bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E28 bílar til sölu... 518i-520i-528i-532i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=1035
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Mon 17. Mar 2003 10:34 ]
Post subject:  E28 bílar til sölu... 518i-520i-528i-532i

BMW 520i 1986 Bíllinn er Grænsanseraður og lakkið er gott á honum. Það þarf að laga innra brettið að framan vinstra megin og ytra brettið hægra megin er illa ryðgað. Það sést þó ekki nema það sé opnað húddið. Bíllinn er með grænni leður-líkis innréttingu sem lítur vel út. Grænt teppi og hurðarspjöld. Hvergi rifið úr sætum. Bíllinn er með aksturstölvu (hiti, drægni, eyðsla, klukka, skeiðklukka ofl.) //M stýri, dráttarkúlu, krómbogum og þokuljósum. Hann er með 4 gíra sjálfskiptingu. Á hann vantar framsvuntuna og vélin gengur ekki nema rétt í hálfa mínútu eða svo. Hef ekki hugmynd um hvað er að henni, en fyrrum eigandi sagði að hann hefði verið afllaus og hvítur reykur aftur úr honum. Gæti verið allt frá heddpakkningu til ….. ?

Image
Image
Image

Ég ætlaði að skella í þennan bíl 2.8L vél sem ég á, en nenni ekki að ryðbæta innra brettið fyrst, þannig að ég ætla að selja hann svona frekar. Bíllinn er á númerum, skoðaður 03 og var í akstri í Janúar.

Verð: 50.000.-

Svo væri upplagt að setja í þennan bíl a)

2.8L vél, ásamt sjálfskiptingu úr 528i (520i) 1982. Bíllinn er eiginlega kominn á tíma á boddíi svo ég nenni ekki að dytta meira að honum. Ég er búinn að eiga hann síðan 1994. Skipti um vél í honum 1999 og setti í hann 2.8L vél úr 528i. Vélin var tekin öll í sundur og sett saman aftur. Heddið yfirfarið (skipt um knastás) af Vélalandi, ég skipti um legur og stimpilhringi, mældi spíssana og athugaði að þeir væru í lagi, nýjar hosur ofl. ofl. Gengur eins og klukka, en sjálfskiptingin sem er við hana er ekki sérstaklega skemmtileg. Sein að skipta sér í first þegar hún er köld og “torque converter-inn” læsir ekki í “overdrive”. Þannig að það þyrfti að nota skiptinguna sem er í græna bílnum við vélina. (Það passar, ég hef gert það áður).

Image
Image
Image
Image


Verð á þessu ofantöldu saman (520i bílnum og 2.8L vélinni) er 120.000.- Það myndi gera flottan 528i bíl.

Eða b)

1.8L vél úr BMW 518i 1988 shadowline. Þessi er klesstur að framan, en svosem hægt að laga hann ef viljinn er fyrir hendi. Vantar þá á hann húdd og bretti vinstra megin, mig minnir að hægra megin sé í lagi. Bíllinn var ökufær þegar ég lagði honum. Keyrður rétt yfir 200.000 km. Óryðgaður. Þarf að gera við hitt og þetta í honum, brotin framrúða, bílstjórahurðin er með slitnum lömum, hlaup í henni. Inréttingin ljós og sjabbí. Þarf að skipta um hana. Rafmagn í framrúðum, topplúga, 5 gíra. Önnur 1800 vél fylgir í skottinu. Hún er úr 318i með K-jetronic innspýtingu og gekk líka fínt þegar ég tók hana úr bílnum sem hún var í.

Image


Þetta gæti skapað ágætis 518i. Þessi 518i og 520i bíllinn á 70.000.-



Númer 2

BMW 520i 1987. Ég keypti þennan fyrir löngu síðan af því að hann var með svo gott boddí. Svo komust mjög skemmtilegir kappar í hann og brutu allar rúður í honum fyrir mig og dælduðu hann hér og þar eftir steinkastið. En ég er nú búinn að setja í hann rúður aftur og boddíið er nokkuð gott ennþá. Þessi bíll er eiginlega ekkert nema skelin samt. EN með eftirtöldum hlutum þá yrði þetta assgoti fínn vagn:

3.2L vél úr 732i bíl, 198hö.
[Image


Svört “Buffalo” leðursæti (þetta eru MJÖG góð sæti og allt órifið og flott).

