bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 19:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 31. May 2005 17:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Til sölu BMW 520i
Image
Kom á götuna 04/89
Malachitgrun Metallic, ljósbrúnn að innan. Skoðaður ’06. Innfluttur nýr af umboði.
VIN: BB66208
Ekinn 248þkm
Bíllinn var upphaflega sjálfskiptur en skiptinginn bilaði og því var sett í bílinn beinskipting úr 320i e30 sem var ekinn 180þkm með þjónustubók. Mjög góður gírkassi (nákvæmlega sama partanúmer og á kassa úr 520i). Í 243þkm var heddið tekið upp og sett í bílinn hedd úr öðrum minna eknum bíl, planað og þrýstiprófað hjá Kistufelli, svo allt sett saman og ný tímareim og strekkjari. Þessi m20 vél malar eins og kettlingur og skilar sínu vel. Bremsudiskarnir að aftan eru sem nýir og klossarnir voru endurnýjaðir í 246þkm. Bíllinn er nýsmurður, einnig nýlega búið að skipta um bremsuvökva, olíu á gírkassa, drifi og kælivökva. Kertin eru einnig ný, skipt var um viftureim og reimina fyrir vökvastýrið. Pústið er mjög gott, tók það úr öðrum bíl, semsagt endurnýjað. Bíllinn er því mjög mikið endurnýjaður og finnst það mjög vel, bíllinn er þéttur og skemmtilegur í akstri. Ekki spyrnugræja en ákaflega ljúfur bæði innan- og utanbæjar.
Bíllinn kom með eftirfarandi búnaði frá verksmiðju:
Læst drif
Hiti á rúðupissspíssa
Ekkert 520i merki
Topplúga
Rafmagn í rúðum að framan
Velour mottur
Skíðapoki
Armpúðar frammí
Höfuðpúðar að aftan
Kastarar (þokuljós að framan)
Dagljósabúnaður


Læsta drifið er rosalega þægilegt, hér er um að ræða rosalega góðan vetrarbíl sem drífur alveg ótrúlega jafnvel á sumardekkjum, hægt að stjórna bílnum algjörlega í snjónum!! Það var e-r sem keypti læst drif í e34 á 45þús fyrir skömmu síðan! Læsingarnar í drifinu er mjög góðar því bíllinn var sjálfskiptur og aldrei verið að nota þessar læsingar nema bara í snjó/hálku. Lítið hægt að spóla í hringi á 520i, hef a.m.k. ekki reynt það. Á sumrin er það svo topplúgan! Afturljósin eru sprautuð rauð með þar til gerðu spray'i. Kemur mjög vel út og bíllinn er einstaklega fallegur að aftan, aldrei verra að vera með fallegan afturenda!! Með bílnum er ágætis þjónustusaga, reikningar í möppu, minnir að heildarupphæðin sé um 500þús, mjög misverðmætar núna en sýna þó fram á gott viðhald í gegnum árin. Í bílnum er Blaupunkt geislaspilari, mjög gott tæki, á einnig annan spilara og kassettutæki, bara samningsatr. Bíllinn er í heildina mjög vel með farinn, sjón er sögu ríkari!

Ásett verð 270þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.
Upplýsingar í S: 895 7866
Image Image
Image Image

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Last edited by Bjarki on Wed 01. Jun 2005 21:59, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 31. May 2005 17:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
BARA góð kaup þarna. Allt of ódýr, að hætti Bjarka :lol:

Og ekkert smá mikill munur að sjá gripinn frá því hvernig hann var áður en yfirhalningin átti sér stað.

Maður hefur það á tilfinningunni að bílar sem komast í hendurnar á honum Bjarka sé svona svipað og hjartveikur róni í Bandaríkjunum sem fær ókeypis hjartaþræðingu... bíllinn öðlast bara annað líf!

:P

P.S. ég væri ekkert hissa á að það kæmi hér "seldur" innan 2ja sólarhringa 8)

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 31. May 2005 17:27 
Þetta er mjög góður bíll og þessi litasamsetning er allveg rosalega töff :!:


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 31. May 2005 17:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Ég benti frænda mínum á þennan, kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi kaupa hann. Er að leita sér að aukabíl og þessi væri perfect.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 31. May 2005 17:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Án efa massa góður bíll eins og annað sem kemur frá honum Bjarka :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 31. May 2005 19:28 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Mar 2004 17:19
Posts: 3
Location: Reykjavík
Bíllinn: :loveit:
Bjarki: :loveit::loveit:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 31. May 2005 19:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Get vottað fyrir að þessir bílar eru eitthvað mesta bang for buck hvað varðar aksturseginleika og þægindi. Átti svona í þónokkurn tíma.
Staðreyndin er sú, einsog sagt hefur verið hér oft áður, að beinskiptur E34 er bara skemmtilegur bíll... læst drif og topplúga skemmir sko ekki. 8)

Gangi þér vel að selja, þetta er gullfallegur bíll. :wink:

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 31. May 2005 19:53 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Aug 2003 13:57
Posts: 1272
Location: Reykjavík
Get vottað fyrir að þetta sé toppeintak. 8) Allt sem kemur frá Bjarka er top kvalitet. Búinn að prófa þennan bíl hjá honum og ég mæli með þessum fáki :D

_________________
BMW 318i E46 1998 (Til sölu)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Jun 2005 00:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
:drool:

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Jun 2005 19:43 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 25. Oct 2003 19:40
Posts: 151
Location: Grafarvogur
Virðist vera mjög flottur bíll, nokkrar spurningar samt:
Hvað er hann að eyða/nota mikið?
hversu þungur er hann?
((Er ekki tímakeðja í honum?))edit: var að lesa að slíkt væri ekki
Er topplúgan rafknúin? Ef svo er, er hún í lagi?

Með kveðju og fyrirfram þökk

Alli


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Jun 2005 21:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Þakka góð orð 8)
Bíllinn er seldur, góður bíll og hann seldist mjög hratt!!
Núverandi eigandi var að eignast sinn fyrsta BMW!

(520i er að eyða svona 13-14 innanbæjar, fer samt mjög eftir aksturslagi, minnir að þessi bíll sé 1430kg, m20 (vélin í þessum bíl) er með tímareim og um hana var skipt fyrir um 5þús km, topplúgan er handsnúin og í topplagi)

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Jun 2005 22:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Bjarki wrote:
Þakka góð orð 8)
Bíllinn er seldur, góður bíll og hann seldist mjög hratt!!
Núverandi eigandi var að eignast sinn fyrsta BMW!

(520i er að eyða svona 13-14 innanbæjar, fer samt mjög eftir aksturslagi, minnir að þessi bíll sé 1430kg, m20 (vélin í þessum bíl) er með tímareim og um hana var skipt fyrir um 5þús km, topplúgan er handsnúin og í topplagi)

Það var viðbúið, stoppaði ekki lengi við þessi frekar en aðrir hjá þér :wink:

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Jun 2005 23:07 
fór þessi ekki á hvað 3 tímum tæpum ? :)


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Jun 2005 23:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
oskard wrote:
fór þessi ekki á hvað 3 tímum tæpum ? :)


Er það ekki nýtt met?

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 97 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group