sælir, vegna óstjórnlegrar lönguna í vissa bifreið ætla ég að athuga hvort einhver hafi áhuga á þessum,
Þetta er 730ia 89 árg,
bíllin er demants svartur
svart leður
stóra OBC
sjálfskiptur
m30 mótor, 3.0l 188hö
dýrasta viðarklæðningin (dökka)
viðarstýri, með carbon look miðju og bmw merki (flautan virkar)
rafmagn í sætum,
hiti í sætum
fjarstýrð þjófavörn/samlæsingar
filmur
rafmagn í rúðum og speglum
kAstarar
og eflaust margt flr
þessi bíll er frábært efni i góðan sparibíl, vél og skipting eru í óaðfinnanlegu ástandi, bíllin er reyndar aðeins ekin 199þús, hoppar í gang í fyrsta starti og gengur góðan lausagang,
ég er búin að keyra bílin nokkuð hundruð km og það var mjög þægilegt, vélin í honum er MJÖG góð, óvenjulítið ventlaglamur, tók ventlalokið af og sá ekki betur en allt væri nýtt í heddinu, hún skilar þessum tæpu 190hö mjög vel, minnsta mál að kasta afturendanum í beygjum, bíllin var að eyða 17 hjá mér innanbæjar, og það var sko enginn sparakstur, alveg tvennt ólíkt að borga bensínið á þennan og þann gráa sem ég átti á undan
eins og þið munið kannsi eftir þá lenti þessi bíll í krakka andskotum sem rispuðu hann og dælduðu, þannig að það þarf að heilmála bílin, svo lenti ég í því að það var bakkað á hann, nánar tiltekið á afturhurðina vinstra megin, hún er dáldið vel bogin en það má rétta hana,
bíllin er nánast alveg riðlaus. komið smá neðst í hurðarnar (eins og flestum e32) og svo eru einhverjar smá doppur, klessta hurðin er verst.
það sem þarf að gera til að hægt sé að nota bílin er að skipta um drifskaptsupphengju og jafnvel kross (ódýrt, kannski 10k bæði) annars keyrir bíllin mjög ljúft. bíllin var í mjög góðu ástandi áður en lakkið var skemmt.
einnig var ég að taka hann í gegn að innan. en stokkurin var orðin sjúskaður, ég er búin að kaupa í hann annan stokk úr 93 750i en hann er aðeins öðruvísi, einnig fékk ég viðaklæðninguna úr 93 og gardínu í afturgluggan en þetta fer ekki með nema fyrir smá auka pening
ég er líka búin að fá aðra hurð á hann en hún fer einnig fyrir smá aukapening.
mætti yfirfara púst, pústar ekkert út en þyrfti að hengja það upp
er búin að skipta um eitt og annað í honum
setti nýtt kveikjulok í hann og hamar, nýtt háspennukefli
skipti um innspýtingatölvuna
skipti um throttle boddy og air flow sensorinn,
þeir sem þekkja þessa bíla vita að það sem er að þessum bíl er það sem er oftast að þeim flestum, ég er nú búin að krukka í orðið þónokkrum e32 og get því sagt að þessi bíll er mjög góður, og útlitið á honum enganvegin í samanburði við ástand. hann var jú skemmdur
ég hugsa að sá sem slengdi sona 120kalli í veskið mitt fengi gripin, 150k og þá fengi hann hurðina og nýrri stokkin með.
held að það sé nokkuð sanngjarnt?
hérna eru nokkrar myndir
ég setti víst nýrun af honum yfir á gráa þannig að þau fylgja ekki með, en grindurnar á ég (grillið)
ATH! vegna kaups á öðrum bíl þá verður þessi að fara, og ég er því tilbúin að láta þann sem kemur og kaupir bílin (ekki þann sem kemur og segist ætla gera það og lætur ekkert í sér heyra) fá gripin á 100þús og hurðin fylgir með.
þetta er bull verð og ég trúi ekki öðru en einhver taki þessu