Image


Teppi úr M5 bílnum (ekki íslenskt skítugt og slitið, kom frá þýskalandi í vetur) ásamt hurðarspjöldum. Teppið er brúnt. Það er líka hægt að hafa í honum blátt teppi og svört hurðarspjöld með bláu. Mér persónulegra finnst brúna flottara.

2 ár síðan allt var tekið í gegn í afturfjöðruninni: Ný gúmmí í fjöðrun, sandblásið og málað stál, nýjar slöngur, nýtt í handbremsu, nýjir barkar, ný gúmmí í dælum ofl.
Image
Image


Demparar og gormar í lagi allan hringinn.

Avital kerfi (sem ég aftengdi eftir að strákunum fannst svo gaman að vera alltaf að sparka í dekkin hjá mér). Höggskynjari, fjarstýring ofl.

Tvöfalt púst í mjög góðu ástandi

//M Spoilerkit sem ég keypti úti en setti aldrei á … fram-aftur og hliðar. (M535i / M5 aftermarket replica).

Image
Image
Image


Og eitthvað fleira sem ég er að gleyma.

En bottom line: Það þarf að setja þetta dótarí saman og sprauta vagninn síðan. En hann yrði mjög flottur svona, spoilerkittið kemur í staðinn fyrir stuðara. Bíllinn er dökkbrúnsans. Verð á öllu þessu dóti ásamt bílnum: 175.000.-

Jæja, það er ábyggilegt að ég er að gleyma einhverju hérna, en þá er bara að spyrja. Ég ætlaði nú alltaf að gera þetta sjálfur en maður hefur alltaf svo lítin tíma, urrggghhh. Það verður að fara að koma þessu í verk svo þetta grotni ekki bara niður!

Það er ekkert vesen með þessa bíla. Ekkert áhvílandi á þeim osfrv.

Sæmi 699 2268 smu@islandia.is

Author:  hlynurst [ Mon 17. Mar 2003 12:24 ]
Post subject: 

Er verið að taka til í bílskúrnum???? :shock:

Author:  saemi [ Mon 17. Mar 2003 12:34 ]
Post subject: 

Það má segja það ... vorhreingerning :)

Það er komið nóg.. nú þarf maður aðeins að minnka við sig sko ... :wink:

sæmi

Author:  bebecar [ Mon 17. Mar 2003 14:24 ]
Post subject: 

Hann er ansi flottur þessi rauði maður!

Author:  saemi [ Mon 17. Mar 2003 14:32 ]
Post subject: 

Já, þeir eru alltaf smekklegir.

Hann er hérna:

http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?Vie ... gory=15317

Sæmi

Author:  bebecar [ Mon 17. Mar 2003 14:40 ]
Post subject: 

Geggjuð sæti maður! Og útrúlega fallegur bíll.... BJÚTÍ!

Author:  hlynurst [ Mon 17. Mar 2003 15:58 ]
Post subject: 

Já þessi er flottur... sérstaklega felgurnar. :wink:

Author:  BMW [ Mon 17. Mar 2003 19:03 ]
Post subject:  BRUND

þessi græni bmw með numerið HO-811 er gamall eyja bíll, ekki langt síðan hann fór

Author:  bebecar [ Mon 17. Mar 2003 20:27 ]
Post subject: 

Ég verð líka að kommenta á að þetta er líklega "TOPIC" ársins! E28 bílar til sölu!!!! :lol: :lol: :lol:

Svona topic geririengin nema Sæmi!

Author:  saemi [ Mon 17. Mar 2003 20:47 ]
Post subject: 

Hehe, hvað er málið.... er ég að missa af einhverju....?

Er það bara að vera að auglýsa bíla, ekki bíl?

Jamm HO bíllinn er eyjabíll. Hann hefur ábyggilega staðið með vinstri hliðina við bryggjuna. Ótrúlegt hvernig ryðið er bara í vinstra brettinu!

Sæmi

Author:  Dori-I [ Tue 18. Mar 2003 11:17 ]
Post subject: 

hehehe.. það passar.. þau átttu heima nálækt bryggjunni og bíllin snéri alltaf þannig í innkeyrsluni að vinstri hliðin snéri að sjónum!!!! :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/