bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 22:08

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject: BMW E28 528i - SELDUR
PostPosted: Mon 29. Aug 2005 22:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Jæja, aftur býðst BMW áhugamönnum þessi eðal E28 bíll. Ég gef mér það bessaleyfi að afrita auglýsinguna hans Sæma.

Helstu upplýsingar:

E28 528iA ´86 ekinn 201.000 Km.

Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speglum
Rafdrifin tvívirk topplúga
Vökvastýri
ABS bremsur
LSD (læst drif)
Loftpúðar
CD
BMW sound system
Aksturstölva
Bensínmiðstöð
Hitastýrð miðstöð
Leðuráklæði
Hiti í sætum
Reyklitar rúður
Fjarstýrðar samlæsingar
Fjarstart
Álfelgur
Þokuljós
ofl.

Fyrrverandi forstjórabíll með öllu mögulegu.

Nýjir gasdemparar að aftan ásamt spindilkúlu og aftasta hljóðkút.

Bíllinn hefur alla tíð fengið topp viðhald og fylgja honum ógrynni af nótum og meira að segja gömul skráningar og skoðunarskírteini.

Einnig allar bækur sem komu með honum, til dæmis kortabók með korti af íslandi (til að finna næsta verkstæði) einnig eru allir fylgihlutir orginal enn í bílnum (tjakkur e.t.c..).

Skiptingin er öll upptekin og er hægt að sjá á nótum hvenar það var gert.
Í möppuni góðu eru nótur uppá rumlega 600þús þannig að flestar stórar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og er lítið dýrt eftir að gera við hann í framtíðinni.

2.8L M30 mótorinn malar eins og kettlingur og skilar þessum 185 hestum vel frá sér. Eyðslan er eitthvað um 14 innanbæjar en fer niður í 10 utanbæjar og hefur farið neðar.


Síðan ég keypti hann hef ég gert eftirfarandi:

Nýr rafgeymir
Nýjir gormar að framan
E32/E34 bremusdælur að framan
Nýjir diskar og klossar að framan og aftan
Fjarlægði hækkunarklossa
Michelin sumardekk og einnig fylgja Goodyear vetrardekk
Mjög góður Alpine spilari ásamt 4 Alpine hátölurum

Eins og sést hef ég gert ýmislegt á þeim tíma sem ég hef notað bílinn enda hafði ég ekkert planað að selja. Mér bauðst einn af mínum draumabílum á góðum kjörum þannig ég skellti mér á hann og þarf því að selja þennan.

Verð 290 þús staðgreitt.

Frekari upplýsingar í síma 861-4028.

Hérna eru nokkrar gamlar myndir, hefur svosem lítið breyst síðan þá.

Image

Image

Image

Image

Video 150Mb innlent

Gamlar auglýsingar hérna að neðan:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7562

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7222

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Last edited by Kull on Fri 09. Sep 2005 23:53, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Aug 2005 22:40 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
Vá mig langar aftur :drool:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Aug 2005 23:55 
Þessi bíll hlýtur að vera kominn með met langann eigandaferil :lol:


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Aug 2005 23:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 25. Mar 2004 01:13
Posts: 60
Location: 110 Árbær
flott auglýsing, vantar bara myndir því þær sem voru í gömlu söluþráðunum eru dottnar út.

_________________
Peugot 307
518i - seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 00:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
oskard wrote:
Þessi bíll hlýtur að vera kominn með met langann eigandaferil :lol:


Já, hann hefur flakkað svolítið greyið. Ég hvet menn samt til að prufa ef þeir hafa áhuga, þetta er snilldar bíll. Alveg merkilega góður í akstri, fínt afl, lítur vel út og erfitt að fá betri bíl fyrir þennan pening að mínu mati.

Flake wrote:
flott auglýsing, vantar bara myndir því þær sem voru í gömlu söluþráðunum eru dottnar út.


Ég skal setja inn myndir á morgun, er ekki með þær í þessari tölvu.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 01:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
Þessi bíll virðist vera mjög vinsæll sem "millibils" bíll hjá meðlimum.. og eftir því sem mér finnst, þá endurnýjar hver meðlimur eitthvað smotterí í honum í hvert skipti.. svo þessi bíll hlýtur bara að vera í toppstandi.. og ekki lítur hann illa út 8)

Gangi þér vel með söluna

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 01:34 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
OT: Hver er svo draumabíllinn?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 08:21 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Var með þennan bíl í nokkra daga einusinni. 8)

Mjög skemmtilegur og sammála því að maður fær ekki mikið skemmtilegri bíl fyrir þennan pening! Vel búinn og flottur!

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 10:45 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
FLottari felgur og 5 gíra þá væri þessi stálið 8)

Hugsa alltaf til þessa bíls með hlýhug....

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 13:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þetta er bíll sem ég væri aalveg til í, skoðaði hann aðeins um daginn og spjallaði við þig án þess að hafa haft hugmynd um að þetta væri þú :lol:
bara fallegur

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 14:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Svona á að selja bíl, homage vídeó og alles.

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 22:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Þetta er eðal bíll sem mig langar svolítið í :P flott video líka.

ætli maður bíði samt ekki og fá sér svona klassík næst

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Sep 2005 18:48 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 11. Sep 2004 15:33
Posts: 348
sá þennan gjörsamlega í mauk að framan í dag hjá vís tjónaskoðun :cry:

ætla rétt að vona að viðkomandi hafi verið í belti því þetta hefur verið mjög harður árekstur...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Sep 2005 18:58 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
e30Fan wrote:
sá þennan gjörsamlega í mauk að framan í dag hjá vís tjónaskoðun :cry:

ætla rétt að vona að viðkomandi hafi verið í belti því þetta hefur verið mjög harður árekstur...


:cry: synd.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Sep 2005 21:16 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Mon 19. May 2003 00:10
Posts: 104
Location: Kópavogur
Það er skrtið að segja frá því að ég og Skúli á spjallinu fylgdumst með úr ca 10m fjarlægð þegar þessi endaði líf sitt og ennþá skrítnara að við höfum báðir verið eigendur af þessum bíl... :?

_________________
Sagan:
e28 528
e30 325IX x2
e32 730 V8 Shadowline
e39 530D Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 80 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group