uppá rumlega 600þús þannig að flestar stórar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og er lítið dýrt eftir að gera við hann í framtíðinni. 2.8L M30 mótorinn malar eins og kettlingur og skilar þessum 185 hestum vel frá sér. Eyðslan er eitthvað um 14 innanbæjar en fer niður í 10 utanbæjar og hefur farið neðar. Síðan ég keypti hann hef ég gert eftirfarandi: Nýr rafgeymir Nýjir gormar að framan E32/E34 bremusdælur að framan Nýjir diskar og klossar að framan og aftan Fjarlægði hækkunarklossa Michelin sumardekk og einnig fylgja Goodyear vetrardekk Mjög góður Alpine spilari ásamt 4 Alpine hátölurum Eins og sést hef ég gert ýmislegt á þeim tíma sem ég hef notað bílinn enda hafði ég ekkert planað að selja. Mér bauðst einn af mínum draumabílum á góðum kjörum þannig ég skellti mér á hann og þarf því að selja þennan. Verð 290 þús staðgreitt. Frekari upplýsingar í síma 861-4028. Hérna eru nokkrar gamlar myndir, hefur svosem lítið breyst síðan þá. ![]() ![]() ![]() ![]() Video 150Mb innlent Gamlar auglýsingar hérna að neðan: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7562 http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7222 |
Author: | Einsii [ Mon 29. Aug 2005 22:40 ] |
Post subject: | |
Vá mig langar aftur ![]() |
Author: | oskard [ Mon 29. Aug 2005 23:55 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll hlýtur að vera kominn með met langann eigandaferil ![]() |
Author: | Flake [ Mon 29. Aug 2005 23:57 ] |
Post subject: | |
flott auglýsing, vantar bara myndir því þær sem voru í gömlu söluþráðunum eru dottnar út. |
Author: | Kull [ Tue 30. Aug 2005 00:05 ] |
Post subject: | |
oskard wrote: Þessi bíll hlýtur að vera kominn með met langann eigandaferil ![]() Já, hann hefur flakkað svolítið greyið. Ég hvet menn samt til að prufa ef þeir hafa áhuga, þetta er snilldar bíll. Alveg merkilega góður í akstri, fínt afl, lítur vel út og erfitt að fá betri bíl fyrir þennan pening að mínu mati. Flake wrote: flott auglýsing, vantar bara myndir því þær sem voru í gömlu söluþráðunum eru dottnar út.
Ég skal setja inn myndir á morgun, er ekki með þær í þessari tölvu. |
Author: | Twincam [ Tue 30. Aug 2005 01:11 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll virðist vera mjög vinsæll sem "millibils" bíll hjá meðlimum.. og eftir því sem mér finnst, þá endurnýjar hver meðlimur eitthvað smotterí í honum í hvert skipti.. svo þessi bíll hlýtur bara að vera í toppstandi.. og ekki lítur hann illa út ![]() Gangi þér vel með söluna |
Author: | IceDev [ Tue 30. Aug 2005 01:34 ] |
Post subject: | |
OT: Hver er svo draumabíllinn? |
Author: | Schulii [ Tue 30. Aug 2005 08:21 ] |
Post subject: | |
Var með þennan bíl í nokkra daga einusinni. ![]() Mjög skemmtilegur og sammála því að maður fær ekki mikið skemmtilegri bíl fyrir þennan pening! Vel búinn og flottur! |
Author: | bebecar [ Tue 30. Aug 2005 10:45 ] |
Post subject: | |
FLottari felgur og 5 gíra þá væri þessi stálið ![]() Hugsa alltaf til þessa bíls með hlýhug.... |
Author: | íbbi_ [ Tue 30. Aug 2005 13:00 ] |
Post subject: | |
þetta er bíll sem ég væri aalveg til í, skoðaði hann aðeins um daginn og spjallaði við þig án þess að hafa haft hugmynd um að þetta væri þú ![]() bara fallegur |
Author: | zazou [ Tue 30. Aug 2005 14:07 ] |
Post subject: | |
Svona á að selja bíl, homage vídeó og alles. |
Author: | Einarsss [ Tue 30. Aug 2005 22:25 ] |
Post subject: | |
Þetta er eðal bíll sem mig langar svolítið í ![]() ætli maður bíði samt ekki og fá sér svona klassík næst |
Author: | e30Fan [ Tue 13. Sep 2005 18:48 ] |
Post subject: | |
sá þennan gjörsamlega í mauk að framan í dag hjá vís tjónaskoðun ![]() ætla rétt að vona að viðkomandi hafi verið í belti því þetta hefur verið mjög harður árekstur... |
Author: | bebecar [ Tue 13. Sep 2005 18:58 ] |
Post subject: | |
e30Fan wrote: sá þennan gjörsamlega í mauk að framan í dag hjá vís tjónaskoðun
![]() ætla rétt að vona að viðkomandi hafi verið í belti því þetta hefur verið mjög harður árekstur... ![]() |
Author: | Dinan [ Tue 13. Sep 2005 21:16 ] |
Post subject: | |
Það er skrtið að segja frá því að ég og Skúli á spjallinu fylgdumst með úr ca 10m fjarlægð þegar þessi endaði líf sitt og ennþá skrítnara að við höfum báðir verið eigendur af þessum bíl... ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |