bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

330 til sölu,... SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=11206
Page 1 of 1

Author:  Mundi [ Sun 31. Jul 2005 10:51 ]
Post subject:  330 til sölu,... SELDUR

Til sölu

BMW E46 330M
Árgerð 2002, (23.05.2002)
Litur silfur grár, samlitaður
Akstur: 85.000
5 gíra Steptronic
6 diska magasín og nav.
Svört leðurinnrétting.
Gler sóllúga.
Nav,
Digital miðstöð, loftkæling
Aksturstalva
Multifuntion stýri
Reyklaus bíll
BMW Sportsæti
felgur 17"
Stóri M pakkinn, (M Sportpaket III)
innbyggður sími.
PDC bakkskynjari
Innbyggður sími
Velur mottur
ABS og DSC, bremsu- spól og skriðvörn. (hægt að slá alveg út og þá er gaman)
Held að allt sé komið, kannski gleymi ég einhverju.

Bílinum er styllt upp hjá Nýju Bílahöllinni

Bíllin er í topp standi, fór í stórt og mikið "inspection" í umboðinu, myndir er hægt að sjá á www.eyri.is undir bílar.

mbk. Mundi
8922422

Author:  Kristjan [ Sun 31. Jul 2005 17:39 ]
Post subject: 

Hvernig X5 stefnirðu á? Diesel kannski?

Author:  Mundi [ Sun 31. Jul 2005 18:36 ]
Post subject:  330 seldur og X5 4.6 í staðinn

Ég stefni á 4.6 2003 eða 4.4 2004, 4.4 vélin er orðin 320 hö þannig að það er ekki svo mikill munur, 27hö.

mbk. mundi

Author:  Mundi [ Thu 11. Aug 2005 22:51 ]
Post subject:  Hvað, ekkert að gerast

Ég sem hélt að hér væri best að auglýsa, hafa menn ekki áhuga eða þorir engin að hafa samband. Verð ég bara að kayra á honum og gleyma þessum X5, nei nei bara grín, auðvitað fær konan X5.
Best er nú samt að selja 330 bílinn beint, það er svo erfitt að prútta ef maður er með bíl uppí. Svo er best að æfa sig í að setja inn mynd.

Image

Author:  saemi [ Thu 11. Aug 2005 23:01 ]
Post subject: 

Vandamálið við að auglýsa hérna á vefnum er að hérna eru ekki svo margir kaupendur að svona dýrum bílum.

Hérna er mikið um hardcore BMW áhugamenn, en flestir hérna eru á bílum sem kosta ekki meira en 1.5-2.000.000.-

Einnig er einstaklega erfitt að selja bíl í augnablikinu, ALLT of mikið til af bílum á landinu!

Author:  Lindemann [ Fri 12. Aug 2005 00:32 ]
Post subject: 

Hmm.. það væri ekki slæmt að vera á svona tæki.

Þú vilt ekki þinn gamla uppí? :lol:

nei segi svona, skólinn bíður og peningarnir líka :cry:

Author:  HelgiPalli [ Fri 12. Aug 2005 01:31 ]
Post subject: 

edit, afsakið offtopic. :oops:

Author:  IceDev [ Fri 12. Aug 2005 01:34 ]
Post subject: 

Ég held að vandamálið liggi í pallbílahyski, hestamönnum( no offence, það klikkar bara ekki að þeir eiga ekki amk eitt stk af pickup ) og asnalegri skattlagningu


Hinsvegar lítur þessi bíll mjög vel út og líst mér vel á þennan bíl ef að eitthvað er hægt að miða við fyrrverandi bíla eigandans

Author:  basten [ Fri 12. Aug 2005 01:47 ]
Post subject: 

Fallegur bíll, en líklega ekki besti vettvangurinn til að selja bíl yfir 3 mills :wink:
Samt bara smá forvitni, hvað viltu fá fyrir hann svona ca.?

Author:  ///MR HUNG [ Fri 12. Aug 2005 08:47 ]
Post subject: 

IceDev wrote:
Ég held að vandamálið liggi í pallbílahyski, hestamönnum( no offence, það klikkar bara ekki að þeir eiga ekki amk eitt stk af pickup ) og asnalegri skattlagningu

Hverning ferðu að því að líkja pallbílum við svona bimma :roll:
Það er allt annar kaupenda hópur af þessum bílum en sorry fyrir offtopicið og geggjaður bimmi. :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/